Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 21
][ „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Vegabréf má ekki gleymast þegar farið er í ferðalög. Mörg hótel og jafnvel verslanir víða erlendis fara fram á vegabréf þegar bókað er inn eða þegar greitt er með greiðslukorti. Ferd.is gaf út um nýliðna helgi tvo ofurspennandi ferðabæk- linga um Taíland og Balí, Lombok og Java, en ferðaskrif- stofan skipuleggur einstakl- ings- og hópferðir með litlum fyrirvara til framandi staða um allan heim. „Ferd.is býður allt öðruvísi ferða- lög en Íslendingar hafa átt að venj- ast hingað til,“ segir Jón Haukur Daníelsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofanna Ferd.is og Islandsrejser í Kaupmannahöfn. Ferd.is er eina ferðaskrifstofan hérlendis sem hefur rekstrarleyfi á öllum Norðurlöndunum, þar sem neytendalöggjöfin er eldri og þró- aðri en hér tíðkast. „Við bjóðum lúxuspakka um gjörvallt Taíland, en í þeim kynn- ast Íslendingar hinu rétta andliti tælensku þjóðarinnar. Við höfum orðið vör við neikvæða umfjöllun um Taíland og viljum leggja ofur- áherslu á að kynna landið á réttan hátt, með öllum sínum fjölbreyti- leika og fegurð. Eins og aðrar ferðaskrifstofur á Norðurlöndum störfum við eftir ákveðinni umhverfis- og mannúðarstefnu og bjóðum viðskiptavinum okkar ekki upp á ferðalög til Pattaya í Taílandi, Kúbu, Natal í Brasilíu eða borga í Austur-Evrópu sem þekktar eru fyrir kynlífsiðnað og barnavændi. Það flokkast undir ábyrga ferðamennsku,“ segir Jón Haukur, sem skipuleggur ferðalög í samvinnu við stefnu dönsku sam- takanna Red Barnet sem eru aðilar að samtökunum Save the Children. „Fátækt og vonlaus framtíð eins til tveggja milljóna barna í heim- inum þvingar þau til að selja lík- ama sinn og það vandamál hefur vaxið í takt við það að hægt er að fá ódýra flugmiða sem gerir fleir- um kleift að ferðast til fjarlægra staða. Taíland var eitt sinn sam- nefnari fyrir ferðamannaland þar sem barnavændi var stundað, en misnotkun á börnum finnst á mörgum öðrum stöðum, eins og Kambódíu, Srí Lanka, Afríku, Mið- Ameríku og Austur-Evrópu,“ segir Jón Haukur, sem hvetur ferða- menn til að sýna ábyrgð með því að vernda börn á kynlífsferða- mannastöðum. „Pakkaferðir okkar eru ekki heilagar að því leyti að unnt er að skipuleggja draumaferðalagið og púsla saman einum pakka við annan í þeirri röð sem ferðalang- inn dreymir um. Lágmarksfjöldi í hóp er tveir, en ekkert þak er á fjölda ferðalanga. Með fyrir- hyggju má bóka lægri fargjöld en Íslendingar hafa áður séð, en auð- veldlega má komast hvert í heim sem er strax á morgun, ef því er að skipta,“ segir Jón Haukur sem á næstu dögum setur inn íslenska bæklinga um ferðalög á Nýja- Sjálandi og Malasíu. „Við bókum hótel, bílaleigur og allt áætlunarflug fyrirfram hér heima, ásamt því að sjá um ferða- tryggingar. Því á ekkert að koma á óvart eða fara úrskeiðis á áfanga- stað og allur aðbúnaður og farar- stjórn er hreinasti lúxus.“ thordis@frettabladid.is Hið rétta andlit Taílands Dásamlegur árbítur á Balí. Jón Haukur Daníelsson, framkvæmda- stjóri Ferd.is og Islandsrejser í Danmörku. Ábyrgir ferðamenn SEM FERÐAMAÐUR MEÐ ÁBYRGÐ GETUR ÞÚ GERT EFTIRFARANDI TIL AÐ VERNDA BÖRN: 1. Tilkynntu lögreglu á staðnum eða fararstjóra/leiðsögumanni ef þú hefur grun um barnamis- notkun. Ef það er ekki mögulegt á staðnum, hafðu þá samband við lögreglu hér á Íslandi þegar þú kemur til baka. 2. Tilkynntu ferðaskrifstofunni ef þú verður vitni að því að fullorðnir taki ókunn börn með sér á hótel- herbergi. Ferðaskrifstofan getur þá gripið inn í gagnvart hótelinu og tilkynnt það lögreglu á staðnum. 3. Láttu ferðaskrifstofu þína vita ef þú hefur orðið var við eitthvað sem minnir á barnamisnotkun á þeim stað eða stöðum sem þú ferðast á. 4. Taktu þátt með því að sýna skoðun þína, stígðu fram og gefðu til kynna að þú sért á móti man- sali, vændi og misnotkun á börn- um. Töfrar Taílands eiga enga sína líka. KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Verð kr. 39.990 Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 24. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.