Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 46
22 5. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > LEIKFIMI MEÐ KELLY Kelly Osbourne hyggst feta í fót- spor Jane Fonda og fleiri góðra kvenna og senda frá sér DVD- disk um líkamsrækt. Hún hefur lést töluvert frá því að hún tók við hlutverki Mama Morton í Chicago, og vill miðla reynslu sinni. Það mun hún gera með aðstoð nokkurra vina sinna sem allir eru dragdrottningar. Það er því væntanlega von á frekar óhefðbundnum æfingum á nýjum diski Kelly. 80 DAGAR TIL STEFNU Bosníumenn veðja á hænu Lögin í Eurovision verða undar- legri með hverjum deginum. Dóm- nefnd í Bosníu og Hersegóvínu valdi sinn fulltrúa á mánudaginn og úr varð að rokkarinn Elvir Lak- ovic Laka fer til keppni með eigið lag, „Pokusaj“ („Reyndu“). Elvir er þó nokkuð dáður á Balkanskag- anum og gaf út fyrstu sólóplötuna sína í fyrra. Hann hafði þar á undan reynt fyrir sér í rokksen- unni í New York en sneri þaðan með skottið á milli lappanna. Lag Elvirs er nokkuð óhefðbund- ið Eurovision-lag, kaflaskipt með bæði hröðum rokkkafla og rólegri kafla og viðlagið er sungið í stakkató. Sviðsframkoman er þó ennþá furðulegri. Mikið var lagt í hana og var einn þekktasti sviðs- leikstjóri Bosníu fenginn til að semja sjónarspilið. Mesta athygli vekur brún hæna sem leikur stórt hlutverk í sjóinu. Elvir, í skærrauðum jakka og gulum buxum, kemur inn á svið haldandi á hænunni undir hend- inni. Við hlið hans gengur söng- kona með afrókrullur og strýkur hænunni. Elvir sleppir nú hænunni og hann og söngkonan hoppa og skoppa um sviðið og syngja lagið. Á bak við þau eru vöðvastæltir karldansarar í bændafötum og stíga nútímadans með hrífur og ljái. Í lok lags er þysjað á hænuna sem stendur á miðju sviðinu og hristir kambinn. Nú er bara að vona að hænan hagi sér vel á sviðinu í Serbíu og skilji ekki eftir sig slysagildrur fyrir aðra keppendur. Bosnía keppir á fyrra undanúrslitakvöld- inu. Kaffi Hljómalind verður opnað á nýjum stað í kvöld, eftir að rekstrinum var úthýst úr húsinu á Laugavegi 21. Kaffihúsið flutti sig þá um sel yfir á Laugaveg 23 og stækkaði töluvert við sig í leiðinni. „Við erum rosalega ánægð,“ segir Helena Harsita Stefáns- dóttir, einn eigenda Kaffi Hljómalindar. „Ég hugsa að rýmið sé helmingi meira en á gamla staðnum, og svo erum við með sérherbergi hérna á bak við. Þar getur fólk haft fyrirlestra, haldið nám- skeið og svoleiðis,“ segir Helena. Á meðal gesta á opnuninni í dag verða hljómsveitirnar Hjálmar og Retro Stefson, KK og Pikknikk koma í heimsókn og Diva de la Rosa þeytir skífum. „Við ætlum að hafa mikið af uppákomum fyrstu vikuna, en það er verið að vinna í því núna,“ útskýrir Helena, sem segir sama form verða haft á og á gamla staðnum. „Það geta hverjir sem er haft samband við okkur og bókað staðinn. Það er um að gera að kíkja við, sjá hvort það sé laust kvöld og skrá sig á dagatalið,“ segir Helena, sem segir ungt fólk sérstaklega vel- komið. „Það hafa verið tónleikar í hverri viku frá því að við opnuðum fyrir þremur árum. Það er mikið af ungu fólki sem spilar hérna, á menntaskóla- og grunnskólaaldri, og tónleikarnir hafa alltaf verið vel sóttir. Ég fæ kitl í hjartað þegar ég sé þau skemmta sér svona, áfengislaust, auðvitað,“ segir Helena, en Hljómalind er áfengislaus staður. Verið var að leggja lokahönd á nýtt húsnæði þegar ljósmyndari Frétta- blaðsins leit við á mánudag. Opnunin hefst klukkan 20 og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Hljómalind á nýjum stað NÝTT OG BETRA HÚSNÆÐI Kaffi Hljómalind hefur flutt sig um sel og verður opnað í nýju og betra húsnæði í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta gekk eins og í sögu og það er allt eins og best verður á kosið þarna,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri, en hann lagði leið sína á Hótel Bjarkarlund um helgina ásamt öðrum aðstandendum Dag- vaktarinnar, til að kanna aðstæður þar á bæ. Tökur á Dagvaktinni, sem er sjálfstætt framhald hinnar geysivinsælu þáttaraðar Nætur- vaktarinnar, fara fram á hótelinu í Berufirði. Fimm manna höfunda- hópur þáttanna, skipaður Ragnari sjálfum, Jóhanni Ævari Gríms- syni og aðalleikurunum Jóni Gnarr, Jóhanni Pétri Sigfússyni og Jörundi Ragnarssyni, dvaldi á hótelinu um helgina. „Á sunnudeg- inum kom svo líka hluti af tökulið- inu til að gera tækniúttekt,“ útskýrir Ragnar, sem þekkir sjálf- ur ágætlega til staðarins. Tökur á Dagvaktinni hefjast í byrjun apríl. „Við verðum á staðn- um meira og minna í svona sex, sjö vikur,“ segir Ragnar, sem segir útlegðina leggjast vel í fólk. „Ég held að það sé bara ánægt með að komast í nýtt umhverfi og fá vinnufrið,“ segir hann. „Annars var það nú líka hálfgerð útlegð að taka Næturvaktina svona á nótt- unni. Nú fer fólk ekki heim til sín á milli, svo þetta verður aðeins meiri kommúnu- stemning,“ segir Ragnar og hlær við. - sun Undirbúa Dagvakt ÚTTEKT GEKK VEL Ragnari Bragasyni leist vel á aðstæður á Hótel Bjarkalundi, þar sem hann og aðrir höfundar þáttanna dvöldust um helgina. MÆTIR MEÐ HÆNU Elvir Lakovic Laka syngur bosníska lagið í ár. P IP A R • S ÍA • 80 49 4 Við bjóðum í bíó :) Opin kerfi verslun býður viðskiptavinum sínum á myndina Spiderwick. Öllum vörum fylgir bíómiði á þessa frábæru ævintýramynd á meðan birgðir endast. Opin kerfi verslun • Höfðabakka 9 • 110 Reykjavík • Sími 570 1000 • www.ok.is Frá Nickelodeon kvikmyndum, kemur ævintýramyndin Spiderwick -heimur þeirra er nær en þig grunar. FRÍTT Í BÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.