Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 S K O Ð U N Svali í skatta- forsælunni Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsyn- legt. Ekki aðeins þar sem klof- græjan var komin fast við frost- mark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búset- una á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endr- um og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skatt- framtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skatt- framtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barba- dos. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn sval- andi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafn- vel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Jón Ólafsson hefur verið áber- andi í fjölmiðlum síðustu vikur. Bæði vegna velgengni við að koma á framfæri og selja ís- lenskt vatn á erlendis undir merkjum Icelandic Glacial og svo nú síðast vegna framvindu meiðyrðamálareksturs hans í Bretlandi á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni próf- essor. Jón hefur síðustu þrjá áratugi verið farsæll í að byggja upp margvísleg fyrirtæki, en þekkt- astur að öllum líkindum fyrir að koma á og fara fyrir afþreying- ar- og fjölmiðlaveldinu Norður- ljósum, sem til varð sumarið 1999 með sameiningu Íslenska útvarpsfélagsins, Skífunnar og Sýnar. Jón Ólafsson er 53 ára gamall, fæddur í Keflavík 6. ágúst árið 1954. Ungur að árum lét hann til sín taka við dansleikjahald og framkvæmdastjórn hljóm- sveita, með ungæðishætti og líf- erni sem einkennt getur hljóm- sveitariðnað. Hann sagði hins vegar skilið við alla óreglu og keypti skömmu eftir tvítugt litla hljómplötuverslun í Hafnar- firði. Nokkrum mánuðum síðar lét hann svo til sín taka með fleirum í hljómplötuútgáfu og þegar fram liðu stundir varð af- þreyingarfyrirtækið Skífan til. Á níunda áratug síðustu aldar jókst umfang fyrirtækisins með samningum um kvikmyndarétt. Þá var Jón meðal stofnenda Ís- lenska útvarpsfélagsins sem rak Bylgjuna. Hér ágerðist svo samkeppni bæði á sviði fjölmiðla og í af- þreyingariðnaði og Jón var ekki óumdeildur. Hann komst í ónáð hjá forystuöflum í Sjálfstæðis- flokknum þegar hann neitaði í ársbyrjun 1990 að ráða tiltekinn mann sjónvarpsstjóra á Stöð 2 að kröfu formanns flokksins, en um þetta upplýsti Jón í viðtali við tímaritið Ský árið 2002. Norðurljós urðu til árið 1999 og var þar orðið til öflugasta fjöl- miðla- og afþreyingar fyrirtæki landsins. Síðla árs árið 2003 tók svo Jón ákvörðun um að selja hópi fjárfesta allar eignir sínar hér á landi, sem voru umtals- verðar auk Norðurljósahlutsins. Hann átti stóran hlut í Aðalverk- tökum og hafði áður verið í Orca- hópnum svonefnda, sem festi sér ráðandi hlut í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins (FBA) sem síðar rann inn í Íslandsbanka. Á þessum tíma voru Norður- ljós plöguð af skuldum og Jón sætti rannsókn skattayfirvalda. Síðla árs 2004 var Jóni gert að greiða rúmar 300 milljónir króna í endur álagningu skatta. Jón hafði á þessum tíma verið búsettur í Lundúnum í fimm til sex ár, en þar heldur hann enn heimili. Nú er Jón Ólafsson aftur áber- andi í íslensku viðskiptalífi með uppgangi Icelandic Water Hold- ings, sem hann stofnaði með Kristjáni syni sínum árið 2005. En í maí 2006 samdi fyrirtækið við Ölfushrepp um nýtingu á lindarvatni þar til átöppunar og sölu. S A G A N Á B A K V I Ð . . . J Ó N Ó L A F S S O N A T H A F N A M A N N , S T J Ó R N A R F O R M A N N O G S T O F N A N D A I C E L A N D I C W A T E R H O L D I N G S Athafnamaður snýr aftur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.