Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 5. mars 2008 21 Aðrir tónleikar ársins í hádegistónleikaröð Hafnar- borgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, fara fram kl. 12 á morgun. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk í Hafnarfirði til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Hádegistónleikaröð Hafnarborgar hóf göngu sína árið 2003 og hefur Antonía Hevesi píanóleikari verið listrænn stjórnandi tónleikaraðar- innar frá upphafi. Antónía velur þá listamenn sem koma fram á tón- leikunum og að þessu sinni er það engin önnur en Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona sem er gestur hádegistónleikanna. Á dagskrá eru 5 óperuaríur eftir sjálfan Mozart, aríur þjónustu- stúlknanna úr óperunni Brúðkaup Figaros, Brottnámið úr kvennabúr- inu og Cosi fan tutte. Aríurnar eru allar stórskemmtilegar, tilfinninga- ríkar, fullar af fjöri, flúri og skreyttar himinháum nótum sem Arndís Halla fer létt með að ná. Nokkuð hefur borið á söngstjörn- unni Arndísi í menningarumfjöllun undanfarna mánuði og skyldi engan undra; hér er á ferð ein glæsileg- asta söngkona Íslands í dag. Arndís er búsett í Þýskalandi en fyrir ára- mót gaf hún út geisladisk hér heima sem hefur notið nokkurra vinsælda. Einnig fór hún með hlutverk Zer- binettu í óperunni Ariadne sem Íslenska óperan setti upp síðastlið- ið haust. Þar söng hún lengstu og erfiðastu koloratúraríu sem hefur nokkurn tíma verið skrifuð, og gerði það með miklum glæsibrag. Á árunum 1998-2000 var Arndís Halla fastráðin við Komische Oper í Berlín, þar sem hún söng meðal annars hlutverk Díönu í Orfeusi í undirheimum eftir Offenbach, og Marzelline í Fidelio eftir Beet- hoven. Árið 2000 fékk hún svo fastan samning við óperuhúsið í Neustrelitz og söng þar meðal ann- ars hlutverk Frau Fluth í Kátu kon- unum frá Windsor eftir Nicolai og Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Antonía Hevesi er fædd í Ung- verjalandi. Frá árinu 1990 stundaði hún orgelnám í Austurríki við Tón- listarháskólann í Graz hjá org. Prof. Otto Bruckner. Antonía fluttist til Íslands árið 1992 og frá því í sept- ember 2001 hefur hún verið búsett í Hafnarfirði. Antonía starfar nú sem orgel- og píanómeðleikari og æfing- apíanisti við Íslensku óperuna. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. vigdis@frettabladid.is Tilfinningaríkar aríur ANTÓNÍA HEVESI OG ARNDÍS HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR Flytja skemmtilegar aríur í Hafnarborg á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnar sýn- inguna Gunnar Gunnarsson og Danmörk í Þjóðarbókhlöðunni á hádegi í dag. Við opnunina flytur Jón Yngvi Jóhannsson, sem nú vinnur að ritun ævisögu Gunnars, stutt erindi um óbirta sögulega skáld- sögu. Þá munu erfingjar skáldsins afhenda Landsbókasafni síðustu gögn frá fjölskyldunni til varð- veislu í handritadeild safnsins. Sýningu þessari er ætlað að varpa ljósi á hið ótrúlega ævintýri sem líf Gunnars Gunnarssonar var. Sýningin var sett upp í Skriðu- klaustri árið 2007 er 100 ár voru liðin frá því að Gunnar hélt utan sem fátækur sveitastrákur. Valin eru sex ár á fyrstu fimmtíu æviár- um Gunnars sem ýmist mörkuðu skil í lífi hans eða voru einstaklega viðburðarík. Þeim árum eru gerð skil í máli og myndum og í sýning- arborðum getur að líta ýmis gögn og muni úr fórum skáldsins, svo sem handrit að skáldsögum, minnis- bækur, bréf og fleira sem varpar ljósi á líf hans þessi tilteknu ár. Á skjá mun rúlla brot úr Sögu Borgarættarinnar, kvikmynd sem tekin var upp á Íslandi 1919 af Nordisk Film í leikstjórn Gunnars Sommerfeldt. Gunnari gerð skil í máli og myndum AÐ STÖRFUM Gunnar Gunnarsson og Franzisca kona hans. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir sýningu á heimildar- myndinni Näkkälä sem fjallar um lítið þorp í Finnlandi þar sem fólk og dýr búa í nánu sambýli við náttúruna. Hans Ulrich Schwaar, rithöfundur frá Sviss sem kominn er á efri ár, hefur átt þar búsetu síðastliðin 20 ár hjá hreindýra- bóndanum Iisakki-Matias Syvä- järvi. Lífsviðhorf Samanna hafa veitt skáldinu innblástur og djúpstæð vinátta hefur þróast á milli hans og hreindýrabóndans. Sýningin fer fram í Norræna húsinu í dag kl. 18 og er ókeypis og öllum opin. Myndin er sýnd með enskum texta. - vþ Finnsk vinátta Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. L.R RANGE ROVER SPORT Supercharged Nýskr: 10/2005, 4200cc 400 Hestöfl 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 18.000 Verð: 8.500.000 BMW X3 Nýskr: 03/2006, 2500cc 5 dyra, Sjálfskiptur, Ljósgrár, Ekinn 38.000 Verð: 4.550.000 BMW 335I Coupe Nýskr: 06/2007, 3000cc, 2 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 10.000. Verð: 6.850.000 BMW X5 diesel Nýskr: 09/2004, 2900cc 5 dyra, Sjálfskiptur, Dökkblár, Ekinn 70.000 Verð: 5.050.000 Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI 575 1230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.