Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 10
 5. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR PÍTUBAKKI 2.390 kr. ÁVAXTABAKKI 2.480 kr. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri gó›ir ávextir. N†TT PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* *Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar. Tikka masala kjúklingur, jöklasalatog pítubrau›. Reykt skinka, eggjasalat, jöklasalat og pítubrau›. Nánari uppl‡singar á somi.is N†TT RV U N IQ U E 03 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glæsilegt yfirbragð - við öll tækifæri Á tilboðií mars 2008LinStyle dúkar og servíettur, NexxStyle servíettur, yfirdúkar og kerti LinStyle servíettur 40cm 50stk, í ýmsum litum 878 kr. LinStyle dúkur 1,20x20m í ýmsum litum 2.786 kr. Yfirdúkur 60cmx25m í ýmsum litum 2.388 kr. Kerti rústik 13x7cm í ýmsum litum 239 kr. AÐALFUNDUR Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar verður haldinn laugardaginn 8. mars kl. 13.00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf. Aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Stjórnin ALÞINGI Þingmenn allra flokka – utan Sjálfstæðisflokksins – furða sig á að frumvarp um afnám eftir- launalaga þingmanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Íslands hafi ekki verið rætt í alls- herjarnefnd þingsins. Um leið lýsa þeir yfir stuðningi við frum- varp Valgerðar Bjarnadóttur Sam- fylkingunni þar að lútandi. Í umræðum um störf þingsins grennslaðist Valgerður Bjarna- dóttir fyrir um afdrif frumvarps síns um afnám laganna. Birgir Ármannsson, formaður allsherjar- nefndar, upplýsti að málið hefði borist nefndinni á haustdögum, það hefði verið sent út til umsagnar en ekki hlotið umfjöllun að öðru leyti – ekki frekar en önnur þing- mannamál. Sitji við sama borð og aðrir Ögmundur Jónasson VG sagði frumvarpið snúast um hvort alþingismenn, ráðherrar og æðstu embættismenn ættu að fá sérkjör eða sömu kjör og aðrir landsmenn og Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, sagði þingmenn eiga að sitja við sama borð og aðrir og ekki vera í sjálftöku. Siv Friðleifsdóttir Framsóknar- flokki sagði flokk sinn hafa álykt- að um að jafna ætti lífeyrisrétt- indin. Kvað hún Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi for- mann, hafa beitt sér fyrir breyt- ingum sem ekki hefðu náð fram að ganga. Benti hún jafnframt á að kveðið væri á um endurskoðun laganna í stjórnarsáttmálanum. Þingið stundum snöggt til Ellert B. Schram Samfylkingunni sagði lögin smánarblett á þinginu en Mörður Árnason flokksbróðir hans dró úr yfirlýsingu Sivjar Friðleifsdóttur um breytingavilja Halldórs Ásgrímssonar. Sagði hann formanninn fyrrverandi aðeins hafa viljað að lífeyristaka væri ekki möguleg ef viðkomandi starfaði áfram á vegum ríkisins. Mörður fagnaði hins vegar að Framsókn hefði skipt um skoðun enda hefðu Siv og allir hennar samflokksmenn greitt atkvæði með málinu á sínum tíma. Valgerður Bjarnadóttir tók aftur til máls og lýsti vonbrigðum með að allsherjarnefnd fjallaði ekki um kjör þingmanna þegar þau ætti að færa til samræmis við kjör annarra en hefði greinilega nægan tíma þegar kjörin ætti að bæta. Vísað hún þar til frumvarps um aðstoðarmenn þingmanna sem nú er til meðferðar. Að endingu benti Helgi Hjörvar Samfylkingunni á að Valgerður hefði mælt fyrir tillögu sinni í októ ber en nú væri mars. Mælt hefði verið fyrir eftirlaunafrum- varpinu á sínum tíma í desember og það afgreitt í þeim sama desem- ber. bjorn@frettabladid.is Eftirlaunin eru smán Alþingis Ef marka má umræður á Alþingi í gær er þingmeiri- hluti fyrir afnámi laga um eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna þjóðarinnar. FRÁ ALÞINGI Flokksbræðurnir Grétar Mar Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson stinga saman nefjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Vill að allir opinberir starfsmenn njóti sömu lífeyri- skjara FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÓMALÍA, AP Hundruð íbúa í bænum Dobley í Sómalíu mót- mæltu í gær loftárás Bandaríkja- manna á hús í bænum á mánudag. Mótmælendurnir, aðallega konur og börn, hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjunum. Starfsmaður hjálparsamtaka sem staddur er í bænum segir orrustuþotur hafa flogið aftur yfir svæðið í gær, en ekki gert árás á bæinn. Bandarísk stjórnvöld segja árásina hafa beinst að þekktum hryðjuverkamanni. Átta eru sagðir alvarlega sárir eftir árásina, þar á meðal fjögur börn, en það hefur ekki verið staðfest. - bj Segja átta særða eftir loftárás: Bandarískri árás mótmælt Rafmagn af hluta Eskifjarðar Rafmagn fór í skamma stund af hluta Eskifjarðar í gær þegar vinnuvél rakst upp í rafmagnsstreng. Hvorki slys á fólki né skemmdir hlutust af. LÖGREGLUFRÉTTIR Tekist á um lokun leikskóla Foreldrar og leikskólakennarar í Fjarðabyggð deila nú um sumar- lokun skólanna. Foreldrar skora á bæjaryfirvöld að endurskoða lokun leikskólanna í fimm vikur samfleytt. Starfsmenn á leikskólunum skora á bæinn að falla frá áformum um að loka leikskólum einungis í tvær vikur að sumri. FJARÐABYGGÐ VERÐLAG Neytendasamtökin efast um að hækkun á matvöruverði að undanförnu skýrist eingöngu af hækkun á heimsmarkaðsverði og veikingu krónunn- ar. Hafa samtökin ritað forsætisráðherra bréf og hvatt hann til að beita sér fyrir stofnun samráðsvett- vangs í anda gömlu þjóðarsáttarinnar sem beiti sér gegn verðhækkunum á matvöru. Samtökin hafa jafnframt óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið að það rannsaki verðhækkanir á matvörumarkaði og ástæður þeirra. Neytendasamtökin telja yfirlýst markmið nýgerðra kjarasamninga í hættu en takmark þeirra var að bæta stöðu fólks með lægri tekjur og tryggja stöðugleika. Segir í bréfinu til forsætisráðherra að verðhækkanir leiði ekki aðeins til hækkaðs verðs og aukinnar verðbólgu heldur einnig til mikillar hækkunar á verðtryggðum skuldum heimilanna. „Með þeim háu vaxtagjöldum sem nú ríkja er ljóst að mikill vítahringur víxlverkana verðlags og launa getur farið af stað og valdið neytendum og atvinnu- lífinu ómældu tjóni ef ekkert er að gert,“ segir í bréfi samtakanna. - bþs Vilja kanna hvort framleiðendur, birgjar og smásalar skáki í skjóli heimsmarkaðar: Hækkanir brotnar til mergjar MATARINNKAUP Neytendasamtökin hvetja forsætisráðherra til að beita sér fyrir samráðsvettvangi í anda gömlu þjóðarsáttar- innar sem beiti sér gegn verðhækkunum á matvöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.