Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 4
4 3. mars 2008 MÁNUDAGUR GENGIÐ 29.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 129,9155 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,47 65,79 129,88 130,52 99,52 100,08 13,353 13,431 12,614 12,688 10,607 10,669 0,6271 0,6307 105,41 106,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 5° 5° -4° 1° 5° 6° 7° 5° 11° 7° 19° 16° 10° 7° 21° 13° 27° 18° 1 Á MORGUN 8-13 m/s sunnan til og vestan, annars hægari. MIÐVIKUDAGUR 5-15 m/s, hvassast með ströndum. -6 -5 -6 -5 -5 0 -1 -3 -3 -7 5 5 3 5 3 5 1 5 3 5 5 -3 12 -2 -2 1 3 3 ÞRIÐJUDAGURINN Á þriðjudaginn nálgast okkur lægð með töluvert mikilli úrkomu. Samfara þessu hlýnar smám saman sunnan til og vestan. Í fyrstu mun snjóa en þeg- ar líður á daginn fáum við slyddu og síðar rigningu á suðurhluta lands- ins. Fyrir norðan fer að snjóa eftir hádegi en ekki eru horfur á að þar hláni. -5 -5 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur DANMÖRK Lofsyrði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, um George W. Bush Bandaríkjaforseta og framlag hans til útbreiðslu frelsis og lýð- ræðis í heiminum hafa vakið hörð viðbrögð heima í Danmörku. Fogh var um helgina í sinni sjöttu heim- sókn hjá Bush, í þetta sinn á búgarði hans í Crawford í Texas. „Maður á ekki að hafa danskan almenning að fífli, en það er það sem Fogh er í raun að gera með þessum ummælum. Við getum vissulega verið bandamenn Banda- ríkjanna í mikilvægustu málum, en maður á ekki vera blindur fyrir því sem á sér stað í raunveruleik- anum,“ hefur Politiken.dk eftir Mette Frederiksen, varaformanni þingflokks jafnaðarmanna á danska þjóðþinginu. Villi Sövndal, formaður Sósíal- íska þjóðarflokksins, sagði afleið- ingarnar af gerðum Bush sem Bandaríkjaforseta vera „meiri öfgar og meiri hryðjuverk“. „Ég er ekki í vafa um að Íraksstríðið hefur út af fyrir sig aukið á hatur og fjandskap og þar með aukið öfgar og hryðjuverk í heiminum,“ sagði Sövndal. Meðal mála sem annars voru á dagskrá viðræðna leiðtoganna voru aðgerðir gegn hlýnun lofts- lags. Bush kvaðst einnig mundu hjálpa dönsku stjórninni að nálg- ast upplýsingar um meint leyni- legt fangaflug CIA um Grænland og Danmörku. - aa VINIR Vel fór á með þeim Bush og Fogh þegar þeir sýndu sig ljósmyndurum á búgarðinum í Texas um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lofsyrðum danska forsætisráðherrans um Bandaríkjaforseta misjafnlega tekið: Fogh sagður hafa Dani að fífli Þau mistök urðu við birtingu myndar með helgarviðtali við Nönnu Magna- dóttur að hún var sögð sú kona sem lengst er til vinstri á myndinni. Hið rétta er að hún er hér í miðju. Myndin var auk þess tekin á meðan Nanna starfaði fyrir UNIFEM í Belgrad, áður en hún tók við núverandi starfi á skrifstofu Evrópuráðsins í Pristina. LEIÐRÉTT PAKISTAN, AP Talið er að yfir fjörutíu manns hafi farist í sjálfsmorðs-sprengjuárás í Norðvestur-Pakistan í gær. Árásin var gerð á samkomu friðarsinna en forystumenn fimm ættflokka höfðu boðað til fundar þar sem ræða átti meðal annars refsingar til handa þeim er aðstoðuðu öfgasamtök á borð við al-Kaída og talibana. Pervez Musharraf forseti sagði árasirnar aðför að friðarferlinu í landinu. Stjórn Musharraf hefur verið gagnrýnd fyrir lélega stjórn á svæðunum næst landamærunum að Afganistan en þar ráða fylgis menn talibana lögum og lofum. Árásin í gær er sú þriðja á svæðinu á þremur dögum. - rat Tilræði á friðarfundi: Árás í Pakistan banaði fjörutíu FRÁ VETTVANGI Heimamenn á blóði drifnum vettvangi tilræðisins í Adam Khel í Pakistan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDBÚNAÐUR „Ég tel að skaðinn verði óbætanlegur ef ekki verður eitthvað gert í málefnum bænda,“ segir Oddur Axelsson, bóndi á Kverngrjóti í Dalasýslu. „Ég kem í greinina fyrir tíu árum en þá hafði ég rekið fyrir- tæki í Reykjavík. Mér finnst þetta umhverfi alveg stórfurðulegt og ég undrast mjög langlundargeð bænda, það þarf helst að jarða þá svo þeir láti eitthvað í sér heyra. Síðustu tvö ár hefur rafmagns- verð hækkað um þrjátíu til fjöru- tíu prósent, vextir á lánum hjá mér hafa hækkað um 65 prósent frá því í fyrra, svo vita allir að rekstrarvörur hafa hækkað gríðar- lega. Samt erum við allt of linir við að sækja hækkanir á afurðum okkar.“ Hann segir enn fremur að í Borgarfirði og Dalasýslu hafi átta bændur, svo hann viti til, ákveðið að hætta og svo hafi hann heyrt af mörgum sem íhugi að hætta næsta haust ef ástandið skáni ekki. „Við fáum nú um 85 krónur fyrir mjólkur lítrann en mál manna er að hækkunin þyrfti að nema um tuttugu til þrjátíu krónum til að bregðast við þessu ástandi.“ „Ég get tekið undir það með Axel að ef ekki verði eitthvað að gert á næstu misserum gæti farið af stað keðjuverkun sem erfitt yrði svo að snúa við,“ segir Har- aldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. „En verð- lagsnefnd búvara, sem í sitja full- trúar bænda, verkalýðshreyfingar- innar, neytenda og afurðastöðva, hefur verið að vinna í þessu og reyna að finna leiðir. Ég á von á niðurstöðu um miðjan þennan mánuð.“ Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, hvatti til þess í ræðu sinni sem hann hélt á búnaðar- þingi sem hófst í gær að gerður yrði sáttmáli sem tryggði fæðu- öryggi Íslendinga. Einar K. Guðfinnsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, sem einnig tók til máls á þinginu, segir það blasa við að svo miklar hækkanir á aðföngum muni bitna á bændum, afurðastöðvum og neytendum. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort stjórnvöld hlaupi undir bagga svo þessu verði ekki ein- göngu mætt með verðhækkunum. jse@frettabladid.is Langlundargeðið ógnar afkomu bænda Bændur ættu að sækja hækkanir miklu harðar, segir bóndi sem undrast lang- lundargeð kollega sinna. Verið að vinna í málinu, segir formaður Bændasam- taka Íslands. Ráðherra segir óvíst hvort ríkið blandi sér í málið. FRÁ BÚNAÐARÞINGINU Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði að mikilvægt væri að gera sáttmála um mataröryggi Íslendinga. Bóndi í Dalasýslu telur hins vegar að langlundargeð bænda sé farið að ögra því öryggi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Fjallabyggðar segir álver á Bakka við Húsavík mundu geta orðið kjölfesta í atvinnumálum á Norðurausturlandi. „Það er alveg ljóst að Norð- austur land býr ekki við þá þenslu sem er á suðvesturhorni landsins og því skorar bæjarráð Fjalla- byggðar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að af þessum fram- kvæmdum geti orðið sem fyrst,“ segir í ályktun bæjarráðsins, sem bendir á að á síðustu tíu árum hafi íbúum frá Húsavík til Raufar- hafnar fækkað um fimm tán prósent. Það af hafi fólki undir fertugu fækkað um fjórðung. - gar Álver á Bakka: Stuðningur frá Fjallabyggð RÚSSLAND Rússar beindu í gær athygli sinni frá fyrirsjáanlegum forsetakosningum og að dular- fullu opinberu leyndarmáli. Spurningin sem brennur á þjóðinni er hvað leyniþjónustan vill með 3.200 hvítar mýs, sem eru meira en einnar milljónar virði. Leyniþjónustan auglýsti eftir músunum, og fram kom að þær þyrftu að vera hvítar tilraunamýs, kvenkyns og undir átján grömm- um hver. Þær þyrftu að afhendast fyrir lok árs. Yfirvöld hafa harðneitað að upplýsa frekar um hvað ætlast er fyrir með nagdýrin. Málið hefur vakið mikla athygli og fólk veltir fyrir sér hvers kyns tilraunum stjórnvöld standi í. - sh Dularfull auglýsing Rússaríkis: Mikil leynd um 3200 hvítar mýs TILRAUNAMÝS Auglýsing rússnesku leyniþjónustunnar veldur heilabrotum. ÚKRAÍNA Fjórir úkraínskir vinir hafa verið fangelsaðir eftir að hafa myrt og étið félaga sinn. Læknirinn Alexander Stepaniuk bauð fólkinu, tveimur konum og tveimur körlum, í matarboð. Nákvæmlega hvað gerðist í boðinu liggur ekki fyrir, en vitað er að eftir mikla drykkju börðu gestirnir Stepaniuk til bana með hamri. Því næst skáru þeir hann í bita, grilluðu valda hluta og átu. Fjórmenningarnir voru handteknir eftir að nágranni gerði lögreglu viðvart. Þeir báru því við að ódæðið hefði ekki verið neitt persónulegt, þau hefðu bara viljað bragða mannakjöt. - sh Fjórir fangelsaðir í Úkraínu: Læknir étinn í eigin matarboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.