Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 1
Krónan hindrun | Eitt helsta vandamál íslensks fjármálamark- aðar er að ekki hefur tekist að laða að erlenda langtímafjárfesta. Þetta sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþins, í er- indi á málstofu BSRB um lífeyris- mál á föstudag. Augljósasta hindr- unin væri íslenska krónan. Hvað sem hentar | „Fyrirtækj- um á að vera í sjálfsvald sett hvort þau geri upp í evrum eða öðrum gjaldmiðli sem hentar betur en króna,“ sagði Lýður Guðmunds- son, stjórnarformaður Existu, á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Uppgjör í evrum | Nefnd á vegum viðskiptaráðherra lagði til í síðustu viku að Verðbréfaskrán- ing Íslands eða sambærilegir aðil- ar gæti annast uppgjör íslenskra hlutabréfa í erlendri mynt í sam- starfi við bakhjarl sem hefði ör- uggan aðgang að fjármunum í skráningargjaldmiðlinum. Lægra lánshæfismat | Alþjóð- lega matsfyrirtækið Moody’s In- vestors Service lækkaði lánshæfis- matseinkunn Landsbankans og Glitnis úr Aa3 í A2 í síðustu viku. Kaupþing fékk einkunnina A1. Einkunn Landsbankans og Kaup- þings er sú sama og var í byrjun síðasta árs. OMX í Nasdaq | Formlega hefur verið gengið frá samruna OMX við NASDAQ og þar með hefur stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi litið dagsins ljós. Hið nýja nafn á fyrirtækinu verður NAS- DAQ OMX Group. Íslenska kaup- höllin er hluti af nýja fyrirtæk- inu. Frístundin Lund og lóðum lyft í ræktinni 146 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 5. mars 2008 – 10. tölublað – 4. árgangur Skárra en Ísland Bankarnir traustir í Kasakstan 2 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com „Verðbólgan er enn mikil en undir- rót hennar er nú önnur en áður,“ segir Bjarni Már Gylfason, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins, í grein sem hann ritar í Markaðinn. Hann færir fyrir því rök að verðbólguþrýstingur sé nú fremur af völdum kostnaðarauka hjá fyrir- tækjum en vegna eftirspurnar. „Þetta ástand minnir á það sem hagfræðin nefnir stagflation, sem stundum er nefnt kreppu- eða kostnaðarverðbólga,“ segir hann og rifjar upp að á áttunda áratug síðustu aldar hafi þetta ástand einkennt mörg lönd í kjölfar olíu- kreppu. „Við þetta ástand verður barátta við verðbólgu annars eðlis en þegar verðbólga skýrist af sí- aukinni eftirspurn.“ Við þessar að- stæður segir hann smávægilega lækkun stýrivaxta Seðlabankans við hæfi. - óká / Sjá síðu 10 Verðbólga nú vegna kostnaðar BJARNI MÁR GYLFASON Bjarni, sem er hag- fræðingur SI, fjallar í blaðinu um hagstjórn, Iðnþing og Evrópusambandið. MARKAÐURINN/HARI Ingimar Karl Helgason skrifar „Tillögur skattyfirvalda um úrbætur í þessum efnum hafa legið á borðum stjórnvalda árum saman án þess að þeim hafi verið sinnt,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, í nýrri grein. Hann bendir á að erlendir aðilar eigi hátt í þriðj- ungs hlut í skráðum félögum í Kauphöllinni. Stór hluti sé skráður í skattaparadísum, í Lúxemborg og Hollandi. Hlutfall skráningar eignarhluta þar hafi aukist mjög á síðustu árum. Annað sé ólíklegt en að íslenskir aðilar séu á bak við þessa eign að mestu leyti. „Séu íslensku eignarhaldsfélögin í eigu erlendra aðila kann svo að fara að lítill eða enginn skattur verði eftir á Íslandi,“ segir Indriði. Markaðsverð allra félaga í Kauphöllinni var hátt í tvö þúsund milljarðar króna í upphafi vikunnar. Verðmæti hluta sem skráðir eru í skattaparadísum, í Lúxemborg og Hollandi var þá hátt í 480 millj- arða króna. Indriði bætir því við að þessi staða geri skatt- yfirvöldum erfitt fyrir. Hluti af tekjum og hagnaði falli til aðila eða félaga erlendis sem ýmist greiði skatta þar eða alls ekki, séu félögin skráð „í vafa- sömu skattaumhverfi“. Indriði bætir því við að ein helsta ástæðan fyrir þessu sé að skattalög hér hafi ekki þróast með til- liti til breyttra aðstæðna. Tillögur um úrbætur hafi lengi legið hjá stjórnvöldum, en allt komið fyrir ekki. Nauðsynlegt sé að setja lög sem skyldi inn- lenda aðila til að upplýsa um eignir og tekjur er- lendra félaga sinna. Þá þurfi að styrkja lög um svonefnda milliverðlagningu og um viðbrögð við skattasniðgöngu. Þá sé nauðsynlegt að í skattkerf- inu sé til staðar stofnun sem ráði við stórsniðin skattamál með erlendu ívafi. Sjá síður 8 og 9 Tilmæli um laga- breytingar hundsuð Hátt í 500 milljarða króna eign í skráðum félögum í Kaup- höllinni er geymd í skattaskjólum, Lúxemborg og Hollandi. Miklar skatttekjur kunna að fara forgörðum vegna þessa. Seðlabanki Íslands ætti, í það minnsta tímabundið, að hverfa frá verðbólgumarkmiði og hefja lækkunarferli stýrivaxta, að mati Ragnars Árnasonar, hagfræði- prófessors við Háskóla Íslands. Bankinn færi þá að fordæmi seðlabanka í Bandaríkjunum og Bretlandi sem breytt hafa stefnu sinni og lækkað vexti mikið og hratt þrátt fyrir versnandi verð- bólguhorfur. Í ræðum sem þeir Ben S. Bern- anke aðalbankastjóri banda- ríska seðlabankans og Frederik Miskin, sem situr í peningamála- nefnd bankans, fluttu í byrjun janúar er stefnubreyting bank- ans útskýrð þannig að aðstæð- ur á fjármálamörkuðum heims- ins séu með þeim hætti að meira máli skipti að tryggja þar lausafé og traust á fjármálastofnanir en einblína á verðbólgu. Síðan í sept- ember í fyrra hefur Seðlabanki Bandaríkjanna lækkað grunn- vexti sína frá úr 5,25 prósentum í 3 prósent. „Ef Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Bretlands telja að við þær aðstæður sem nú ríki beri að víkja verðbólgumarkmiði til hliðar til að tryggja gangverkið í fjármálakerfinu, þá er þeim mun ríkari ástæða til að gera það hér á landi,“ segir Ragnar og setur spurningarmerki við peninga- stefnuna sem hér hefur verið rekin. Hann segir upphaflegum verðbólguvanda í tengslum við stóriðjuþenslu í raun hafa verið „sópað undir teppið með hækk- un á gengi krónunnar“. Þannig hafi hér síðustu ár í raun verið fylgt gengisstýringarstefnu í stjórn peningamála. Hátt vaxta- stig segir Ragnar að ýti undir fjár- streymi til landsins og þar með sé í raun grafið undan peningastefn- unni sem vöxtunum er ætlað að vinna að. Hátt vaxtastig hér segir Ragnar í raun hafa gert krónuna að skotmarki erlendra fjármála- spekúlanta. - óká / Sjá síðu 6 Verðbólguvanda sópað undir teppið Skuldatryggingarálagið Bakland bankanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.