Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 56
24 3. mars 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is                                                  Ragnar Óskarsson verður ekkert meira með liði sínu, USAM Nimes, á þessu tímabili í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að hafa orðið fyrir meiðslum. „Ég fékk slæmt högg á hnéð í leik í desember og í samráði við sjúkraþjálfara liðsins var sú ákvörðun tekin að ég myndi hvíla í sex vikur og reyna að jafna mig á þessu og jafnframt styrkja mig í hnénu. Ég var svo kominn á fullt aftur og var að vonast til þess að vera laus við meiðslin þegar þau tóku sig upp aftur um síðustu helgi í sigurleik gegn Sélestat,“ sagði Ragnar, sem ætlar að fara í aðgerð. „Þetta fór eiginlega á versta veg þar sem hnéð heldur ekki lengur. Krossbandið er ekki slitið en það hefur orðið fyrir nógu miklu hnjaski til þess að það gerir ekki lengur sitt gagn. Ég er búinn að velta því mikið fyrir mér hvað ég eigi að gera í stöðunni og hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir mig að fara í aðgerð og ég mun fara í hana á næstu dögum. Með aðgerðinni get ég verið viss um að þetta verði lagað almennilega, í stað þess að vera alltaf að vona að hnéð haldi og svo framvegis,“ sagði Ragnar, sem hefur áður lent í svipuðum meiðslum. „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að lenda í þessu. Ég sleit krossbandið í sama hné fyrir sex árum þannig að ég veit hvernig þetta ferli virkar og veit hvað maður þarf að gera, sem hjálpar mér örugglega. Það eru að minnsta kosti sex mánuðir sem krossbandið þarf til þess að jafna sig eftir aðgerðina og það er í raun engin töfralausn til í þessu dæmi,“ sagði Ragnar, sem lætur mótlætið ekki á sig fá. „Ég ætla bara að nálgast þetta á jákvæðum nótum og nota tímann vel til að vinna í sjálfum mér bæði líkamlega og andlega og gera mig kláran fyrir næsta tímabil. Ég kem bara jafn sterkur eða enn sterkari til baka eftir meiðslin en ég á enn tvö ár eftir af samningi mínum við USAM Nimes og ætla mér að klára síðustu árin í boltanum á fullu,“ sagði Ragnar ákveðinn. HANDBOLTAKAPPINN RAGNAR ÓSKARSSON: FER Í AÐGERÐ Á HNÉ OG VERÐUR FRÁ Í MINNST SEX MÁNUÐI Ætla mér að koma sterkari til baka eftir meiðslin KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir hélt uppteknum hætti og lék vel með liði sínu TCU í 87-57 sigurleik gegn UNLV í bandaríska háskólaboltanum í fyrrinótt. Helena skoraði 15 stig og hitti úr fimm af sjö skotum sínum undir körfunni og hitti úr fimm af sex vítaskotum og var stigahæst leikmanna TCU. Enn fremur tók Helena flest fráköst leikmanna TCU, eða sex, og átti þrjár stoðsendingar á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. - óþ Háskólakörfuboltinn í USA: Helena stiga- hæst í sigri STÖÐUG Helena hefur jafnan verið með betri leikmönnum TCU í vetur. TCU/KEITH ROBINSON FÓTBOLTI Eggert Gunnþór Jónsson, 19 ára, hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Hearts í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur en í nýlegu viðtali hans við Edinburgh Evening News kvaðst hann einbeittur að ná betri árangri með liðinu. „Þetta hefur verið frábært tímabil á persónulegum nótum, að fá loks tækifæri í byrjunarliðinu, en ég er enn að læra og þarf að leggja mikið á mig til þess að þróa leik minn áfram. Liðinu er því miður ekki búið að ganga sem best miðað við væntingar en það eru þó ákveðin batamerki á leik okkar eftir að Stephen Frail tók við starfi knattspyrnustjóra,“ sagði Eggert Gunnþór en Hearts er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar eftir 0-3 sigur gegn Inverness í fyrradag. - óþ Eggert Gunnþór Jónsson: Batamerki eftir að Frail tók við > Aðstoðarþjálfari brátt tilkynntur Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, vinnur nú hörðum höndum ásamt HSÍ að því að finna sér aðstoðarmann og nú mun leitin vera langt komin. „Ég reikna með því að leitinni ljúki brátt og málið er í fullri vinnslu. Þetta gæti legið ljóst fyrir á þriðjudag eða mið- vikudag og kannski fyrr,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann vildi þó vitanlega ekki tjá sig um hver eða hverjir væru í sigtinu fyrr en málið væri frá- gengið en Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Vals, hefur sterklega verið orðaður við stöðuna undanfarið. FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading á ný á laugardag þegar liðið náði mikil- vægum sigri gegn Middlesbrough með marki James Harper á loka- sekúndunum á Riverside-leik- vanginum. Brynjar Björn Gunnars- son var ekki í liði Reading vegna þrálátra meiðsla í nára sem hafa haldið honum lengi frá keppni. Ívar, sem bar fyrirliðabandið að nýju í leiknum, var afar sáttur í viðtali sem birtist á heimasíðu Sky Sports í gær. „Þetta er vonandi vendipunktur hjá okkur á tímabilinu,“ sagði Ívar en Reading hafði tapað átta leikj- um í röð í ensku úrvalsdeildinni þar á undan og hafði ekki unnið leik síðan liðið lagði Sunderland að velli á Madejski-leikvanginum 22. desember síðastliðinn. „Þegar átta leikir tapast í röð hefur það augljóslega áhrif á sjálfstraustið og ég er afar stoltur og ánægður með að við höfum nú náð að enda það slæma gengi,“ sagði Ívar, sem er bjartsýnn á framhaldið. „Vonandi getum við byggt ofan á þennan leik og fengið fullt sjálfs- traust fyrir næsta leik í deildinni, gegn Manchester City. Allir lögðu sitt af mörkum gegn Middles- brough og þannig þarf það að vera út leiktímabilið,“ sagði Ívar. Reading er sem stendur í fallsæti en með jafn mörg stig og Íslend- ingaliðið Bolton, þar sem Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helgu- son leika, sem er í sautjánda sæti. „Þetta er erfið staða sem við erum komnir í og við gerum okkur alveg fyllilega grein fyrir því. Leikmenn Reading lögðu gríðar- lega mikla vinnu á sig á sínum tíma til þess að geta loks spilað í bestu deild í heiminum, ensku úrvalsdeildinni, og við þurfum klárlega að leggja allt í sölurnar til þess að hanga uppi í ár,“ sagði Ívar raunsær í viðtali við Sky Sports í gær. - óþ Íslendingaliðið Reading náði loksins að vinna leik í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag eftir átta tapleiki í röð: Vonandi vendipunktur á tímabilinu FYRIRLIÐINN Ívar Ingimars- son fór fyrir sínum mönnum á Riverside-leikvanginum í fyrradag og kvaðst bjartsýnn á framhaldið í viðtali við Sky Sports. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni þegar leikið var í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku í sigurleik GOG Svendborg gegn Pick Szeged og Alfreð Gíslason og lærisveinar hans Guðjón Valur Sigurðsson og Sverre Andreas Jakobsson gerðu góða ferð til Slóveníu og sigruðu þar RK Gor- enje Velenje. Róbert Gunnarsson var hvíldur vegna veikinda. Snorri Steinn, Ásgeir Örn og félagar þeirra í GOG Svendborg eru í fínni stöðu í 4. riðli Meistara- deildar Evrópu eftir 28-25 heima- sigur danska liðsins gegn ung- verska liðinu Pick Szeged í gær. Snorri Steinn Guðjónsson var ágætlega sáttur þegar Fréttablað- ið náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta var ágætur sigur en það þurfti svo sem ekki frábæra spila- mennsku af okkar hálfu til þess að innbyrða sigur í leiknum. Við vorum þremur mörkum undir í hálfleik og náðum að bæta leik okkar nógu mikið í síðari hálfleik til þess að vinna leikinn,“ sagði Snorri Steinn, sem skoraði fjögur mörk í leiknum. GOG Svendborg er í öðru sæti riðilsins á eftir stór- liði Barcelona en bæði lið eru með sex stig á meðan Pick Szeged og slóvenska liðið Celje Lasko eru jöfn í 3.-4. sæti með tvö stig hvort þegar tveir leikir eru eftir í riðlin- um. GOG Svendborg mætir Barcelona í úrslitaleik um topp- sæti riðilsins og Snorri Steinn er spenntur yfir því. Úrslitaleikur gegn Barcelona „Það er gaman að fá svona stóran leik og við mætum bara fullir sjálfstrausts til Barcelona um næstu helgi eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna í Danmörku. Við stefndum að því að vera í barátt- unni við Barcelona um toppsætið og það er bara mjög jákvætt að það sé niðurstaðan þó svo að Barcelona sé vissulega sigur- stranglegra,“ sagði Snorri Steinn. Gummersbach eygir von Íslendingaliðið Gummersbach er nú komið upp að hlið Montpellier í 2. riðli Meistaradeildarinnar eftir 21-29 sigur liðsins gegn slóvenska liðinu RK Gorenje Velenje í gær. Gummersbach og Montpellier eru með fjögur stig þegar tveir leikir eru eftir en Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, er á toppi riðilsins með sex stig. Alfreð Gíslason var afar sáttur með leik sinna manna í gær. „Þetta var virkilega góður leik- ur hjá okkur og ég var sérstaklega ánægður með vörnina þar sem Sverre Andreas átti góðan leik. Guðjón Valur var með fimm mörk og stóð sig einnig vel en Róbert var veikur og ég ákvað að hvíla hann fyrir leikinn gegn Montpelli- er á miðvikudag, sem er úrslita- leikur fyrir okkur. Það væri gaman að geta átt tölfræðilega möguleika á efsta sætinu í lokaleiknum gegn Ciudad Real,“ sagði Alfreð í við- tali við Fréttablaðið í gærkvöldi. omar@frettabladid.is Íslendingar á flugi í Meistaradeildinni Íslendingaliðin GOG Svendborg frá Danmörku og Gummersbach frá Þýskalandi unnu sína leiki í Meistara- deild Evrópu í handbolta í gær. Bæði lið standa vel að vígi fyrir síðustu tvær umferðir riðlakeppninnar. GUMMERSBACH Á ENN VON Alfreð Gíslason og lærisveinar hans eiga enn von í Meistaradeild Evrópu eftir sigurinn í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY EKKERT GEFIÐ EFTIR Landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson stendur hér í ströngu í baráttunni með GOG Svendborg í leik í Meistaradeild Evrópu. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.