Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 44
20 5. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þetta er ótrú- lega leiðinlegt fyrir íþróttina! það myndast sérstök rómantísk tengsl á milli tveggja manneskja þegar þær æla í sama rósarunna. Já, Villt. Hvernig var helgin þín, Pierce? Já! Við verðum að taka á þessu! Eins og við sjáum... Óeirðir golfáhorf- enda halda sem sagt áfram! Og nú hafið þið víst ástæður til að hafa áhyggjur, ekki satt, Putti Greenlund? Kallarðu þetta tíglapeysu? Þetta er tíglapeysa! Verðurðu að anda svona hátt? Sérðu ekki að fólk er að reyna að einbeita sér þarna úti? Leiðinleg íþrótt! Punktur! Ég skal segja að hún innihélt stelpu, partí og ótrúlegt magn af ómeltu líkjörkonfekti. Smáatriði?? Hljómar alvarlega. 1. Vaknaðu snemma. 2. Náðu orminum. Hvað er á listanum mínum í dag? 1. Sofðu lengi. Ég skal fara með Sollu og Hannes til vina sinna og svo tek ég Lóu með mér út að versla. Ha?Þú mátt fá þrjá. Bara klukkutími af ótrufluðum svefni... það er það eina sem ég bið um. Ég býð þér allan morguninn fyrir sjálfa þig, og ég hlusta ekki á nein... skellur ...and- mæli. Hefur einhver séð augnlinsuna mína? Flestir standa í þeirri trú að hlutverk fjölmiðla sé að skýra heiminn út fyrir neytendum þannig að þeir komi ein- hvers vísari frá fjölmiðla- notkun sinni. Það væri sannarlega hið besta mál ef fjölmiðlar stæðu sig ávallt í þessu hlutverki, en staðreynd máls- ins er sú að fjölmiðlar gera oft lítið annað en að flækja málin. Gott dæmi um slíka virkni er umfjöllun í prentmiðlum um dægur- tónlist. Hver sá sem hefur nokkurn áhuga á þessari grein menningar hefur upplifað það að lesa umfjöll- un um tónlist í blaði og fyllast nokkru óöryggi, enda spretta sífellt nýjar skilgreiningar fram á sjónar- sviðið sem þjóna litlum tilgangi öðrum en að gera heim dægurtón- listar óskiljanlegan öllum öðrum en innvígðum. Hér mætti nefna til flokkinn Stoner-rock, eða eyðimerkurrokk eins og stefnan var nefnd á íslensku, sem mikið var fjallað um í tónlistar- pressunni fyrir nokkrum árum. Framvarðarsveit þessarar stefnu var, og er ef til vill ennþá ef skil- greiningin hefur fengið að lifa, Queens of the Stone Age. Segjast verður að nafngiftin eyðimerkur- rokk er framandleg, þurr og full- komlega ógagnsæ og gerir lítið til að laða að áheyrendur. En ef maður leggur í að hlýða á þessa rokkstefnu þá kemur í ljós að tónlistin er síður en svo framandleg heldur hljómar hún fremur eins og eitthvað sem myndi sóma sér vel sem undirleikur í auglýsingu fyrir orkudrykk eða jeppling. Almenningi til hægðarauka væri kannski betra ef dægurmálablaða- menn tækju upp skilgreiningar- aðferðir sem gerðu öllum almenn- ingi kleift að nálgast tónlist óttalaus. Slíkir flokkar gætu til að mynda verið dregnir úr heimi auglýsing- anna eins og hér að ofan, en einnig mætti leggja til flokkinn „Tónlist sem gæti verið leikin í þættinum CSI undir atriðinu þar sem vísinda- fólkið fremur ótrúlega galdra á rannsóknarstofu sinni og uppgötvar þannig hver morðinginn er.“ Þessa skilgreiningu skilja allir sem eiga sjónvarpstæki. Sem sagt flestir. STUÐ MILLI STRÍÐA Eyðimerkurrokk eða jepplingatónlist VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR BOTNAR EKKERT Í SKRIFUM UM DÆGURTÓNLIST Miðasala hafin á midi.is! www.lokal.is Utanríkisráðuneytið Umsóknir frjálsra félagasamtaka um framlög vegna neyðar- og mannúðaraðstoðar Utanríkisráðuneytið tekur við umsóknum frá frjálsum félagasamtökum um styrki vegna langvinns neyðarástands tvisvar á ári. Umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar er til 15. mars og vegna síðari úthlutunar 15. september, en tekið er við umsóknum vegna skyndilegra hamfara allt árið um kring. Úthlutun verður í samræmi við verklagsreglur sem gefnar voru út í byrjun þessa árs. Einungis er tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum. Hægt er að nálgast bæði verklagsreglurnar og umsóknareyðublöðin á vefsíðu utanríkisráðuneytisins http://www.utanrikisraduneyti.is/utanrikismal/throunarsamvinna/ Nánari upplýsingar veita Heiðrún Pálsdóttir og Elín Rósa Sigurðardóttir á skrifstofu þróunarmála í utanríkisráðuneytinu Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.