Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. mars 2008 13 SVÍÞJÓÐ, AP Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Skandinavíu í vetur. Raunar má segja að vetrinum hafi lokið áður en hann hófst. Skordýr eru þegar byrjuð að skríða úr skógarfylgsnum og blóm tekin að springa út á grænum grasflötum. Meðaltalshitinn í Stokkhólmi í desember, janúar og febrúar var 2,2 gráður á Celsíus, sem er hæsti hiti á þessum árstíma sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1756. „Þetta er hlýjasti vetur sem nokkru sinni hefur mælst,“ sagði John Ekwall hjá veðurstofu Svíþjóðar. - gb Hlýr vetur í Skandinavíu: Aldrei mælst hlýrri vetur HAFNARFJÖRÐUR Betur hefur gengið nú en áður að ráða í lausar stöður við leikskóla Hafnar- fjarðar. Í lok janúar vantaði starfsfólk í 22,12 stöðugildi í tíu skóla en nú vantar í 12,6 stöðu- gildi í sjö leikskóla. Horfið hefur verið frá lokunum á leikskólanum Stekkjar ási. Hjá Hafnarfjarðabæ hefur verið unnið markvisst að aðgerð- um í starfsmannamálum leikskól- anna, segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ, og kosta þær rúmar 200 milljónir króna á þessu ári. Greitt er fyrir matartíma og starfsmenn eiga kost á líkams- ræktarstyrkjum svo dæmi séu nefnd. - ghs Leikskólar Hafnarfjarðar: Lokunum hætt á Stekkjarási LOKUNUM HÆTT Hætt hefur verið lok- unum deilda á leikskólanum Stekkjarási í Hafnarfirði þar sem betur gengur að ráða fólk. DÓMSMÁL Kristján S. Guðmunds- son, fyrrverandi skipstjóri hjá Eimskipafélaginu, sagðist við fyrir töku meiðyrðamáls Björgólfs Guðmundssonar gegn Kristjáni í Héraðsdómi Reykjavíkur bera takmarkaða virðingu fyrir dóm- stólum á Íslandi. Kallaði hann dómara við Héraðsdóm Reykja- víkur óþokka og krafðist þess að afskipti dómstólsins af málinu yrðu engin. Í máli sínu vísaði Kristján, sem ver sig sjálfur, til fyrri mála við héraðsdóminn. Sagði hann ferli innan dómstóla og niðurstöður dóma sýna að geðþóttaákvarðanir dómara stjórnuðu og rotið hugar- far viðgengist í dómum héraðs- dóms. Kallaði hann starfsemi dómsins hryðjuverkastarfsemi þar sem ekki væri farið að lögum landsins. Ásgeir Magnússon héraðsdóm- ari ætlar sér tíma til 13. mars til að fara yfir kröfu Kristjáns. Þá verður einnig felldur úrskurður um kröfu Kristjáns um að héraðs- dómur hafi heldur engin afskipti af meiðyrðamáli Landsbanka Íslands gegn Kristjáni. Bæði málin snúast um orð Kristj- áns í grein hans í Morgunblaðinu í lok október síðastliðnum. Fjallaði Kristján þar um kaup Björgólfs Guðmundssonar á Eimskipafélagi Íslands og umsýslu Landsbankans á fjármunum lífeyrissjóðs starfs- manna Eimskips. - ovd Kristján krefst þess að afskipti Héraðsdóms Reykjavíkur verði engin af málinu: Rotið hugarfar í héraðsdómi KRISTJÁN S. GUÐMUNDSSON Flutti harðorða ræðu um vinnubrögð héraðs- dóms við fyrirtöku meiðyrðamáls gegn honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SERBÍA, AP Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, hvatti í gær alla stjórnmálaflokka landsins til að styðja ákvörð- un sína um að hafna nánari tengslum við Evrópusambandið (ESB) nema aðildarlöndin höfnuðu sjálfstæði Kosovo. Serbía hefur neitað að staðfesta sjálfstæði Kosovo. Kostunica krefst þess að ESB staðfesti að Kosovo sé órjúfanleg- ur hluti af Serbíu áður en fyrsta skref Serbíu í átt að aðild að ESB verði stigið. Skiptar skoðanir um ESB eru taldar líklegar til að fella samsteypustjórn Kostunica. - bj Forsætisráðherra Serbíu: Vill minni tengsl við ESB VOJISLAV KOSTUNICA - „Fyrrum ráðamaður í félaginu Hafskip hf. () tekst með tilkomu Rússagulls að ná yfirhöndinni í hlutabréfaeign Hf. Eimskipafélags Íslands.“ - „Eftir yfirtöku á Hf. Eimskipafélagi Íslands svo og Landsbankanum réðust ráðamenn þar í að sölsa undir sig umræddan lífeyrissjóð með slíkri ósvífni að glæpsamlegt yrði talið í siðmenntuðum heimi.“ - „Afskipti af rekstri (Lífeyrissjóðs Hf. Eimskipafélags Íslands) eru í þá veru að einræðisöfl í Rússlandi eru sem hvítvoðungar í saman- burði við það framferði sem sýnt hefur verið af hálfu ráðamanna Landsbankans.“ MEÐAL ORÐA KRISTJÁNS Í GREININNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.