Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar 8.27 13.40 18.53 8.16 13.24 18.34 Í dag er mánudagurinn 3. mars, 63. dagur ársins. Skynsamlegustu skrif sem birst hafa um íslensk efnahagsmál í háa herrans tíð eru eftir Andrés Magnússon geðlækni. Þótt ég sé að sjálfsögðu fremur sjúklingur en læknir deili ég ákveðinni kvíða- tilfinningu með Andrési. Reyndar hlýtur það að vera áhyggjuefni að sá okkar Íslendinga sem einna glúrnastur er í peningamálum segir að nýeinkavæddir bankarnir séu á nippinu með að fara á haus- inn. Ríkisreknir bankar voru ekki upp á marga fiska en hengu samt á floti svo að maður var að vona að jakkafataviðundrin færu ekki að klúðra starfsemi sem felst í því að lána verðtryggða peninga á okur- vöxtum. SJÁLFUR hef ég aldrei fundið mikinn mun á efnahagslegum hæðum og lægðum enda er minn staður í tilverunni á efnahagslegu lægðasvæði þar sem aldrei er flugveður fyrir einkaþotur. FJÁRMÁLASNILLINGAR koma mér forneskjulega fyrir sjónir. Bossklæddir viðskiptajöfrar nútímans þykja mér jafn ámátlegir og brynklæddir riddarar miðalda. Nú þarf svonefnt „viðskiptavit“ til að græða meðan riddarastétt forn- aldar byggði upp veldi sitt í krafti líkamlegra yfirburða líkt og svo- nefndir handrukkarar gera enn í dag. Það er orðin ríkjandi skoðun að handrukk sé komið úr tísku og fáránlegt sé að menn afli sér fjár nema með „viðskiptaviti“. MIÐAÐ við stormviðvaranir um aðsteðjandi fjárhagslega fellibylji er kvíðvænlegt að sjá tómlæti yfirvalda um að koma almenningi í skjól áður en húsin fara að fjúka ofan af landsmönnum. Forsætis- ráðherrann okkar heimsækir Evr- ópusambandið og tilkynnir í því tilefni að Evrópusambandsum- sókn sé alls ekki á dagskrá. Þetta er svipað og dr. Ólafur Ragnar gerði sér ferð í Valhöll og erindið væri að tilkynna að frú Dorrit og hann séu ekki að hugsa um að ganga í Flokkinn. Utanríkisráð- herrann er hins vegar upptekinn við að koma Íslandi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og undirbúa sig fyrir útrásarráðstefnu á Bar- bados. Það er vitanlega mikilvægt að Barbadossar fái vitneskju um hvað Íslendingar eru frábærir þótt enn hafi ekki komist í verk að opna þar sendiráð. KANNSKI er ég að hengja bak- ara fyrir smið. Kannski stendur það upp á Almannavarnir en ekki ríkisstjórnina að bregðast við efnahagslegum stormviðvörun- um? Stormviðvörun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.