Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 3. mars 2008 27 FÓTBOLTI Wayne Rooney, framherji Manchester United, á sér drauma um að komast áfram sem tónlistar- maður en hann sinnir þessu áhuga- máli sínu af miklum krafti þessa dagana. Rooney á svipaðan draum og flestir aðrir drengir að spila á gítar og hefur verið að mæta í gít- artíma síðustu vikur. Það hefur ekki gengið sem skyldi og því hefur Rooney lagt gítarnum og er nú byrjaður að æfa á trommur. „Ég var að reyna að læra á gítar en var orðinn vitlaus á því. Það er virkilega erfitt,“ á Rooney að hafa sagt við breska slúðurblaðið The Sun en með fréttinni fylgir að Rooney hafi einnig átt erfitt með að læra á nótur. Það er spurning hvort Rooney hafi æft sig á gítarinn sem Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, árit- aði er Rooney átti afmæli. Þá kom unnusta Rooneys rauðum gítar til Gallagher og bað hann um áritun þar sem Rooney er mikill Oasis- aðdáandi. Gallagher, sem heldur með erki- óvinum United, Manchester City, var mjög hissa á bóninni en varð við henni. Fyrst lét hann samt spreyja gítarinn í litum Man. City og skrifaði síðan á hann: „Til ham- ingju með afmælið, fituhlunkur“. - hbg Wayne Rooney er kominn á fulla ferð í tónlistinni: Rooney lemur húðir GETUR EKKI LÆRT Á GÍTAR Wayne Rooney hefur gefist upp á að læra á gítar og er sestur við trommusettið í staðinn. Hann sést hér á NBA-leik með unnustu sinni, Coleen McLoughlin. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Gamla kempan Teddy Sheringham hjá Colchester Unit- ed, sem verður 42 ára í næsta mánuði, hefur loksins ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu í lok tímabilsins í ár eftir 26 ára langan feril sem atvinnumaður. „Ég hef notið mín til hins ítr- asta og vil þakka öllum þeim sem tóku þátt í og hjálpuðu mér á þessu frábæra ferðalagi. Pabbi minn var að vonast til þess að ég myndi halda áfram og reyna að slá met Sir Stanley Matthews sem hætti þegar hann var fimmtugur en ég held að þetta sé rétti tíminn fyrir mig til að hætta,“ sagði Shering- ham, sem byrjaði ferilinn hjá Milwall árið 1982 en var á hátindi ferilsins með Manchester United þar sem hann vann þrjá deildartitla og átti stór- an þátt í velgengni Unit- ed árið 1999 þegar liðið vann þrennuna með sigri í deildinni, FA-bik- arnum og Meistara- deildinni. - óþ Teddy Sheringham leggur senn skóna á hilluna: Pabbi vildi að ég tæki 8 ár í viðbót STÓR STUND Sheringham fagn- ar sigri í Meistaradeildinni með Beckham. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.