Fréttablaðið - 05.03.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.03.2008, Qupperneq 10
MARKAÐURINN 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Jón Skaftason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l jsk@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Frá því að núverandi fyrirkomu- lag peningamála var tekið upp á Íslandi árið 2001 hefur verðbólga verið meira og minna yfir verð- bólgumarkmiði þrátt fyrir afar háa stýrivexti. Að stærstum hluta skýrist það af hækkun fasteigna- verðs á árunum 2004 til 2006 auk þess sem sterkt gengi krónunnar á tímabilinu jók verulega einka- neyslu og þar með eftirspurn í hagkerfinu. Miklar fjárfestingar ýttu einnig undir þrýsting. Vinnu- markaðurinn var þaninn og launa- skrið í ýmsum atvinnugreinum ýtti undir verðbólgu þótt mikil fjölgun útlendinga á vinnumark- aðnum hafi slegið á launaþrýst- ing. Með öðrum orðum kynti mikil eftirspurn undir verðbólgu í hag- kerfinu. Hefðbundin hagstjórnar- viðbrögð við verðbólgu af þessu tagi eru að hækka vexti og auka aðhald í opinberum rekstri til að reyna að hemja eftirspurn. Vissu- lega var það reynt en árangur- inn hefur látið á sér standa eins og víðtækt ójafnvægi ber skýr merki um. FLJÓTT SKIPAST VEÐUR Í LOFTI Á fáeinum mánuðum virðist hag- kerfið hægja verulega á sér. Ógnar háir vextir bíta fast, velta á fasteignamarkaði hefur minnkað mikið og hratt slaknar á spennu á vinnumarkaði. Verðbólgan er enn mikil en undirrót hennar er nú önnur en áður. Hún skýrist fyrst og fremst af miklum kostnaðar- hækkunum. Gengi krónunnar er að veikjast, hráefnaverð hefur hækkað, mat- vælaverð er á uppleið, olíuverð er í hæstu hæðum, fjármagns- kostnaður er gífurlegur og ný- gerðir kjarasamningar leggj- ast þungt á sum fyrirtæki. Óhjá- kvæmilega verða fyrirtækin að varpa að minnsta kosti hluta af þessum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á sama tíma er eftir- spurn að dragast saman. Þetta ástand minnir á það sem hag- fræðin nefnir „stagflation“ sem stundum er nefnt kreppu- eða kostnaðarverðbólga. Á áttunda áratug síðustu aldar einkenndist efnahagsbúskapur margra landa af þessu ástandi í kjölfar olíu- kreppu. Slíkt ástand ríkti á Ís- landi á árunum 1988-1992 þegar verðbólga var mikil, gengisfell- ingar tíðar og hagvöxtur nei- kvæður. Atvinnuleysi var þó aldrei mikið en í kjölfar þess að verðbólgan var kveðin niður jókst atvinnuleysi verulega á ár- unum 1992 til 1997. Líklega er of sterkt til orða tekið að tala um kreppu í dag en flestum virðist ljóst að einhver samdráttur er yfirvofandi. Við þetta ástand verður barátta við verðbólgu annars eðlis en þegar verðbólga skýrist af síaukinni eftirspurn. Í hagfræði er stund- um talað um neikvæðan fram- boðsskell. Við höfum ekki glímt við ástand af þessu tagi eftir að gengið var sett á flot og verð- bólgumarkmið tekið upp. Stóra spurningin er því hvernig á að takast á við breyttar aðstæður og hverjar verða afleiðingarnar. LAUSNIR VANDFUNDNAR Vaxtahækkun eða áframhaldandi hávaxtastefna, sem væri hefð- bundin leið til að bregðast við verðbólgu, myndi auka við þann samdrátt sem þegar virðist yfir- vofandi. Atvinnuleysi yrði meira og gjaldþrot fleiri. Í staðnandi verðbólguhagkerfi hefur þetta verið gert með nokkuð góðum ár- angri en ferlið er sársaukafullt. Draga má í efa að slík leið sé hagfelld hérlendis þar sem gengi krónunnar er mjög næmt fyrir breytingum í vöxtum. Áfram- haldandi hávaxtastefna mun halda áfram að spenna gengið sem getur gefið eftir hvenær sem er og aukið enn á verðbólgu. Þannig mun óstöðugt gengi og væntingar um gengisfall festa í sessi væntingar um háa verð- bólgu. Vaxtalækkun ætti, að minnsta kosti fræðilega, að ýta undir einkaneyslu og örva þannig hag- kerfið. Vandinn er sá að það myndi líklega stuðla að veik- ingu krónunnar sem aftur eykur verðbólgu og getur haft nei- kvæð áhrif á væntingar. Þessar aðstæður sýna glögglega í hve miklum vanda peningastefnan er við að leysa undirliggjandi efna- hagsvanda. Smávægileg lækkun vaxta er þó vænlegri kostur því það mun senda þau skilaboð að Seðlabankinn ætli sér ekki að keyra efnahagslífið í kaf og að erlendir aðilar geti ekki enda- laust nýtt sér vaxtamuninn. Að- stæður á fjármálamörkuðum eru einfaldlega nógu erfiðar fyrir. Óþarft er fyrir Seðlabankann að bæta gráu ofan á svart. MÓTUM EIGIN FRAMTÍÐ Til skamms tíma er fyrirliggjandi verkefni að endurvinna traust á íslensku efnahagslífi og sann- færa fólk, einkum erlenda fjár- festa, um að hér ætli menn að ein- setja sér að koma efnahagslífinu á rétta braut. Nýleg skattalækk- un á fyrirtæki er mikilvægt skref í því. Til lengri tíma litið þarf hins vegar að stuðla að því að öflugt at- vinnulíf geti haldið áfram að vaxa og dafna. Aukin framleiðslugeta, framleiðni og verðmætasköpun er lykilatriði. Hvergi í heimin- um geta hins vegar orðið efna- hagslegar framfarir og sjálfbær hagvöxtur þegar verðbólga og efnahagslegt ójafnvægi er við- varandi. Við þurfum því nýtt um- hverfi fyrir hagstjórnina í land- inu og ný efnahagsleg markmið. Það er ekki að tilefnislausu að Iðnþing 2008, sem haldið er á morgun, er tileinkað framtíð- inni og þeirri spurningu hvort íslensku efnahags- og atvinnu- lífi farnist betur innan Evrópu- sambandsins og með evru sem gjaldmiðil. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu eru tilefni til að hugleiða aðstæður okkar og með hvaða hætti við ætlum að móta eigin framtíð. Ný vandamál – nýjar lausnir O R Ð Í B E L G Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins MAÍSKORN Olíuverð er í hæstu hæðum og hefur það leitt til aukinnar eftirspurnar eftir til dæmis korni til framleiðslu á eldsneyti. Af þessu verður víxlverkun kostnaðarauka í marg- víslegri matvælaframleiðslu. Greinarhöfundur bendir á að hér kunni verðbólguþrýstingur að hluta að eiga rót í auknum kostnaði fremur en eftirspurn. MARKAÐURINN/AFP Stýrivextir eru þeir vextir sem yfirvöld nota til að reyna að hafa áhrif á markaðs- vexti, að því er fram kemur á vef Seðla- banka Íslands. „Víðast eru þetta vextir á einhvers konar seðlabankaútlánum eða -innlánum. Tilgangur með hækkun slíkra vaxta getur verið að draga úr ofþenslu og verðbólgu eða hækka gengi gjaldmiðils,“ segir þar. Hér eru stýrivextir þeir vextir sem Seðlabanki Íslands ákveður á fyrir- greiðslu við lánastofnanir í formi svokall- aðra lána gegn veði. Í þessum viðskiptum geta lánastofnanir fengið peninga að láni frá Seðlabankanum í sjö daga gegn veði í skuldabréfum. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 13,75 prósent. Samkvæmt áætl- un tilkynnir Seðlabankinn næst um stýri- vaxtaákvörðun 10. apríl. Stýrivextir Einstaklingar hafa alltaf leitað leiða til að flýja yfirgang og kúgun ríkis- valdsins. Stundum er sagt að fólk hafi kosið með fótunum og valið sér bú- setu þar sem mestar líkur eru á að það geti fullnægt markmiðum í lífinu án íhlutunar yfirvalda. Nú á tímum er hægt að ná þessum markmiðum án þess að flytja úr landi. Í úttekt Markaðarins í dag er greint frá því að eigendur stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands velji að vista eignir sínar og rekstur er- lendis. Andvirði tæplega 400 milljarða króna er þannig geymt í félög- um sem skráð eru í Hollandi og Lúxemborg samkvæmt könnun Ind- riða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. Verðmæti hlutabréfa sem eru geymd í svokölluðum skattaskjólum nemur hátt í áttatíu millj- arða króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á það í Mark- aðnum að erlent eignarhald fyrirtækja í Kauphöllinni hefði í september 2007 numið 41 prósenti og aukist mikið frá sama tíma í fyrra. Samkvæmt úttekt Markaðarins er stór hluti þessara eigna í eigu Íslendinga. Í Lúxemborg sæta eignarhaldsfélög útlendinga lítilli eða engri skatt- lagningu á tekjur sem koma erlendis frá að því er fram kemur í miðopnu- úttekt Markaðarins. Þaðan fást ennfremur takmarkaðar upplýsingar um félögin og eigendur þeirra. Í Hollandi er skattalöggjöf áþekk því sem gerist í flestum ríkjum Evr- ópu. Tvennt kann að skýra fjárfestingar Íslendinga þar að mati Indriða. Fyrrverandi nýlendur Hollands, sem nú eru svokölluð verndarsvæði, njóta sérstöðu í Hollandi í skattalegu tilliti. Það gerir það að verkum að auðvelt er að færa óskattlagt fé á milli félaga. Einnig er enginn afdráttarskattur lagður á arð sem greiddur er á milli Íslands og Hollands samkvæmt tvísköttunarsamningi landanna. Ind- riði gerir ráð fyrir að hagnaður sem þangað er fluttur eigi greiða leið annað. Það er ljóst að ríkissjóðir verða af skatttekjum vegna þess að fólk flytur eignir sínar þangað sem skattar eru hagkvæmari. Í því sambandi hefur í nokkur ár verið unnið gegn svokölluðum skattaskjólum og reynt að þvinga í gegn löggjöf um samræmda skattastefnu og upplýsingagjöf milli landa. Mikilvægt er að hafa í huga að fæstir þeir sem flytja eignir sínar milli landa eru að brjóta lög. Einstaklingum ber þó að greina skattyfirvöldum í heimalandi frá eignum sínum erlendis. Nýlegt mál í Liechtenstein, þar sem upplýsingar um eigendur bankareikninga voru seldar þýskum yfir- völdum, snýr einmitt að þessu. Nokkur ríki neita að gefa upplýsingar um hverjir geyma verðmæti innan þeirra landamæra. Skattasamkeppni á milli landa er jafn sjálfsögð og samkeppni fyrir- tækja á markaði. Skattasamræming er leið ríkisstjórnaklúbba, eins og OECD og Evrópusambandsins, til að skapa með sér samráð um skatt- lagningu borgaranna. Flestir sem telja sig á bandi réttlætisins reka upp ramakvein þegar þeir heyra talað um samráð. Í því ljósi ættu hinir sömu að berjast gegn því að ríki taki sig saman til að koma í veg fyrir flóttaleiðir fyrir fólk og fjármagn þangað sem skattar eru lágir. Skattasamkeppni ríkja stuðlar að ákveðnu aðhaldi sem allar ríkis- stjórnir þurfa til að halda skattheimtu í lágmarki. Okkur er ekki síður mikilvægt í dag að vita af leiðum til að flýja kúgun og yfirgang ríkis- valdsins en fyrr á öldum. Fjöldi Íslendinga hefur fært eignir sínar til útlanda. Skattasamkeppni er fólkinu mikilvæg Björgvin Guðmundsson MARKAÐURINN á www.visir alla daga

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.