Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 12
12 3. mars 2008 MÁNUDAGUR HVUNNDAGSHETJA Ragna K. Marinósdóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, er móðir tveggja drengja með DMD (Duchenne muscular dystrophy) sem er erfðatengdur vöðvarýrnunar- sjúkdómur. Hún var á þriðjudaginn valin Hvunndagshetja Fréttablaðs- ins. Í umsögn dómnefndar segir að Ragna hafi nýtt reynsluna af umönnun fatlaðra sona sinna til hagsbóta öðrum foreldrum fatlaðra barna. Segir þar enn frekar að dugnaður hennar í störfum sem snúa að fötluðum börnum og fjöl- skyldum þeirra sé einstakur. Ragn- ar, sonur hennar, var greindur með DMD árið 1980 og annar sonur hennar, Sævar, skömmu síðar. Sævar lést árið 1993. Engin aðstaða í skólanum „Þetta byrjar með því að dreng- irnir eru greindir á þessum árum en þá er Ragnar að hefja sína skólagöngu,“ segir Ragna. „Þá var svolítið búið að ræða að best væri að þeir færu í sérskóla af því að þeir yrðu það mikið fatlaðir í sínum hjólastólum. En við vorum ekki alveg á sama máli og fagfólk- ið.“ Skólabyggingin var ekki hönn- uð með aðgengi fatlaðra í huga. „Svo við þurftum að fara á fund skólastjóra og sveitarstjóra og fá það samþykkt að þeir væru vel- komnir í skólann með þessum hjálpartækjum sem til þurfti.“ Ragna segir bæði skólann og sveit- arfélagið hafa tekið þeim afskap- lega vel. Sama hafi gilt þegar drengirnir fóru í skóla fyrir eldri börn. „Þessi grunnskólaganga þeirra gekk í raun mjög vel. Okkur fannst ekki ástæða til að senda strákana í annan skóla og að það hlyti að vera hægt að koma til móts við þessar þarfir sem og var gert.“ Gott að búa í litlu sveitarfélagi Sveitarfélagið sem þau bjuggu í var ekki stórt svo synir þeirra áttu sömu skólafélaga í leikskóla og grunnskóla. Líf þeirra og fötlun þróaðist með krökkunum. Dreng- irnir bjuggu að því að fólk þekkti þá eða til þeirra. „Þeir áttu afskap- lega skemmtilega og góða æsku á Seltjarnarnesi með sínum vinum. Heimili okkar var nálægt skólan- um svo þeir gátu keyrt sig sjálfir í skólann á hjólastólunum.“ Þeir hafi því verið mun sjálfstæðari fyrir vikið. Miðlað af reynslunni Fjölskyldan var í samskiptum við margt fagfólk. „Fagfólk leitaði svolítið til okkar á þessum tíma þegar aðrir foreldrar voru að lenda í sömu sporum og við vorum í,“ segir Ragna. Meðal annars var fólk að velta fyrir sér aðgengi fyrir hjólastóla í húsum sínum og nánasta umhverfi. „Þannig byrj- aði ég að hitta aðra foreldra,“ segir hún. Í stjórn Umhyggju Árið 1993 var Ragna beðin um að taka sæti í stjórn Umhyggju. „Þá voru foreldrar nánast ekkert inni í þessu starfi heldur aðallega fag- fólk.“ Ragna segir ákveðna vakn- ingu hafa átt sér stað um að það þyrfti að ná foreldrahópunum saman svo foreldrar gætu nýst hverjir öðrum og miðlað af reynslu sinni. Segir hún að í Umhyggju hafi verið unnið mikið og gott starf. Árið 1995 átti hún þátt í að breyta félaginu til núverandi horfs. Átján foreldrafélög eru innan Umhyggju sem kallar á mikil samskipti og mikla vinnu. Að auki hefur hún setið í mörgum nefndum og unnið að ýmsu tengdu félaginu og mál- efninu. „Í gegnum starf mitt hef ég verið tengiliður félagsins við fólk sem vantar aðstoð í kerfinu. Ef fjöl- skyldur fá góðan stuðning og aðstoð í fyrstu skrefunum þá getur það verið góð forvörn fyrir framtíð fjölskyldunnar svo henni gangi betur.“ Sjónarhóll Umhyggja er aðili að Sjónarhóli sem er ráðgjafarmiðstöð fyrir for- eldra barna með sérþarfir. Ragna segir að breytingar hafi orðið á tíðarandanum á Íslandi. Bæði almenningur og stjórn- völd hafi kallað eftir að foreldrar kæmu meira að málum. „Það er oft talað um að sérfræðingar barn- anna séu foreldrar þeirra,“ segir Ragna og bætir við að samstarf milli foreldra og fagfólks hafi auk- ist mjög mikið sem sé af hinu góða. Ávinningurinn Þegar Ragna er spurð hvað hafi áunnist frá því hún hóf sína baráttu segir hún að í fyrstu hafi ekki verið mikla aðstoð að fá. Þá var ekki hægt að leita upplýsinga á netinu svo hún reyndi að nálgast upplýsingar á bókasöfnum og félagasamtök reyndu að hjálpa henni með ýmsum hætti. „Maður náði sér í aðstoð og þekkingu með einhverju krafli,“ segir hún en sem betur fer hafi mikið lagast þótt lengi megi bæta. „Foreldrar eru miklum mun upp- lýstari og hafa meiri tök á að fá upplýsingar.“ Skilningur hafi aukist mikið og í raun hafi foreldrar margir hverjir verið ótrúlega kröftugir í barátt- unni fyrir bættum aðstæðum þess- ara barna og fjölskyldna þeirra. „Almenningur, fyrirtæki og stjórn- völd í landinu hafa verið að taka við sér á undanförnum árum. Það er eitt og annað sem þessir foreldrar hafa haft áhrif á til hins betra fyrir þessar fjölskyldur.“ Áframhaldandi barátta Hún segir málin á góðri leið en í svolitlum hægagangi. En samt sem áður er fólk eins og hún, sem hefur lengi staðið í baráttunni, afskap- lega þakklátt því að ungt fólk í dag er ekki í sömu aðstæðum og þau voru varðandi upplýsingar og fræðslu. „Því ber að fagna sérstak- lega að veikindaréttur er kominn á,“ segir Ragna og vísar þar til lög- gjafar um veikindaleyfi foreldra á vinnumarkaði. „Það er meðal ann- ars það sem áunnist hefur á þess- um árum en margt fleira.“ Næstu skref Hún segir mikið áfall að eignast alvarlega veik eða fötluð börn en í dag fái fólk meiri aðstoð en áður fyrr. Þau hjá Umhyggju eru til dæmis að fara fram á að komið verði upp stöðu sálfræðings á barnaspítalanum. „Við erum að biðja um að fjölskyldurnar séu almennt betur studdar í þessum erfiðleikum sem þær lenda í.“ Er þar átt við sálfræðilegan og sam- félagslegan stuðning. Um Hvunndagshetjuna Að hljóta verðlaun sem Hvunn- dagshetja Fréttablaðsins kom Rögnu mjög á óvart. Hún er ákaf- lega þakklát því fólki sem hefur tekið eftir störfum þeirra hjá Umhyggju og Sjónarhóli. „Ég lít líka á þetta sem viðurkenningu fyrir mæður í þessu landi sem margar hverjar eru búnar að berj- ast mikið fyrir auknum réttindum fyrir börn sín. Ég lít svo á að þær eigi þetta með mér.“ Góður stuðningur mikilvægur Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju og móðir tveggja fatlaðra drengja, er Hvunndagshetja Fréttablaðsins. Hún hefur nýtt reynslu sína af umönnun sona sinna öðrum foreldrum og fjölskyldum til hagsbóta en segir viðurkenninguna vera verðlaun fyrir mæður sem barist hafa fyrir réttindum barna sinna. Olav Veigar Davíðsson ræddi við Rögnu um baráttuna. RAGNA K. MARINÓSDÓTTIR Fagfólk leitaði til fjölskyldunnar og bað hana um að miðla af reynslu sinni til þeirra sem voru í sambærilegum sporum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHYGGJA Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Helstu stefnumál Umhyggju eru meðal annars: ■ Að veita upplýsingar um þarfir langveikra barna. ■ Að benda stjórnvöldum á þessar þarfir. ■ Að hvetja þau til úrbóta á aðbúnaði veikra barna. ■ Að efla samvinnu innlendra og erlendra félaga sem hafa sam- bærilega stefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.