Fréttablaðið - 05.03.2008, Side 12

Fréttablaðið - 05.03.2008, Side 12
MARKAÐURINN 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Björgvin Guðmundsson skrifar „Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvót- ans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöð- inni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnu- hrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmæt- in sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Grein- ingu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þús- und tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuð- um er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur. Aukning loðnukvóta skilar sex milljörðum Hrognin í loðnunni sem veiðist nú við Íslandsstrendur eru verðmæt afurð. Helstu kaupendur eru Rússar og Japanar. Vinsældir sushis í heiminum hafa aukið eftirspurnina. STRANGT GÆÐAEFTIRLIT VIÐ HROGNAVINNSLU Kawa Morita frá Japan fylgist vel með framleiðslunni í Vinnslustöðinni þar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson ræður ríkjum. Samþykki Morita að kaupa hrognin sem eru framleidd er gengið frá pökkun og hrognin sett í frystigeymslur. Sigurgeir segir að þá fari af stað samningaviðræður um verð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SIGRÚN NANNA KARLSDÓTTIR hefur verið ráðin verkefnis- stjóri í efnis-, líftækni- og orkudeild Nýsköp- unarmiðstöðvar. Hún hefur lokið doktorsnámi í efnisverkfræði frá University of Michigan og er með B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðar verkfræði. DÓRA HLÍN GÍSLADÓTTIR hefur verið ráðin í sérverkefni í orkumálum hjá Nýsköpunarmiðstöð með starfsstöð á Ísafirði. Dóra Hlín var að ljúka meistara- gráðu í efnaverkfræði frá Kungliga tekn- iska högskolan og er með B.Sc. í efna- verkfræði frá HÍ. ARNHEIÐUR ELÍSA INGJALDSDÓTTIR hefur verið ráðin verkefnis- stjóri hjá Evrópu mið- stöð Impru. Arnheiður er með M.Sc. gráðu í „European Business and Law“ frá Handels- højskolen Århus Universitet og B.Sc. í viðskiptafræði. SELMA DÖGG SIGURJÓNSDÓTTIR hefur verið ráðin verkefnis- stjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð, Akureyri. Selma er með M.Sc. gráðu í „Inter- national Management“ frá Oxford Brookes University í Englandi og B.Sc. í viðskiptafræði. RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR hefur verið ráðin kynningarfulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar. Rósa er með M.Sc. í málvísindum frá King’s College London og B.A. í málvísindum frá Macalester College í Bandaríkjunum. Impra á Nýsköpunarmiðstöð opnaði nýverið útibú á Ísafirði og munu Arna Lára Jónsdóttir og Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir sjá um starfsemi Impru þar. Arna Lára er stjórnmálafræðingur frá HÍ og er að ljúka meistaranámi í við- skiptafræði við sama skóla. Sigríður Ólöf er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og iðnrekstrarfræði frá Háskólanum á Bifröst. F Ó L K Á F E R L I LÁRA N. EGGERTSDÓTTIR hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365. Hún tekur við starfinu af Viðari Þorkelssyni sem hverf- ur til starfa hjá FL Group. Lára hefur starfað hjá 365 í tæp 7 ár. Hún hóf störf sem rekstrarstjóri sjónvarps hjá Íslenska útvarps- félaginu í mars 2001, varð síðan aðstoð- arframkvæmdastjóri rekstrarsviðs 2004 og hefur verið framkvæmdastjóri sjón- varps og útvarps frá haustinu 2006. Lára er hagfræðingur frá Háskóla Íslands. S J Á V A R Ú T V E G U R Það eru aðeins tvær leiðir með vörur til og frá Íslandi. Fraktflug með Icelandair Cargo býður þér hraðan og hagkvæman flutningsmáta með fraktflugi oftar en 200 sinnum í viku á milli Íslands, annarra Evrópulanda og Bandaríkjanna. HVOR LEIÐIN HENTAR ÞÉR? VIÐ FLJÚGUM YFIR 200 SINNUM Í VIKU TIL EVRÓPU OG BANDARÍKJANNA – hagkvæmur flutningsmáti www.icelandaircargo.is Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.