Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 8
 3. mars 2008 MÁNUDAGUR 522 44 00 • www.hertz.is Dagana 3. – 8. mars gefum við 10% af allri leigu kvenna á bílum okkar í styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum. Með því að leigja bíl hjá Hertz út um allt land á þessu tímabili stuðlar þú að auknum mannréttindum kvenna í þróunarlöndunum. Það köllum við fiðrildaáhrif. Fiðrildahátíð UNIFEM verður haldin á Alþjóðadegi kvenna, 8. mars 2008. ÍS L E N S K A S IA .I S H E R 4 12 72 0 2/ 08 FÉLAGSMÁL Landeigendur í Dag- verðarnesi í Skorradal krefjast þess að eigandi sumarhúss á leigu- lóð verði borinn út. Lóðaleigu- samningur sumarhúsaeigandans rann út í nóvember og hefur honum staðið til boða að kaupa lóðina á um níu milljónir króna. „Dýr myndi dalurinn allur,“ segir Runólfur Gunnlaugsson, löggiltur fasteignasali og eigandi sumarhúss í Dagverðarnesi. Lóðaleigusamningur hans rennur út árið 2011, og hefur hann því fylgst grannt með gangi mála. Sumarhúsaeigendur binda gríðar legar vonir við að frumvarp um frístundabyggð sem gjörbreytt gæti réttarstöðu þeirra verði að lögum sem fyrst, segir Runólfur. Frumvarpið er til umfjöllunar hjá félagsmálanefnd Alþingis, og fóru fulltrúar sumarhúsaeigenda í Dagverðarnesi á fund nefndar- innar í vikunni til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Verði frumvarpið að lögum verður réttarstaða þeirra sem eiga sumarhús á leigulóðum tryggð þannig að ekki verði hægt að þvinga þá til að kaupa lóðina dýrum dómum eða flytja bústað- inn ella, segir Runólfur. Leigusamningar þriggja sumar- húsaeigenda í Dagverðarnesi runnu út í nóvember. Tveir keyptu lóðirnar en sá þriðji ekki. Runólfur segir að landeigendur hafi upphaflega boðið leigjendum lóðirnar til kaups haustið 2006. Hver lóð er að jafnaði um fjórð- ungur úr hektara og kostuðu slík- ar lóðir þá um 2,4 milljónir, eða 3,6 milljónir ef þær voru við Skorradalsvatn. Garðar Briem, lögmaður land- eigenda, segir að markaðsvirði lóðar þar sem til stendur að bera sumarhúsaeigandann út sé um níu milljónir króna. Það er ríflega tvöfalt hærra verð en sett var á jörðina fyrir rúmu ári síðan. Þegar er kominn nýr kaupandi að lóðinni, samningur runninn út og ekkert því til fyrirstöðu að krefjast þess að lóðin verði rýmd, segir Garðar. Hann segir eigendur Dagverðar- ness hafa sýnt mikla viðleitni til að leysa málið án aðkomu dóm- stóla. Ekki hafi staðið til boða að endurnýja leigusamninginn. Spurður hvers vegna uppsett lóðaverð hafi rösklega tvöfaldast á rúmu ári segir Garðar það sína skoðun að lóðirnar hafi verið boðnar allt of ódýrt á sínum tíma, níu milljónir sé markaðsverð í dag. Lóðaleigusamningar þriggja til fjögurra sumarhúsaeigenda í Dagverðarnesi munu renna út á hverju ári næstu árin, og því brýnt að frumvarpið um frí- stundabyggð verði að lögum sem fyrst, segir Runólfur. brjann@frettabladid.is Sumarhúss- eigandi verði borinn út Landeigendur í Dagverðarnesi krefjast þess að eig- andi sumarhúss verði borinn út af jörðinni. Lóða- leigusamningur er runninn út og gat eigandi sumar- hússins valið milli þess að flytja húsið á brott eða kaupa lóðina á níu milljónir króna. SKORRADALUR Dagverðarnes er ein af sex lóðum í Skorradal með skipulagðri frístundabyggð. Deilur hafa staðið undanfarin ár þar sem landeigendur vilja ekki endurnýja leigusamninga heldur selja sumarhúsaeigendum lóðir sem hús þeirra standa á. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI ARMENÍA, AP Hermenn og bryn- vagnar sinntu eftirliti á götum Jerevan, höfuðborgar Armeníu, í gær í kjölfar heiftarlegra óeirða daginn áður sem skildu átta manns eftir í valnum og yfir 100 særða og slasaða. Forseti lýðveldisins lýsti yfir tuttugu daga neyðarástandi af þessu tilefni. Robert Kocharian, fráfarandi forseti, lýsti neyðarástandinu yfir á laugardagskvöld, en þann daginn hafði komið til alvarlegra árekstra þátttakenda í götumótmælum og lögreglu. Mótmælendurnir, sem flestir styðja Levon Ter-Petrossian sem hlaut næstflest atkvæði í for- setakosningunum 19. febrúar, telja að stjórnvöld hafi haft rangt við. Flokksbróðir Kocharians, Serzh Sarkisian forsætisráðherra, var kjörinn arftaki hans samkvæmt opinberum úrslitum. Óeirðirnar hófust er lögregla dreifði táragasi til að leysa upp mótmælafund um 15.000 stjórnarandstæðinga. - aa Mannskæðar óeirðir vegna forsetakosninga í Armeníu: Neyðarástand í gildi ÁTÖK Jerevanbúi gengur um sviðinn vettvang óeirðanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.