Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 3. mars 2008 23 Vandræðagemling- urinn Lindsay Lohan segir að streita vegna mikillar vinnu hafi valdið því að hún leidd- ist út í vímu- efnaneyslu og fór í framhaldinu í meðferð á síðasta ári. Hún segist einnig hafa notað vímu- efnin til að komast í gegnum þann sársauka sem fylgdi því að hafa ekki föður sinn, Michael, hjá sér. „Það var mikið í gangi í lífi mínu og ég var að flýja frá því,“ sagði Lohan, sem ætlar að koma lífi sínu á réttan kjöl sem allra fyrst. Leikkonan og mannvinurinn Ang- elina Jolie hefur hvatt bandarísk stjórnvöld til að halda herliði sínu í Írak og auka við aðstoð sína til þeirra flóttamanna sem þar búa. Jolie, sem er góðgerðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna, skrifaði nýverið grein í dagblaðið The Washington Post þar sem hún lýsir heim- sókn sinni til landsins. „Heimsókn mín styrkti mig í þeirri trú að okkur ber ekki bara siðferðisleg skylda til að hjálpa fjölskyldum í Írak heldur hefur vera okkar í landinu líka áhrif til langs tíma á öryggi þjóðar okkar,“ sagði hún. FRÉTTIR AF FÓLKI Bandarísk yfirvöld rannsaka þessa dagana tvo lækna sem meðhöndluðu leikarann Heath Ledger áður en hann lést 22. janúar. Vilja þau skera úr um hvort þeir hafi brotið lög þegar þeir gáfu honum lyfin sem drógu hann til dauða. Ledger lést í íbúð í New York eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af verkja-, kvíða- og svefnlyfjum. Leikarinn Charlie Sheen hefur hvatt bandaríska sjónvarpsáhorf- endur til að sniðganga nýjan raun- veruleikaþátt fyrrverandi eiginkonu sinnar Denise Richards. Sheen er bálreiður yfir því að tvær ungar dætur þeirra, Sam og Lola, komi fram í þættinum. „Maður fer ekki í réttarsal til að koma í veg fyrir slíkt nema maður standi fyllilega á bak við það,“ sagði Sheen. Útivistarmaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem landsmenn þekkja nú sem dómara í Gettu betur, rit- stýrir tímaritinu Útiveru. Fyrsta tölublað Útiveru í rit- stjórn Páls Ásgeirs Ásgeirs sonar er komið út. Tímaritið hefur komið út síðan árið 2002 og fjall- ar um ferðalög og útivist í sem víðustum skilningi. „Hugmyndin er að dekka þetta allt frá sauma- klúbbum í sunnudagsgöngu til ísklifurs af efstu gráðu,“ segir Páll, „og reyna bæði að skemmta og fræða.“ Páll hefur skrifað allmargar ferðabækur um Ísland, bæði fyrir göngu- og ökufólk. „Ég er alinn upp í mjög afskekktri sveit og við þær aðstæður myndar maður sterk tengsl við náttúr- una sem slitna aldrei. Það er sanngjarnt að segja að ég sé búinn að liggja úti síðan 1987-88. Fyrsta leiðsögubókin mín kom út árið 1994, en það var reyndar ekki fyrsta bókin mín því ég skrifaði ævisögu Hallbjörns Hjartarsonar árið 1990.“ Páli er illa við að ljóstra upp um uppáhaldsstaðinn sinn á Íslandi. „Við skulum bara segja að allir staðir fjarri manna- byggðum séu mínir uppáhalds- staðir. Upplifunin af náttúrunni er ekki bundin við þann stað sem þú ert á. Mér eru alltaf efstir í huga þeir staðir sem ég á eftir að koma á. Þeir halda fyrir mér vöku. Ég á til dæmis Þjórsárver- in eftir, sem er verulega ámælis- vert, en ég hyggst bæta fyrir það í sumar.“ Á forsíðu fyrsta heftis Páls Ásgeirs er fjallagarpur með það karlmannlega nafn Jósep Hólm- járn. „Hann er þjóðsagna persóna í lifanda lífi,“ segir ritstjórinn, „orðlagður fjallagarpur og farar- stjóri sem hefur oft komist í hann krappan. Fyrirsögnin „Dansað við dauðann“ stendur fyllilega fyrir sínu. Til að draga úr hetjuskapnum segi ég svo eigin reynslusögu af því þegar ég fór niður um vök í Sandklufta- vatni. Ég varð skíthræddur og eiginkonan, helmingi léttari en ég, þurfti að fiska mig upp.“ gunnarh@frettabladid.is Dregur úr hetjuskapnum með sögum af sjálfum sér ALINN UPP Í AFSKEKKTRI SVEIT Páll Ásgeir með fyrsta hefti Útiveru í hans umsjón. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.