Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T S kattahneykslið í Þýskalandi teygir anga sína víða um lönd, nú síðast allt frá Sviss til Cayman-eyja í Karíba- hafi. Þýsk yfirvöld keyptu af upp- ljóstrara upplýsingar um vel á annað þúsund leynilega bankareikninga í smárík- inu Liechtenstein, sem telst vera í hópi svo- nefndra skattaparadísa. Víst er að í Þýskalandi einu hefur milljónum og aftur milljónum evra verið stungið undan skatti með því að fela þær á leynireikning- um. Ekki er útilokað að Ís- lendingar eigi einhvern hlut að máli, en skattyfirvöld hér hafa óskað eftir upplýs- ingum um hvort Íslending- ar tengist leynireikningun- um ytra. Bent hefur verið á að ekkert sé ólöglegt við að geyma fé á reikningum eða í félögum ytra. Slíkra hluta þurfi hins vegar að geta á skattframtölum. Upplýsingar um hvar eignir liggja eru þó ekki endilega alltaf á yfirborð- inu. Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrver- andi ríkisskattstjóri, hefur á vefsíðu sinni birt grein- ina „Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og skattar“, þar sem hann gerir grein fyrir umfangsmikilli rannsókn sinni á eignarhaldi skráðra íslenskra fyrirtækja og áhrifum þess á skattheimtu að Íslendingar geymi hluta- bréf sín í innlendum skráð- um félögum í eignarhalds- félögum sem skráð eru er- lendis. Samkvæmt rannsókninni er tæplega þriðjungur eign- arhaldsfélaga í Kauphöll- inni í erlendri eigu. Þar af eru tæp tíu prósent í Hol- landi og ríflega tíu prósent í Lúxemborg. Rúm fjögur prósent eru geymd á lág- skattasvæðum, eða skatta- paradísum, eins og Bresku Jómfrúa eyjum og eyjum á Ermarsundi. Sex og hálft prósent eru geymd í öðrum löndum. HRINGFJÁRFESTINGAR Indriði vekur athygli á því að fjárfesting- ar Íslendinga í tilteknum löndum hafi vaxið mikið og bendir á að fjárfesting hér frá þess- um sömu löndum hafi aukist til samræmis. Hann birtir í grein sinni yfirlit yfir þessar fjárfestingar. Samkvæmt tölum Seðlabank- ans hafi bein fjármunaeign erlendra aðila hér á landi í hittiðfyrra numið tæpum 540 millj- örðum króna. Langstærstur hluti þessa komi frá Lúxemborg, Hollandi og aflandssvæðum, eða skattaparadísum. Hlutdeild Lúxemborg- ar og Hollands, auk skattaskjóla, hafi aukist frá því að vera tíu prósent fyrir fáum árum og yfir 80 prósent í hitteðfyrra. „Ólíklegt verður að teljast að fjármagn til fjárfestinga hér á landi frá framangreind- um löndum sé raunverulega upprunnið þar og sé í eigu aðila sem þar eru heimilisfastir í reynd,“ segir Indriði í greininni. ÍSLENSKT ANNARS STAÐAR „Í ljósi þessara upplýsinga úr skýrslu Seðla- bankans má gera ráð fyrir að bein erlend fjármunaeign hér á landi sé að stórum hluta fjármunir í eigu íslenskra aðila sem flutt hafa fé þangað og nota til að fjárfesta aftur á Ís- landi,“ segir Indriði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, benti á það ekki alls fyrir löngu að er- lent eignarhald fyrirtækja í Kauphöllinni hefði í september numið 41 prósenti og hefði aukist mikið frá sama tíma í fyrra. Aukning- in væri merki um aukna erlenda fjárfestingu hérlendis þótt ljóst væri að mikið væri um að Íslendingar geymdu eign sína í erlendum fé- lögum. ÞRIÐJUNGUR INNLENDRAR EIGNAR ERLENDIS Athugun Markaðarins leiddi í ljós að í stærstu fyrirtækjunum í Kauphöllinni væri að líkind- um stór hluti erlendrar eignar í raun íslensk- ur. Svo nokkur dæmi séu tekin ætti Exista B.V., félag sem skráð er í Hollandi, næstum fjórðungshlut í Kaupþingi. Exista B.V. er að öllu leyti í eigu Exista hér heima. Exista er svo aftur í eigu Bakkabraedur Holding B.V., félags sem skráð er í Hollandi. Þá væri næst- stærsti eigandi Kaupþings Egla Invest B.V., félag í eigu íslenskra aðila. sem einnig er skráð í Hollandi. Stærsti eigandi Alfesca er Kjalar Invest B.V. sem er í eigu Íslendinga. FL Group geymir þriðjungshlut sinn í Glitni í hollenskum félögum. Þetta staðfestist í athugun Indriða H. Þor- lákssonar. Hann fór yfir hluthafalista skráðra félaga en gekk skrefinu lengra. hann hafði uppi á ársskýrslum félaga hjá Ársreikninga- skrá. Í ársskýrslu á að geta um alla sem eiga tíu prósenta hlut eða meira í félagi. Þannig má komast lengra og komst hann þannig til að mynda að því að félög sem skráð eru til heimilis í skattaskjólum eigi hlutabréf í skráðum íslenskum félögum. Samkvæmt athugun hans eru um tíu pró- sent hlutafjár í íslenskum félögum í eigu aðila í Hollandi. Annað eins, og raunar lítil- lega meira, í eigu aðila í Lúxemborg. En það sem sjálfsagt vekur mesta athygli er að 4,1 prósent eignarhalds íslenskra skráðra fé- laga er hjá félögum sem skráð eru á aflands- svæðum, eða skattaparadísum. A L F E S C A Kjalar Invest B.V. 39,67% Kaupþing banki hf. 19,10% Glitnir banki hf. 7,31% Straumur-Burðarás Fjárfest hf. 6,56% Citibank 5,25% Stafir lífeyrissjóður 5,12% Gildi - lífeyrissjóður 4,40% GLB Hedge 2,17% Arion safnreikningur 1,29% Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. 1,21% B A K K A V Ö R G R O U P Exista B.V 39,63% Gildi - lífeyrissjóður 6,38% Lífeyrissjóður verslunarmanna 5,69% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 5,42% Lauren & Alysia Investments (LU) 3,72% Antonios Prodromou Yerolemou 3,45% Stella Andreou 2,43% Eleni Pishiris 2,43% The Demos 2004 Settlement 2,43% Panikos Joannou Katsouris 2,43% E I M S K I P A F É L A G I Ð Frontline Holding S.A. 33,18% Fjárfestingarfélagið Grettir hf. 33,15% Landsbanki Luxembourg S.A. 8,57% Eyfirðingur ehf. 3,60% GLB Hedge 2,71% HF Eimskipafélag Ísl. (Eigin hlutir) 1,95% Peter Gordon Osborne 1,48% Stephen John Savage 1,48% Stephen Geoffrey Dargavel 1,48% Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. 1,47% E X I S T A Bakkabraedur Holding B.V. 45,21% Kista-fjárfestingarfélag ehf. 8,94% Gift fjárfestingarfélag ehf. 5,42% Castel (Luxembourg) SARL 5,10% Arion safnreikningur 5,08% Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf. 3,02% Icebank hf. 2,47% AB 47 ehf. 2,34% Gildi -lífeyrissjóður 2,04% Den Danske Bank A/S 2,03% F L A G A G R O U P Exista B.V 22,01% Kaupþing banki hf. 19,23% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 11,33% ResMed Inc. 6,62% Eignarhaldsfélagið Stofn ehf. 5,04% Kaupþing Ís-15 4,06% BOP ehf. 3,54% Helmke Ingrid Margret Priess 2,61% Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,08% Landsbanki Luxembourg S.A. 2,03% G L I T N I R FL Group Holding Netherlands B. 7,74% FL GLB Holding B.V. 13,11% Þáttur International ehf. 7,00% Saxbygg Invest ehf. 5,00% Jötunn Holding ehf. 4,85% LI-Hedge 4,58% Stím ehf. 4,30% Glitnir banki hf. (Eigin hlutir) 3,61% GLB Hedge 2,83% Salt Investments ehf. 2,30% K A U P Þ I N G Exista B.V 23,02% Arion verðbréfavarsla - Safnr/sænsk bréf 11,80% Egla Invest B.V. 9,88% Arion safnreikningur 5,02% Gift fjárfestingarfélag ehf. 3,61% Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,56% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 3,46% Gildi - lífeyrissjóður 3,17% Holt Investment Group Ltd. 2,30% Kaupþing banki hf. (Eigin hlutir) 1,51% L A N D S B A N K I Í S L A N D S Samson eignarhaldsfélag ehf. 40,73% Landsbanki Luxembourg S.A. 6,87% Landsbanki Íslands hf.,aðalstöðv. (Eigin hlutir) 4,11% Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,97% LI-Hedge 2,88% ÍslandsbankiFBA - safnreikningur 2,76% LB Holding Ltd. 2,47% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 2,40% Arion safnreikningur 2,39% Smáey ehf. 2,21% S T R A U M U R - B U R Ð A R Á S Samson Global Holdings S.a.r.l. 32,89% Landsbanki Luxembourg S.A. 23,80% Straumur-Burðarás Fjárfest hf. (Eigin hlutir) 6,72% Löngusker ehf. 3,75% Lífeyrissjóður verslunarmanna 1,81% Kaupþing Ís-15 1,66% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,42% Stafir lífeyrissjóður 1,01% Straumur fj.fest.banki hf.-Safnreikningur 0,97% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 0,94% Ö S S U R William Demant Invest A/S 34,27% Eyrir Invest ehf. 19,87% Mallard Holding S.A. 8,87% Vik Investment Holding S.a.r.l. 5,78% ATP-Arbejdmarkedets Tillægspens 3,47% Gildi - lífeyrissjóður 3,02% Lífeyrissjóður verslunarmanna 1,86% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 1,81% Arion safnreikningur 1,81% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,52% 77 milljarðar króna geymdir í Rannsókn Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, sýnir að stór hluti erlendrar hlutabréfaeignar í skráðum í sem geymd eru í skattaskjólum nemur hátt í áttatíu milljarða íslenskra króna miðað við núverandi markaðsvirði. Ingima að tæpir 400 milljarðar eru skráðir í Hollandi og Lúxemborg þaðan sem stutt er í skattaskjól. INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON Kannaði hvar eignarhlutir í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina eiga upp- runa sinn. Stór hluti er í eigu félaga með heimilsfesti í Hollandi og Lúxemborg. Mikið er einnig geymt í skattaparadísum. T Í U S T Æ R S T U E I G E N D U R S K R Á Ð R A F É L A G A Í K A U P H Ö L L Í S L A N D S Þ A R S E M E R L E N T E I G N A R H A L D E R M E S T H L U T F A L L E I G N A R A L L S Hlutfallslegt eignarhald í félögum í Kauphöll eftir uppruna: Önnur Kauphallarfélög 10,3 Lífeyrissjóðir 6,3 Erlendir aðilar 31,5 - þar af í Hollandi 9,5 - þar af í Lúxemborg 11,5 - þar af á aflandssvæðum 4,1 - í öðrum útlöndum 6,5 Aðrir 51,9 S Á H E L M I N G U R F É L A G A Þ A R S E M E R L E N D A E I G N I N E R M E S T Hlutfallslegt eignarhald í félögum í Kauphöll eftir uppruna: Önnur Kauphallarfélög 9,6 Lífeyrissjóðir 9,7 Erlendir aðilar 54,6 - þar af í Hollandi 19,9 - þar af í Lúxemborg 19,0 - þar af á aflandssvæðum 6,2 - í öðrum útlöndum 10,6 Aðrir 26,1 E R L E N D F J Á R M U N A E I G N Bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi* 2004 2005 2006 Norðurlönd 13.059 15.405 18.506 Belgía/Lúx 53.756 70.657 178.016 Holland 379 117.127 211.767 Aflandssvæði 20.272 44.615 61.661 Annað í Evrópu 13.361 15.079 24.503 Utan Evrópu 26.619 33.668 43.955 Samtals 127.445 296.550 538.407 * Fjárhæðir í milljónum króna Erlend félög í hópi stærstu hluthafa Rannsókn Indriða H. Þorlákssonar mið- ast við tuttugu stærstu hluthafa í félög- um sem skráð eru í Kauphöllinni. Hér er birtur listi yfir tíu stærstu hluthafana í þeim félögum þar sem erlent eignarhald er mest. Samkvæmt grein Indriða er er- lent eignarhald í þessum félögum, sem að líkindum má rekja til íslenskra aðila, yfir fimmtíu prósent. Um fimmtung má rekja til Hollands, annað eins til Lúxemborg- ar og yfir sex prósent til félaga sem eiga heimilisfesti á aflandssvæðum. B.V. merk- ir að félag sé skráð í Hollandi. S.a.r.l. tákn- ar skráningu í Lúxemborg. Stundum þarf að fara dýpra en í hluthafalistann sem birtur er í Kauphöllinni til að finna hvar félag er skráð. Indriði fór yfir ársreikn- inga félaga sem eru skráðir eigendur fé- laganna á hluthafalistunum. Grein Indriða H. Þorlákssonar er að- gengileg á vefslóðinni: http://web. mac.com/inhauth/Indri%C3%B0i_H._ %C3%9Eorl%C3%A1ksson/Vefrit.html.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.