Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 54
30 5. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. nautasteik 6. óhreinindi 8. poka 9. blóðhlaup 11. holskrúfa 12. dýrahljóð 14. óróleg 16. utan 17. rotnun 18. segi upp 20. sjúkdómur 21. sót. LÓÐRÉTT 1. tala 3. kringum 4. vörurými 5. skor- dýr 7. olíusósa 10. rönd 13. meðal 15. jötna 16. geislahjúpur 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. im, 8. mal, 9. mar, 11. ró, 12. mjálm, 14. ókyrr, 16. án, 17. fúi, 18. rek, 20. ms, 21. aska. LÓÐRÉTT: 1. fimm, 3. um, 4. farm- rúm, 5. fló, 7. majónes, 10. rák, 13. lyf, 15. risa, 16. ára, 19. kk. „Ég er svona ljómandi heppin. Hann rammar inn myndirnar. Munur að eiga slíkan eiginmann. Það er ekkert smá verk og ekki sama hvernig það er gert,“ segir Edda Guðmundsdóttir myndlistar- maður. Sá sem hún talar svo fallega um er eiginmaður hennar, Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem alltaf er með hamarinn á lofti. Edda opnaði í gær sína aðra einkasýningu á Geysir Bistro við Aðalstræti. Um er að ræða sölu- sýningu sem ber yfirskriftina Vetur og samanstendur af 26 nýjum olíuverkum úr smiðju Eddu. „Já, ég er ánægð með myndirnar. Þetta er ný lína sem ég hef undan- farið fundið með sjálfri mér. Þemað er vetur. Ég sé þetta hvar sem ég fer. Horfi í snjóföl á jörðu. Ég hef alltaf verið hrifin af frjáls- legum myndum og hef til dæmis aldrei málað landslagsmyndir. Ef ég mála blómamyndir eru þær hálf-abstrakt.“ Edda mætti snemma í gærmorg- un til að hengja upp sýninguna. Og fjölskyldan með. Guðmundur sonur þeirra Steingríms og Eddu sem og Hlíf dóttir þeirra og gekk vel að festa myndir á veggi. „Þau voru svo dugleg að hjálpa til. Það er mikið verk að hengja þetta upp.“ Að sögn Eddu skiptir bóndi hennar sér ekkert af myndlistinni sem slíkri þó hann sé potturinn og pannan við innrömmun og svo að hengja sýningar upp þegar þannig ber undir. „Nei, nei, ég mála aldrei þegar hann er heima. Ég get það ekki. Verð að vera ein þegar ég mála.“ - jbg Munur að eiga svona mann SAMTAKA HJÓN Hjónin Steingrímur og Edda hengja upp fyrir sýninguna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nífaldi Grammy-verðlaunahafinn Gary Paczosa, sem hefur unnið fyrir Bruce Springsteen, Alison Krauss, Dixie Chicks og Dolly Parton, ætlar að aðstoða íslensku kántrípoppsveitina Thin Jim and the Castaways við gerð hennar fyrstu plötu. „Ég skrifaði honum bara bréf og spurði hvort ég mætti senda honum eitt lag. Mér til mikillar undrunar kom svar og hann sagði já. Ég sendi honum lagið og hann er búinn að vera í sambandi við mig síðan,“ segir Jökull Jörgen- sen, forsprakki íslensku hljóm- sveitarinnar Thin Jim and the Cast aways. „Hann er óskaplega ánægður með það sem ég er að gera og vill hljóðblanda plötu fyrir okkur.“ Paczosa hefur að mestu unnið Grammy-verðlaunin sem upptökumaður og fyrir hljóðblönd- un en einu sinni hefur hann hlotið þau fyrir upptökustjórn. Þrátt fyrir að hafa aldrei spilað opinberlega er Thin Jim and the Castaways þegar með fjögurra platna samning í höndunum frá útgáfufyrirtæki í New York. Ætlar hún að hafna þeim samningi og veðja þess í stað á Paczosa. „Þeir vilja fá okkur til Flórída í næsta mánuði til að taka upp en samning- urinn er of bindandi. Ég er að spila með Fabúlu og fleirum og get ekki bundið mig svona rosalega,“ segir Jökull og játar að flestar hljóm- sveitir hefðu stokkið á tilboðið. „Þeir buðu upp á gull og græna skóga og tónleikaferðir en það er ekki það sem við erum að leita að. Við erum að gera gæðamúsík og erum ekki tilbúin að fórna því fyrir loforð um frægð. Ég hef til- finningu fyrir þessum gæja í Nash- ville og bara að hann hafi áhuga á að tala við okkur finnst mér mikil upphefð.“ Thin Jim and the Castaways er afsprengi hljómsveitarinnar Santiago og skartar söngkonunum Margréti Eir og Fabúlu. Ætlar sveitin að rjúfa þögnina með sínum fyrstu tónleikum í Popplandi 14. mars. Nýja platan er síðan væntan- leg í vor. freyr@frettabladid.is JÖKULL OG ODDUR: ÓÞEKKT HLJÓMSVEIT FÆR FLJÚGANDI START Kántrípopparar vinna með Grammy-verðlaunahafa Á FLUGI Jökull Jörgensen og Oddur F. Sigurbjörnsson, tveir af meðlimum hljómsveitarinnar Thin Jim and the Castaways. Hljóm- sveitin vinnur fyrstu plötu sína með níföldum Grammy-verðlaunahafa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sjónvarpsþáttaröðin Tíu bestu verður frumsýnd á sjónvarpsstöð- inni Sýn 2 í maí þar sem rakinn verður ferill tíu bestu knattspyrnumanna Íslands árin 1946 til 2008. Sérstök dómnefnd skilar af sér lista yfir þá tuttugu bestu innan skamms og eftir það gefst almenningi kostur á að velja tíu úr þeirra hópi. Dómnefndina skipa knatt- spyrnusérfræðingarnir Guðjón Þórðar- son, Logi Ólafsson, Guðni Kjartansson, Eggert Magnússon, Víðir Sigurðsson, Hörður Magnússon og Halldór Einarsson. Loks verður besti knattspyrnumaður allra tíma á Íslandi verðlaunaður við hátíðlega athöfn í haust. „Þetta var orðið tímabært,“ segir Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri Sýnar. „Við viljum í þessum þáttum kasta fram afrekum hvers og eins og taka fyrir ferilinn hjá þeim. Við viljum líka einbeita okkur að þeim þegar þeir voru upp á sitt besta og síðan er spurningin hver hafi staðið upp úr. Þetta verður gríðarlega spennandi og skemmtilegt verkefni og er liður í því að bjóða upp á framúrskarandi dagskrá á Sýn 2 allt árið um kring,“ segir Hilmar, sem býst við góðri þátt- töku almennings í kosn- ingunni. „Fólk er svo- lítið að dæma hvað var mesta afrekið og hver var í rauninni bestur. Það er erfitt að bera saman tíma og leikmenn en það verður örugglega skemmtilegt fyrir fólk að velta þessu fyrir sér.“ Verkefnið er sam- starf Sýnar og KSÍ og samhliða verður efnt til netkosninga þar sem hægt verður að velja bestu lið sögunnar á Íslandi, þ.e. besta KR-liðið, besta Valsliðið, besta Skagaliðið og þar fram eftir götunum. - fb Velja bestu fótboltamenn Íslandssögunnar EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Eiður Smári verður vafalítið á listanum yfir þá tíu bestu. Matthías Matthías- son, fyrrum söngvari Papanna, hefur fetað í fótspor sjón- varpsparsins Loga Berg- manns Eiðs- sonar og Svanhildar Hólm Vals- dóttur og fjárfest í húsi á Dalvík. Ólíkt þeim Loga og Svanhildi býr Matthías á staðnum allt árið um kring ásamt fjölskyldu sinni og flýgur suður þegar söngurinn kallar. Einnig starf- ar Matthías í Tónlistarskóla Dalvíkur og miðlar þar af áralangri reynslu sinni úr bransanum. Líkar honum víst lífið vel á Dalvík, enda uppalinn þar í bæ. Af Loga og Svan- hildi er það aftur á móti að frétta að Logi var í gær- kvöldi á meðal áhorfenda á leik Manchester United og Lyon í Meistara- deildinni. Þau skötuhjúin ætluðu saman á le Svanhildur sat eftir heima með flensu. Tveir meistarar hafa sést saman á vappi síðustu daga, sjálfur Gillzen- egger og Jón Ársæll sjónvarps- maður. Kapparnir sáust hönd í hönd í Perlunni þar sem hinn árlegi bókamarkaðurinn stendur nú yfir. Gillz leiddi Jón að bunka af ritverki sínu Biblíu fallega fólksins, sem allir áhugamenn um herramannslega fram- komu og almenna snyrtimennsku geta nú eignast á ein- staklega hagstæðu verði (690 kall). Afrakstur samræðna þeirra má væntanlega sjá í Sjálfstæðu fólki á næstunni. - fb/glh FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er nú svolítið misjafnt. Ég fæ mér oftast múslí og herbalife- te. Mér finnst það æðislegt, ég get ekki byrjað morguninn án þess að fá mér mitt góða, heita herbalife-te.“ Sigrún Birna Blomsterberg, dansari og danskennari. „Þessi eftirspurn kemur okkur aðeins á óvart í ljósi þess bölmóðs sem virðist vera í gangi á Íslandi um þessar mundir og sannar kannski að kreppa er bara hugar- ástand,“ segir Kári Sturluson, sem flytur inn Eric Clapton ásamt Grími Atlasyni, bæjarstjóra í Bolungarvík. Forsala á tónleika Claptons í Egilshöll hófst klukkan tíu í gærmorgun og eftir daginn var nánast orðið uppselt, búið var að selja 9.900 miða um kaffileytið. Samtals verða seldir ríflega 10.000 miðar svo áhuga- samir ættu að drífa sig. Clapton spilar í Reykjavík föstudagskvöldið 8. ágúst. „Nei, hann rennir varla fyrir lax í þessari ferð,“ segir Kári, „og þó, það er aldrei að vita. Það er stutt í Elliðaárnar og ég myndi allavega horfa vel í kringum mig þegar ég keyri yfir brúna á leiðinni upp í Egilshöll.“ - glh Bölmóðurinn bítur ekki á Eric Clapton ERIC CLAPTON HILMAR BJÖRNSSON Í þáttunum Tíu bestu verður fjallað um bestu knattspyrnumenn Íslandssögunnar. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.