Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 5. mars 2008 19 Uppi varð fótur og fit í fjölskyldu Úlfhildar Dagsdóttur þegar ljóst var hvaða nafni for- eldrar hennar hugðust skíra dóttur sína. Frænda Úlfhildar, Helga Hóseassyni, fannst nafnið ekki henta litlu stúlkubarni og kvartaði yfir því að faðirinn hefði valið grófgert nafn sem fæli í sér bæði úlfa og styrjaldir. Sögum ber reyndar ekki saman um hvernig nafnið kom til en Úlfhildi þykir líklegt að móðir sín hafi fengið hugmynd- ina úr íslenskum þjóðsögum. „Ég held að þetta hafi nú verið mála- miðlunartillaga hjá foreldrum mínum, þótt líklegt sé að móðir mín hafi haft nokkur áhrif um endanlegt val. Hún var meira með þjóðsagnanöfn í huga. Sem dæmi kom nafnið Mjaðveig allt eins til greina, eftir Mjaðveigu Mánadóttur. Hvað Úlfhildar-nafnið varðar er það yfirleitt nafn á álfadrottningum eða -meyjum sem eru fyrir tilstilli einhverrar bölvunar tilneyddar að búa í mannheimum. Svona eins og í mínu tilfelli að þurfa að búa á Íslandi,“ segir Úlfhildur og hlær. Úlfhildur segist alla tíð hafa verið sátt við nafngiftina þótt vissulega hafi nafnið oft á tíðum vakið athygli og þá sérstak- lega í æsku. „Finnst fólki yfirleitt ekki slá- andi ef lítil börn heita skrítnum nöfnum? Annars var ég nú kölluð Úlla sem krakki og þar með voru tennurnar dregnar svolítið úr nafninu. Í seinni tíð þykir þetta ekki eins sérstakt, enda finnst manni oft eðli- legra að fullorðið fólki heiti sjaldgæfum nöfnum. Undarlegum nöfnum hefur líka fjölgað og ætli það sé bara ekki svoleiðis að maður vaxi meira inn í nafnið sitt með aldrinum.“ Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. AFMÆLI Jan Garbarek tónlistarmaður er 61 árs. Eva Mendes leikkona er 34 ára. NAFNIÐ MITT: ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Álfadrottning í álögum búsett í mannheimum ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Bókmenntafræð- ingur og bókverja er líklegast skírð eftir þjóðsagnapersónum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, frændi og tengdafaðir, Þórður Birgir Sigurðsson fyrrverandi yfirvélstjóri, lést þann 21. febrúar á líknardeild 5A Landakotsspítala. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag aðstandenda Alzheimers-sjúklinga. Innilegar þakkir til líknardeildar 5A og Fríðuhúss. Rósa Ó. Ísaksdóttir Áslaug Þórðardóttir Sigurður Bjarki Þórðarson Helga Magnúsdóttir Ísak Harðarson.Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Ágústsson Verkstjóri, frá Sólvangi í Vestmannaeyjum, Hagaseli 28, Reykjavík, lést föstudaginn 22. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. mars kl. 15.00. Margét Guðjónsdóttir Guðjón Harðarson Hrönn Ólafsdóttir Ágúst Harðarson Bryndís Guðjónsdóttir Bjarni Harðarson Hilmar Harðarson Fanney Harðardóttir Guðmundur Már Þorvarðarson María Harðardóttir Siggeir Kolbeinsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, Árna Sigurðssonar Tröllagili 14 Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á deild 11G á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og hlýju. Einnig færum við starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri okkar bestu þakkir. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Jóhannsdóttir Heiðar Árnason Ásta Guðmundsdóttir Sævar Árnason Telma Ríkharðsdóttir Jakobína H. Árnadóttir Heiðar Örn Sigfinnsson afa- og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga Jenný Guðjónsdóttir Gullsmára 11, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 7. mars kl 13.00. Gyða Vigfúsdóttir Knútur Birgisson Gréta Vigfúsdóttir Guðmundur Birgisson Árni Guðjón Vigfússon Hrönn Hallgrímsdóttir Karen Jenný Heiðarsdóttir Arnar Þór Guttormsson Vigfús Þór Heiðarsson Birgir Kristján Guðmundsson Jóna Björg Ólafsdóttir Inga Vigdís Guðmundsdóttir Gísli Pétur Árnason Kristjana Ólöf Árnadóttir og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kolbeinn Kolbeinsson frá Kollafirði, Reynihvammi 40, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudag- inn 29.febrúar. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 7. mars kl.11.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Guðrún Guðmundsdóttir Agnar H. Kolbeinsson Lóa Hallsdóttir Kolbeinn Agnarsson Guðríður Jónsdóttir Kristrún Agnarsdóttir Róbert Agnarsson Sigrún Ósk Ómarsdóttir Ásdís Helga Agnarsdóttir og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Magnús Þorvarðarson Fannafold 127a, 112 Reykjavík, lést að heimili sínu laugardaginn 1. mars. Hólmfríður Gísladóttir Rósa Magnúsdóttir Pétur Eysteinsson Steinunn Magnúsdóttir Georg Eggertsson Þ. Hjalti Magnússon Sigríður María Sverrisdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Helgason fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma Stykkishólmi, sem lést þann 27. febrúar síðastliðinn verður jarðsung- inn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju - Heimahornið s. 438 1110 og Kristniboðssamband Íslands s. 533 4900. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 11.00 sama dag. Gunnlaugur A. Árnason Sigrún Valtýsdóttir Halldór Árnason Anna Björg Eyjólfsdóttir Helgi Árnason Aðalbjörg Jónasdóttir Vilborg Anna Árnadóttir Jón Trausti Jónsson afa- og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir vináttu og sýnda samúð við andlát elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa okkar, Geirs Gíslasonar fv. flugstjóra, Strandgötu 73b, Hafnarfirði, Erna Þorsteinsdóttir Anna Geirsdóttir Vilhjálmur Bjarnason Geir Harrýsson Erna Rut Vilhjálmsdóttir Gísli Vilhjálmsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Júlíus Rafnkell Einarsson lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 2. mars. María Guðrún Ögmundsdóttir Ástríður Júlíusdóttir Samúel Ingimarsson Guðrún Júlíusdóttir Ingibergur Þór Kristinsson Einar Júlíusson Lára Brynjarsdóttir Ragnheiður Júlíusdóttir Rúnar Oddur Guðbrandsson Ásdís Júlíusdóttir Jónas Guðbjörn Þorsteinsson Sigrún Júlíusdóttir Sigurður I. Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn. Menntaráð Reykjavíkur- borgar ætlar að efla tón- listarstarf í Fellaskól. Þetta er gert með verkefni sem hefur fengið heitið “músík- alskt par“. Það felst í sam- starfi tónlistarskóla og grunnskóla. Sambærileg verkefni eru nú í gangi í 10 grunnskólum í samstarfi við 5 tónlistarskóla í borginni. Í fjölmenningarlegu sam- félagi, líkt og í Fellahverfi, hefur sýnt sig að tónlistar- kennsla hefur góð félags- leg áhrif og getur stuðlað að meiri samvinnu nemenda og skilningi þeirra í milli. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg. Tónlistarskóli FÍH mun taka að sér kennsluna en hann hefur víðtæka reynslu af því að kenna rytmíska tónlist, sem þykir falla vel að fjölmenningarlegu skóla- samfélagi. Tónlistarskóli FÍH hefur gert metnaðar- fulla áætlun fyrir tónlistar- kennslu í Fellaskóla sem hefjast mun næsta haust. Í Fellaskóla er stórt rými sem nýlega hefur verið endur- nýjað, en þar var áður fé- lagsmiðstöðin Fellahell- ir. Það hentar vel til tón- listarkennslu og samspils. Stefnt er að því að halda þar reglulega tónleika og jafn- framt verður leitast við að kveikja áhuga á verkefn- inu í grenndar samfélaginu, meðal annars með heima- síðu um tónlistarstarfið. Nýtt músíkalskt par TÓNLIST Í FELLUNUM Í fjölmenningarlegu samfélagi líkt og í Fellahverfi hefur sýnt sig að tónlistarkennsla hefur góð félagsleg áhrif. Patsy Kensit leikkona er 38 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.