Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 42
18 5. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is REX HARRISON LEIKARI FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1908. „Morgundagurinn er mesti gleðispillirinn.“ Rex Harrison var þekktast- ur fyrir hlutverk Henry Higgins í kvikmyndinni My Fair Lady. Hann lést árið 1990. MERKISATBURÐIR 1865 Kirkjan á Möðruvöllum í Hörgárdal brennur. Arn- grímur Gíslason listmálari málaði mynd af atburðin- um. Hún telst vera fyrsta íslenska atburðamyndin. 1938 Bæjarhús í Húsavík í Norður-Múlasýslu fjúka af grunni í aftakaveðri. Fólk var í húsunum og komust allir lífs af. 1970 Ísland gerist aðili að Frí- verslunarsamtökum Evr- ópu. 1971 Alþýðubankinn hefur starfsemi og varð síðar hluti af Íslandsbanka. 1993 Bylgjan og Stöð 2 safna um 55 milljónum króna í landssöfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Tvíburarnir Charlie og Craig Reid fæddust þennan dag í Skotlandi. Bræðurnir slógu eftirminni- lega í gegn með lögunum „Letter from America,“ „I’m on My Way“ og „I’m Gonna Be (500 Miles)“ á níunda áratug síðustu aldar. Tvíburarnir ólust upp í bænum Auchtermuchty í Fife- sýslu í Skotlandi. Eftir nokkr- ar pönkrokk-tilraunir í skóla stofnuðu þeir hljómsveitina The Proclaimers árið 1983. Þeir birtust fyrst opinberlega í vinsælum tónlistar þætti í Bretlandi árið 1987 og í kjölfar- ið komst lagið „Letter from America“ í þriðja sæti breska vinsældalistans. Skömmu síðar seldist breið- skífa bræðranna, „This Is the Story“ til gulls. Á næstu plötu „Sunshine on Leith“ voru svo lögin „I’m Gonna Be...“ og „I’m on My Way“ sem nutu gríðar- legra vinsælda. Bræðurnir eru miklir að- dáendur fótboltafélagsins Hi- bernian og „Sunshine on Leith“ er nú orðið þemalag félagsins. Þeir Charlie og Craig eru einnig yfirlýstir sjálfstæðis- sinnar og þau sjónarmið koma fram í mörgum lögum þeirra. Vinsældir The Proclaimers hafa aldrei dalað og í dag eru lög bræðranna meðal þeirra vinsælustu í iTunes-tónlistarversluninni. Einnig ferðast þeir um allan heim og halda reglu- lega tónleika, stóra jafnt sem smáa. ÞETTA GERÐIST: 5. MARS 1962 Proclaimers-bræðurnir líta dagsins ljós Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar bróður okkar, Benedikts Jónassonar Munkaþverárstræti 44, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlíð og í Kjarnalundi. Jóna S. Jónasdóttir Jónas Jónasson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Bjarni Sturluson skipasmiður, frá Hreggsstöðum, lést að Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 25. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 11.00. Kristín Andrésdóttir Valgerður Björk Einarsdóttir Guðný Alda Einarsdóttir Þórdís Heiða Einarsdóttir Sturla Einarsson Freyja Valgeirsdóttir Andrés Einar Einarsson Halldóra B. Brynjarsdóttir Guðrún Björg Einarsdóttir Helgi G. Bjarnason María Henley Kristján Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Jón Alfreð Ólafsson sem andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 27. febrúar sl. verður jarðsunginn föstudaginn 7. mars kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Kjartan Ólafsson Elín Ósk Óskarsdóttir Elísabet Ólafsdóttir Björn Aðalsteinsson Þorbjörg Ólafsdóttir Ingibjörn Kristinsson Eyjólfur Ólafsson Vilma Brazaite og fjölskyldur þeirra. ar, nudag- Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Gunnarsson frá Arnanesi, Skálabrekku 1, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 2. mars síðastliðinn. Þorbjörg Theodórsdóttir Sólveig Sigurðardóttir Þorsteinn Rúnar Eiríksson Theodór G. Sigurðsson Guðrún Lárusdóttir Blöndal Guðrún Ásta Sigurðardóttir Stefán Rúnar Bjarnason barnabörn og barnabarnabarn. Þórey Bjarnadóttir er sauðfjárræktar- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suður lands og bóndi á Kálfafelli í Suðursveit. Hún er nýkjörin formaður Búnaðarsambands Austur-Skaftafells- sýslu. Þar með varð hún fyrsta konan í stjórn og fyrsti kvenstjórnandi sam- bandsins. „Ég er fædd og uppalin á Kálfafelli í Suðursveit og ég hef hvergi annars staðar viljað vera,“ segir Þórey, sem þó hleypti heimdraganum til að ná sér í menntun. „Ég útskrifaðist úr Bænda- deild Landbúnaðarháskóla Íslands árið 1997. Síðan lauk ég stúdentspófi og fór aftur í Landbúnaðarháskólann og lauk þá BS árið 2003. Síðan tók ég þaðan master í almennum búvísindum árið 2006,“ segir Þórey, sem bjó stutt í Reykjavík á meðan hún lauk stúdents- prófi. „Borgin heillar alls ekki og þessi stutti tími þegar ég bjó í Reykjavík var alveg nóg. Ég hef alltaf viljað búa í sveit, þó ekki hvaða sveit sem er, held- ur bara í sveitinni minni,“ segir Þórey, sem er með fimmhundruð fjár á fóðri ásamt foreldrum sínum. „Í sveitinni er hægt að vera út af fyrir sig. Enginn ys og þys og mér finnst það mjög gott. Síðan er ég eigin verkstjóri sem bóndi og stjórna mínum tíma,“ segir Þórey, sem þó eyddi ári í útlöndum. „Land- búnaðarháskólinn býður upp á skipti- nám og þá hélt ég til Kanada. Þessi tími var mjög góður og ég kunni vel við mig. Samt er best að vera í Suður- sveit.“ Búnaðarsamband Austur-Skafta- fellssýslu er félagasamtök bænda í sýslunni. Þar er Þórey skráður félagi út af starfi sínu sem bóndi. „Búnaðar- samband Austur-Skaftafellssýslu er það lítið að við sækjum alla faglega þjónustu til Búnaðarsambands Suður- lands. Starf mitt sem ráðunautur geng- ur út að ráðleggja sauðfjárbændum, til dæmis um kynbætur og fóðrun, auk þess sem ég aðstoða við skýrsluhald,“ útskýrir Þórey, sem segir mesta fjör- ið á haustin. „Í september og október flandra ég um allar sveitir til að skoða og meta sauðféð. Það er mjög gaman að sjá hvernig ræktunin gengur fyrir sig um allt Suðurland, hve misjöfn hún er og fjölbreytt,“segir Þórey. Hvað ræktun varðar hafa flestir sauðfjárbændur mikinn áhuga á Suður- landinu að sögn Þóreyjar. Þó segir hún marga vera tvístígandi vegna hækk- un á áburði. „Margir bændur hugsa ef- laust sinn gang þessa dagana. En ég veit að flestir vilja halda áfram,“ segir Þórey, sem er meðal yngstu bænda í Austur-Skaftafellssýslu þar sem meðal- aldur bænda er um 52 ár. „Ég mæli ein- dregið með bóndastarfinu fyrir ungt fólk sem hefur tækifæri á að taka við búi. Þó er ekki mikið af ungu fólki um þessar mundir en ég er bjartsýn á þeir sem hafa farið til náms snúi heim að því loknu,“ segir Þórey. Upplýsingar um Búnaðarsamband Suðurlands: www.bssl.is rh@frettabladid.is ÞÓREY BJARNADÓTTIR: FYRSTA KONAN Í STJÓRN Líður hvergi betur en heima í Suðursveitinni minni SAUÐFJÁRRÆKTIN Í MIKLU UPPÁHALDI Þórey Bjarnadóttir, nýkjörin formaður Búnaðarsam- bands Austur-Skaftafellssýslu. Auk þess sem hún er sauðfjárráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands. MYND/HORNAFJORDUR.IS-AÞÞ Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á myndum er fylgdu Teofani-sígarettum á árun- um 1929 og 1930. Safnið á allmargar ómerktar myndir og biður lesendur Frétta- blaðsins um aðstoð. Ef ein- hver ber kennsl á stúlkurn- ar á myndunum er hann beðinn að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525-5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is Þekkir einhver þessar stúlkur? Forvarnarverkið „Ég á mig sjálf“ heldur í leikferð til Sauðárkróks hinn 6. mars. Verkið fjallar um átröskun- ar sjúkdóminn anorexíu eða lystarstol. Þar segir frá mæðgum einn örlagaríkan morgun þegar móðirin uppgötvar að dóttir hennar er orðin veik af sjúkdómnum lystarstoli í annað sinn. Sýningin er ætluð ungu fólki og foreldr- um þess. Hún hefur að því er fram kemur í fréttatil- kynningu hlotið einstaklega góð viðbrögð áhorfenda. Sýningin er meðal annars gerð til að vekja athygli á hinum hættulega feluleik sem hinn sjúki fer í til að leyna ástandinu og að skapa umræður um sjúkdóminn og sjúkdómseinkennin. Leikkonurnar Bryndís Petra Bragadóttir og Ásta Sighvats Ólafsdóttir eru í hlutverkum mæðgnanna en leikstjóri er Margrét Pét- ursdóttir. Verkið er sam- vinnuverkefni leikhóps- ins Draumasmiðjunnar og Gunnars Gunnsteinssonar leikstjóra. Nánari upplýs- ingar um Draumasmiðjuna: www.draumasmidjan.is Ég á mig sjálf FORVARNARVERKEFNI Leikritið „Ég á mig sjálf“ fjallar um átrösk- unarsjúkdóminn lystarstol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.