Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 74
18 2. mars 2008 SUNNUDAGUR Ég er nú síðasti maðurinn í heiminum til að gefa ráð varðandi Eurovision! Ég veit ekkert um keppnina. Ég er rokkstjarna, fjandinn hafi það!“ H r. Lordi sjálfur situr á móti mér á hótelbar á Hlemmi. Hann er ekki með skrímsla grímuna og því er ég í raun að tala við Tomi Petteri Putaansuu, 34 ára Finna, sem er auðsýnilega þungarokk- saðdáandi. Hann er í Alice Coop- er-bol, í UFO-vesti og í Kiss-leð- urjakka. Tomi er kubbslega vaxinn, minni en ég átti von á, með sítt svart skegg og hár sem farið er að grána, með kennara leg gleraugu á nefinu, smáfríður í andliti og eilítið Mongólalegur. Ég lýsi honum svona vel því það er stranglega bannað að taka af honum myndir án grímunnar. Tilefni Íslandsheimsóknarinnar er að í gær var hryllingsmyndin Dark Floors frumsýnd í Reykja- vík. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðar- son eru meðframleiðendur mynd- arinnar, en Pete Riski leikstýrir. Hann hefur gert öll myndböndin með Lordi. Handritið skrifaði Hr. Lordi og hann og aðrir liðsmenn sveitarinnar leika vondu skrímslin í myndinni. „Ég hef alltaf verið aðdáandi hryllingsmynda og hryllings í öllum tegundum listgreina,“ segir Tomi og ég trúi honum vel. „Strax þriggja eða fjögurra ára var ég orðinn hryllingsfíkill og ég held ég fíli aðallega fantasíuna á bakvið hryllingspersónurnar. Samt er ET uppáhaldsmyndin mín. Við höfum lent í smá veseni með að kynna myndina í Finnlandi því þar eru margir sem aldrei hafa séð hryll- ingsmynd, eða halda að allar hryll- ingsmyndir séu svokallaðar splatter-myndir. Þetta er alls engin splatter-mynd. Ég myndi segja að myndin sé hryllings-fantasía, mjög drungaleg og með sálfræðilegu ívafi.“ Er myndin fyndin? „Nei, alls ekki! Það er akkúrat ekkert fyndið í henni!“ En þið leikið samt í henni? „Já, við í hljómsveitinni leikum skrímslin.“ Og myndin er samt ekkert fyndin? „Nei nei, Lordi hefur aldrei verið eitthvert grín. Það sem við gerum hefur ekkert með húmor að gera. Það er reyndar áhorfandans að ákveða hvað sé grín og hvað ekki, en hvað okkur viðkemur þá höfum við alltaf verið í þessu af fullri og djúpri alvöru.“ En af hverju vill Lordi drepa alla í myndinni? „Við viljum reyndar ekki drepa alveg alla. Þú verður bara að sjá myndina. Það er margt sem kemur á óvart í henni.“ Enginn jafn hissa og við Öllum að óvörum vann Lordi Euro- vision-keppnina árið 2006. Þar með var áratugalangri ógæfu Finna í keppninni aflétt. „Okkur var boðið að taka þátt í forkeppninni og við vorum alveg örugg um að við ættum enga mögu- leika á móti finnsku þjóðlagapopp- urunum og sætu syngjandi stelp- unum. Við litum bara á þetta sem ókeypis kynningu á nýjustu plöt- unni okkar sem við vorum að gefa út um þetta leyti. Enginn var jafn hissa á sigrinum og við, hvað þá þegar við unnum sjálfa keppnina í Aþenu.“ Hvað hefur svo sigurinn gert fyrir bandið? „Að vinna Eurovision er tvíeggj- að sverð. Það opnaði nýja glugga og gerði alls konar hluti mögulega, eins og til dæmis kvikmyndina, en á sama tíma héldu margir sem vissu ekki að við höfðum verið til síðan 1996, að við værum bara eitt- hvert nýtt band sem hefði verið stofnað til þess eins að taka þátt í Eurovision. Þegar við unnum í Finnlandi varð þjóðin alveg brjál- uð. Margir sögðust skammast sín fyrir okkur, við vorum sögð satan- istar og ég veit ekki hvað og hvað. Margir hótuðu meira að segja að flytja til Svíþjóðar ef við yrðum send til Aþenu. Þegar við unnum urðum við þjóðhetjur á augabragði og allir sögðust elska okkur. Þegar við komum til baka sagði ég á fyrsta blaðamannafundinum að þeir sem ætluðu að flytja til Sví- þjóðar ættu að drífa sig strax. Lordi gæti meira að segja komið og hjálpað þeim að pakka! Enginn gaf sig fram.“ Fenguð þið peningaverðlaun? „Nei, ekki krónu! Það eina sem maður fær fyrir að vinna Euro- vision er bara þetta, maður vann Eurovision. Svo er það undir þér sjálfum komið hvað gerist næst.“ Eftir að þið unnuð hafið þið væntanlega þurft að passa betur upp á að ykkar rétta andlit sæist ekki? „Jú, en það hefur reyndar verið þannig frá fyrsta degi, en bara fyrir miklu minni hóp þungarokks- aðdáenda í Evrópu. Strax eftir sig- urinn komust meginstraums-fjöl- miðlarnir á blóðbragðið, meðal annars ruslblöðin í Bretlandi og Þýskalandi. Við þurftum að passa okkur aðeins betur.“ Náðu einhverjir myndum af ykkur grímulausum? „Ef allar þessar myndir sem hafa birst af okkur grímulausum ættu við rök að styðjast væru sautján manns í Lordi. Það hafa birst myndir af meðlimum í öðrum finnskum þungarokksböndum, en bara ein mynd af mér grímulaus- um. Það er tíu ára gömul mynd af mér þegar ég var miklu grennri. Ég var ber að ofan að sýna á mér Kiss-tattúin fyrir kynningu á aðdá- endaklúbbi Kiss – Kiss Army.“ Líður öðruvísi í búningnum Herra Lordi segir lítið hafa breyst í rútínunni hjá bandinu fyrir utan að allt er orðið stærra og meira um sig. Miklu fleiri þekkja bandið og börn fá nú leyfi hjá foreldrum sínum til að hlusta á þá. Allt út af Eurovision. „Sem smápatti horfði ég á keppnina með foreldrum mínum og hélt með Finnlandi og það var sorg ár eftir ár. En þetta er nú bara sjónvarpsþáttur, ein stór homma- sýning. Þetta á að vera gaman og líf og fjör.“ Þú hlýtur að hafa verið í heiðurs- sætinu í síðustu keppni í Helsinki? „Jú jú, en eftir að opnunar atriðið okkar var búið flýtti ég mér heim í sturtu og horfði svo bara einn á restina af þessu. Konan var úti að skemmta sér.“ Hvað ertu lengi að fara í gervið? „Þrjá, fjóra tíma. Andlitið er mesta málið. Bara það tekur um þrjá tíma. Ég sé sjálfur um að fara í búninginn og meika mig, en ég næ ekki alveg utan um allt svo ég þarf aðstoð á síðustu metrunum. Konan mín fer oft með á túra til að hjálpa okkur að skipta um gervi.“ Fylgja því andlegar breytingar að skipta svona um útlit? „Vissulega. Mér líður náttúrlega allt öðruvísi þegar ég er orðinn Hr. Lordi, en það er aðallega vegna viðbragða annarra. Ef þú sérð mig í búningnum munt þú bregðast allt öðru vísi við mér heldur en núna þegar ég er bara Tomi. Og þegar þú bregst öðruvísi við þá bregst ég líka öðruvísi við þér. Ég er miklu hærri og stærri um mig í gervinu, ég fíla mig allan voldugri. Helsta breytingin hjá fólki er að það held- ur ekki augnsambandi við Hr. Lordi mjög lengi. Margir vilja líka snerta á mér andlitið. Það eru fáir sem vilja snerta á mér andlitið núna!“ Silvía Nótt var æðisleg Tomi segir að Lordi komi og spili fyrir Íslendinga um leið og ein- hver biðji bandið um það. Honum finnst Ísland nokkuð sérstakt og þá sérstaklega trjáleysið. „Strák- arnir létu mig smakka eitthvað í gær og sögðu mér ekkert hvað þetta væri. Ég var viss um að þetta væri japanskt Kobe-nauta- kjöt en þá reyndist þetta vera hrátt hvalkjöt. Það var rosalega gott.“ Hvaða ráð gefurðu Íslendingum til að vinna Eurovision? „Ég er nú síðasti maðurinn í heiminum til að gefa ráð varðandi Eurovision! Ég veit ekkert um keppnina. Ég er rokkstjarna, fjandinn hafi það! En ókei, þetta hljómar furðulega þegar ég segi þetta, en ég held að málið sé að maður þarf bara að vera maður sjálfur. Hvernig lag ætlið þið ann- ars að senda núna?“ Svona frekar hefðbundið Euro- diskó. „Jahá, gangi ykkur vel. Euro- diskó hefur unnið oftar en hryll- ingsrokk! Annars fannst mér Silvía Nótt algjörlega frábær á sínum tíma. Ég held að fáar aðrar sendinefndir en við í þeirri finnsku hafi í raun skilið hvað hún var að gera. Fólk sem tekur Euro- vision of alvarlega náði þessu ekki, en okkur fannst þetta æðis- legt. Leikkonan gerði þetta rosa- lega vel og ég varð hálf leiður að heyra að hún væri hætt að leika Silvíu. Ég hélt að tárin væru alvöru og allt. Mér fannst líka síð- hærði gaurinn sem var í fyrra góður. Það var kúl lag.“ Ein spurning að lokum: Af hverju ættu Íslendingar að sjá Dark Floors? „Markhópurinn í öllu sem ég geri er bara ein manneskja: Ég sjálfur. Tónlistin, Lordi-teikni- myndabækurnar sem ég hef gert og nú þessi mynd, ég hef gert þetta allt með það eitt í huga að ég sjálfur hafi gaman af því. Það er bara plús ef einhver annar hefur gaman af þessu líka. En myndin já, ef súrrealískar hryllingsfant- asíur eru eitthvað sem þú fílar þá ættirðu að drífa þig. Og ef þú fílar ekki svona myndir þá er rétti tím- inn til að byrja á því núna.“ Lordi er ekkert grín Dr. Gunni hitti Hr. Lordi, Finnann hryllilega sem færði Finnum langþráð Eurovision-gull árið 2006 ásamt hinum skrímslunum í hljómsveitinni Lordi. Þeir ræddu hryllingsmyndina sem Lordi er á landinu til að kynna, feluleikinn og Eurovision – hvað annað? PASSIÐ YKKUR! HERRA LORDI ER MÆTTUR! Úr súrrealísku hryllingsfant- asíunni Dark Floors. HERRA LORDI ER EKKI LEIKSKÓLAKENNARI Tomi Petteri Putaansuu með latex fyrir allan peninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.