Fréttablaðið - 05.03.2008, Síða 9

Fréttablaðið - 05.03.2008, Síða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Ú T T E K T MILLJARÐATUGIR GEYMDIR Í SKATTASKJÓLUM Verðmæti hlutabréfa hér á landi hefur hrun- ið á undanförnum mánuðum. Markaðsverð- mæti allra skráðra félaga er nú um 1.895 milljarðar króna, Samkvæmt því má ætla að virði þeirrar hlutabréfaeignar sem geymd er í fyrirtækjum með heimilisfesti í skattaskjól- um nemi ríflega 77 milljörðum króna. Hátt í fjögur hundruð milljarða króna hlutabréfa- eign er skráð í Hollandi og Lúxemborg. Fram kemur í grein Indriða að í Lúxem- borg sæti eignarhaldsfélög útlendinga lítilli eða engri skattlagningu á tekjur sem koma erlendis frá. Þaðan fáist ennfremur takmark- aðar upplýsingar um félögin og eigendur þeirra. Hvað Holland varðar sé skattalöggjöf þar áþekk því sem gerist í flestum ríkjum Evr- ópu. Tvennt kunni þó að skýra íslenskar fjár- festingar þar sérstaklega. „Fyrrum nýlend- ur Hollands, sem nú eru svokölluð verndar- svæði, og teljast sum hver til skattaparadísa, njóta sérstöðu í Hollandi í skattalegu tilliti sem gerir það að verkum að auðvelt er að færa óskattlagt fé á milli.“ Hitt sem kunni að hafa áhrif sé að enginn afdráttarskattur sé lagður á arð sem greiddur sé milli Íslands og Hollands, samkvæmt tví- sköttunarsamningi landanna. „Má því gera ráð fyrir að hagnaður sem þangað er fluttur eigi sér greiða leið annað,“ segir Indriði í greininni. HVAÐA FYRIRTÆKI ERU ÞETTA? Indriði H. Þorláksson sundurgreinir ekki eignarhald í einstökum fyrirtækjum eða hlut- deild einstaklinga. Hins vegar kemur fram í grein hans að í hópi þeirra fyrirtækja, þar sem erlenda eignaraðildin er stærst séu einkum fjármálafyrirtæki, bankar og stór eignarhaldsfélög. Þessi félög séu Straumur- Burðarás, Bakkavör Group, Landsbanki Ís- lands, Össur, Exista, Eimskipafélagið, Kaup- þing, Alfesca, Glitnir og Flaga Group. Í þessum fyrirtækjum er, samkvæmt grein Indriða, yfir helmingur eignarhaldsins er- lendur. Sé eignarhaldið sundurgreint eftir svæðum er tæplega fimmtungur í eigu aðila í Hollandi, tæplega fimmtungur í Lúxem- borg og 6,2 prósent eru í eigu aðila sem hafa heimilisfesti á aflandssvæðum, eða í skatta- paradísum. ARÐURINN ÚR LANDI? Stærstu fjármálafyrirtæki landsins greiddu tæpan fjórðung af hagnaði sínum í hitteð- fyrra út sem arð í fyrra. Alls fengu þúsundir hluthafa samanlagt um 71 einn milljarð króna í sinn hlut. Samkvæmt lögum um fjármagns- tekjuskatt hefði tíund af þessu, eða um sjö milljarðar króna, átt að renna í ríkiskassann. Indriði bendir hins vegar á í grein sinni að í tilviki þeirra félaga sem áður voru nefnd eigi erlendir aðilar að jafnaði yfir helm- ing hlutafjár. Hin erlenda eignaraðild sé að fjórum fimmtu hlutum frá félögum í Hol- landi, Lúxemborg eða aflandssvæðum. „Ein- ungis um fjórðungur eignarhalds í þeim er hjá félögum þar sem líkur eru á að þau eða eigendur þeirra greiði skatt hér á landi af út- hlutuðum arði eða söluhagnaði. Aðrir eigend- ur eru annað hvort lífeyrissjóðir, sem eru skattfrjálsir, eða erlendir aðilar sem litlar líkur eru á að greiði hér skatt sem nokkru nemur,“ segir Indriði. HVAÐ ERU SKATTAPARADÍSIR? Indriði segir að aflandssvæði, eða skatta- paradísir, séu lönd eða landsvæði þar sem erlendir aðilar fái skattaskjól. Með öðrum orðum séu ekki lagðir skattar á erlenda aðila og erlendum yfirvöldum séu veittar takmark- aðar upplýsingar um félög sem þar starfa. Yfirleitt sé félagalöggjöf þar í molum, engar kröfur séu gerðar um reikningshald og fleira. Þá sé skráning félags oftar en ekki mála- myndagjörningur, enda séu þúsundir félaga sem skráð séu á þessum svæðum einungis skúffufyrirtæki. Skattaparadísir sem tengist skráðum félög- um í Kauphöllinni séu einkum Bresku Jóm- frúaeyjar og eyjar á Ermarsundi. Aðrar skattaparadísir, samkvæmt lista OECD, eru til að mynda Andorra, Belís, Mónakó, Hollensku Antillur og Maldíveyjar. EKKI ÓLÖGLEGT AÐ SKRÁ EIGN ERLENDIS Þótt eignin sé geymd í erlendum félögum er ekki þar með sagt að menn svíki undan skatti eða að skráningin sé í sjálfu sér ólögleg. Til að mynda verður ekkert fullyrt um slíkt þótt félög séu skráð í Lúxemborg, á Ermar- sundi eða á Kýpur. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir að skattyfir- völd hérlendis fylgist með þessum erlendu skráning- um „en það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við þær“. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að fyrir fáum árum hafi skattsvikamál með erlendum tengingum verið nær óþekkt. Hins vegar hafi slíkum málum fjölgað mikið undanfarin ár. Ætla má að skattsvik í gegnum erlend félög hafi numið um fimmtán milljörðum króna undan- farin þrjú ár. Fram kemur í skýrslu starfs- hóps sem mat umfang skattsvika hér á landi árið 2003 að ætla megi að slík skattsvik nemi um einu til einu og hálfu prósenti af tekjum ríkisins. Rétt er að taka fram að hér er ekkert full- yrt um að einstakir aðilar, menn eða félög, stundi skattsvik með því að skrá félag eða félög er- lendis. ÞÖRF Á LAGABREYTINGUM? Indriði fullyrðir í grein sinni að erlent eignarhald á íslenskum félögum, raun- verulegt eða dulið íslenskt eignarhald, hafi mikil áhrif á tekjur ríkissjóðs. Hluti af tekjum og hagnaði falli til aðila eða félaga erlend- is sem ýmist greiði skatta þar eða alls ekki, séu fé- lögin skráð „í vafasömu skattaumhverfi“. Indriði segir óviðun- andi út frá jafnræðis- sjónarmiðum og skaðlegt öllu skattasiðferði „að þeir sem til þess hafa vilja og aðstöðu geti sniðgengið ís- lenska hagsmuni svo frek- lega sem þeim sýnist“. Hann segir að skattalög hér hafi ekki þróast með tilliti til aðstæðna. Mestu skipti skortur á svonefndri CFC-löggjöf. Slík lög skylda innlenda aðila til að upplýsa um eignir og tekj- ur erlendra félaga í þeirra umráðum og skatt- leggur tekjurnar ef þær sæta ekki almennri skatt- lagningu í upp- runalandinu. 250 200 150 100 50 0 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Aflandssvæði Holland Belgía/Lúxemborg HOLLAND BELGÍA LÚXEMBORG ERMARSUNDSEYJAR EYJAN MÖN 211.767 MILLJÓNIR 178.016 MILLJÓNIR 61.661 MILLJÓNIR „Ég vil að svissneski fjármálaheimurinn verði heiðarlegri og siðlegri,“ segir Rudolf Elmer, svissneskur fyrrverandi banka- maður, í samtali við Der Spiegel. Hann hefur birt leynilegar upplýs- ingar um ýmsar færslur Julius Bär- einkabankans í Sviss. Málið teng- ist ýmsum vafasömum færslum frá bankanum til banka á Cayman- eyjum. Bankinn mun bæði hafa fært fé fyrir viðskiptavini sína og sjálfan sig til að komast hjá skattgreiðslum í Sviss. Málið þykir minna á skattahneykslið í Þýskalandi, þar sem yfirvöld keyptu upplýs- ingar um á annað þúsund leynilega reikninga í smáríkinu Liechtenstein. Vel á fimmta þúsund manna af ýmsum þjóðernum tengjast málinu. Yfirvöld hér á landi, annars staðar á Norður- löndum, í Hollandi, Ítalíu og Ástralíu hafa óskað eftir gögnum um málið frá Þýskalandi. Þá hafa Bretar og Bandaríkjamenn einnig samið við uppljóstrarann sem seldi Þjóðverj- um upplýsingar um bankann í Liechtenstein. Frá Sviss til Cayman SÓLIN SEST Í SKATTAPARADÍSINNI Cayman-eyjar eru samkvæmt Der Spiegel fimmta stærsta fjármálamiðstöð heimsins og alræmt skattaskjól. skattaparadísum íslenskum félögum er í rauninni innlendur. Verðmæti hlutabréfa ar Karl Helgason rýndi í rannsókn Indriða og komst einnig að því Afdráttarskattur Afdráttarskattur getur verið dregin af arð- greiðslum, vöxtum, þóknunum og öðrum kostnaði, sérstaklega ef greiðslur fara fram til erlendra aðila. Þegar erlendir aðil- ar greiða þannig tekjur enn áfram til þriðja aðila sem á uppruna sinn að rekja til þess lands sem greiðslan kom upphaflega frá, geta að skattyfirvöld dregið aukalegan af- dráttarskatt af slíkri greiðslu þrátt fyrir að þær séu ekki inntar af hendi af aðila í við- komandi landi.* * Tax.is Mikið af íslensku fé fer fram og aftur héðan og til eyja í Ermarsundi, Hollands og Lúxemborgar. Ætla má að mikið af þessu sé fólgið í því að félög í eigu íslenskra einstaklinga og félaga séu geymd í eignarhaldsfélögum þar ytra. Ermarsundseyjar eru taldar til skattaparadísa. Mikil bankaleynd ríkir í Lúxemborg, þar sem erlendir aðilar þurfa ekki að greiða skatta af tekjum sem koma að utan. Í Hollandi er enn fremur stutt í skattaparadísir. Stórkostlegur vöxtur hefur orðið í þessum fjármagns- hreyfingum frá miðju ári 2004. H U N D R U Ð M I L L J A R Ð A T I L B E N E L Ú X - L A N D A O G E R M A R S U N D S E Y J A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.