Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 13
MARKAÐURINN O R K A O G I Ð N A Ð U R L A N D B Ú N A Ð U R Óli Kristján Ármannsson skrifar Seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands hafa breytt stefnu sinni og lækkað vexti mikið og hratt þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur. Stefnu- breytingin er skýrð með því að aðstæður á fjár- málamörkuðum heimsins séu nú með þeim hætti að meira máli skipti að tryggja þar lausafé og traust á fjármálastofnanir en einblína á verðbólgu. „Ef Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Bretlands telja að við þær aðstæður sem nú ríki beri að víkja verðbólgumarkmiði til hliðar til að tryggja gang- verkið í fjármálakerfinu, þá er þeim mun ríkari ástæða til að gera það hér á landi,“ segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Ragnar bendir á að verðlækkun á hlutabréfa- mörkuðum hér á landi hafi verið miklu meiri en bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, auk þess sem íslenskir bankar sæti mun meiri tortryggni og efa- semdum á markaðnum en stórir erlendir bankar. Að mati Ragnars gæti það orðið til að auka traust á Seðlabanka Íslands og efnahagsstjórn hér ef pen- ingastjórnin yrði ekki einskorðuð við verðbólgu- markmiðið og Seðlabankinn setti í öndvegi, í það minnsta tímabundið, að tryggja hér fjármálastöðug- leika og þar með styrk hagkerfisins til lengri tíma. „Seðlabanki Íslands á að safna meiri gjaldeyri til þess að efla trú á því að hann standi og geti staðið að baki bönkunum, þurfi þeir á því að halda, og lýsa því yfir að hann ætli að lækka vexti,“ segir Ragnar, en telur um leið að sú lækkun þurfi ekki að vera mikil eða hröð til að hafa áhrif. „Aðalmálið er að þessi stefna hafi verið mörkuð og að Seðlabankinn víki frá þeirri stefnu sinni að halda uppi gengi krón- unnar með ofurvöxtum, líkt og hann hefur gert.“ Hann bendir á að gengi krónunnar sé nú á svipuðu róli og það var fyrir fimm árum, eftir talsvert skeið gengishækkana og að á sama tíma hafi verðbólga verið hátt yfir verðbólgumarkmiði bankans. „Það sem hafst hefur í baráttunni við verðbólgu á þessum tíma er aðallega vegna þess að gengi krón- unnar hefur verið keyrt upp af vaxtastefnu Seðla- bankans, en það hefur líka þýtt að krónan hefur í raun farið út af markaðnum sem gjaldmiðill á Ís- landi og allir sem vettlingi hafa getað valdið hafa tekið lán í erlendri mynt.“ Ragnar segir að við skil- yrði frjálsra fjármagnsflutninga gangi ekki að ríki sérstaklega smáríki, séu með allt aðra vexti en gengur og gerist í þeim löndum sem þau eigi náin fjármagnstengsl við. Við slíkar aðstæður verði fjár- magnsstreymi til eða frá útlöndum afar mikið. Þar með sé í rauninni grafið undan þeirri peningastefnu sem vöxtunum sé ætlað að vinna að. Þetta endur- speglist jafnframt í genginu og skekki þar með öll rekstrarskilyrði í hagkerfinu. Hátt vaxtastig hér segir hann að hafi í raun gert krónuna að skotmarki erlendra fjármálaspekúlanta. Ragnar fjallaði um vaxtastefnu Seðlabanka Ís- lands í grein sem hann ritaði í febrúar 2006, skömmu áður en fjármálakerfi landsins varð fyrir nokkrum árásum í umfjöllun erlendra fjölmiðla og greiningardeilda. Í greininni, sem birtist í Rann- sóknum í Félagsvísindum VII, sem Félagsvísinda- stofnun gaf út í september sama ár, kemst Ragnar að þeirri niðurstöðu að peningastefna Seðlabank- ans svari ekki kostnaði. „Vaxtabreytingum Seðla- bankans fylgir ætíð kostnaður. Það liggur ekki fyrir að ávinningurinn sé umfram kostnaðinn, jafnvel þegar allt leikur í lyndi. Þetta hefur ein- faldlega ekki verið mælt. Þegar skilyrði breyt- ast og hefðbundin stjórntæki eins og til dæmis hækkanir vaxta í endurhverfum viðskiptum renna eftir óvæntum farvegum og hafa ótilætluð áhrif á hagkerfið getur kostnaðurinn margfaldast. Ýmis- legt bendir til að þetta hafi einmitt gerst á yfir- standandi þensluskeiði,“ segir í grein Ragnars. Hann rekur gengisflökt krónunnar í vaxtahækkun- arferlinu og telur það meira en svo að samrýmist ytri rekstrarskilyrðum sem margir atvinnuvegir í utanríkisviðskiptum fái þolað. Seðlabanki Íslands vildi að sögn Ragnars bregð- ast við verðbólguáhrifum mikilla fjárfestinga tengdum stóriðju með hækkun vaxta. „Raunar kom í ljós að þessi verðbólguáhrif voru mun minni en búist var við vegna þess í hve miklu mæli vinnu- afl kom hingað að utan.“ Ragnar segir síðan hafa komið í ljós að peningar hafi streymt inn í landið, bæði vegna hækkunar vaxtastigsins og vegna stór- iðjuframkvæmdanna. „ Þetta þýddi að vaxtahækk- anirnar slógu lítið sem ekkert á eftirspurn innan- lands. Á hinn bóginn hækkaði gengi krónunnar og við það lækkaði verðlag á Íslandi umfram það sem það hefði að öðrum kosti orðið. Síðan hefur verið ákveðin tilhneiging í krónunni til að fara til baka, en Seðlabankinn hefur komið í veg fyrir það með æ hækkandi vöxtum. Í raun var upphaflegum verð- bólguvanda sópað undir teppið með hækkun á gengi krónunnar,“ segir Ragnar og telur að í raun hafi hér síðustu ár verið fylgt gengisstýringarstefnu þar sem stýritækið hafi verið vextir. „En vextirnir höfðu lengi vel engin áhrif á eftirspurn hér á landi því að hún var fjármögnuð með erlendu fé í staðinn fyrir krónur og það er enn svo í ríkum mæli.“ Peningastefna sem ekki svarar kostnaði Aðferð Seðlabanka Íslands við að halda verðbólgu í skefj- um er ekki lækning heldur frestun. Ragnar Árnason hag- fræðiprófessor segir mikilvægt að huga nú að fjármála- stöðugleika og hefja lækkun stýrivaxta. RAGNAR ÁRNASON Ragnar, sem er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, skrifaði grein í byrjun árs 2006 þar sem hann gagnrýndi peningastefnu Seðlabanka Íslands og kvað í henni fólginn kostnað vegna margvíslegrar brenglunar efnahags- stærða. Hann segir brýnt, að minnsta kosti tímabundið, að hverfa frá verðbólgumarkmiði og tryggja fjámálastöðugleika. MARKAÐURINN/ANTON „Það mættu á milli 170 og 200 manns til að skoða nýju fjár- húsin,“ segir Rósa Hreins- dóttir, bóndi á Halldórsstöðum í Eyjafirði, sem opnaði hús sín fyrir gestum og gangandi síðast liðinn laugardag. Rósa og maður hennar, Guðbjörn Elfars- son, eru með 510 fjár á fóðrum og segir hún annan búskap lít- inn. Þó séu hestar á bænum. Ástæðan fyrir nýbyggingunni hafi verið sú að þau misstu jörð og fjárhús sem þau voru með á leigu. Því var ráðist í bygg- ingu á nýju fjárhúsi á jörðinni þeirra. „Við erum með breiða garða og þar er hægt að gefa rúllur í heilu lagi. Það sparar mikla vinnu,“ segir Rósa og er ánægð með nýja húsið. Þau séu bara tvö sem sjái um daglegan rekstur búsins enda þurfi ekki fleiri. Aðspurð um hvernig rekst- ur fjárbúa gangi almennt segir hún aðstæður nokkuð góðar núna. Auðvitað megi afurða- verð hækka meira í kjölfar hækkana á áburði og eldsneyti. Sæmilegt jafnvægi sé á mark- aðnum núna eftir miklar hag- ræðingar í greininni. Verðið ráðist mikið eins og gengur af eftirspurn hverju sinni og því sem afurðastöðvarnar ákveði. Rósa og Guðbjörn hafa stundað fjárbúskap frá árinu 1995. Það kom henni svolítið á óvart hversu margir mættu til hennar á laugardaginn. Allt gekk þó vel og margir ánægðir með að fá jákvæðar fréttir af landbúnaðinum. Mannfjöldi skoðaði nýju fjárhúsin Gangur í fjárbúskap á Halldórsstöðum í Eyjafirði. Íslensk orkufyrirtæki, verk- fræðistofur og fleiri aðilar hafa mikla þekkingu á því að bjóða í nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa og tækifæri á því sviði eru mörg. Því er nauðsynlegt að Íslendingar fylgist grannt með þróun þessara mála á vettvangi Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í grein sem Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku – sam- taka orku- og veitufyrirtækja, skrifar á vef samtakanna. Framkvæmdastjórn ESB hefur sett fram tillögu um þrjú markmið fyrir sambandið sem ná skuli árið 2020. Bæta á orku- nýtingu um 20 prósent, hlut- ur endurnýjanlegra orkugjafa á að vera 20 prósent og draga á saman losun gróðurhúsaloft- tegunda um 20 prósent. Gústaf bendir á að hérlendis sé hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa 75 prósent og stefnir í 80 prósent síðar á þessu ári. Í greininni segir hann að José Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, hafi í ræðu á fundi samtaka atvinnu- lífsins í Evrópu nýlega lagt áherslu á það að þessi mark- miðssetning ESB myndi hafa í för með sér mikla rannsókna- og þróunarvinnu. Eftirspurn eftir nýrri tækni myndi fara vaxandi um heim allan á kom- andi árum. Þarna þyrfti ESB að taka forystuna og í kjölfar- ið myndi hinn svonefndi græni pakki í raun stuðla að hagvexti og nýjum störfum – verðmæta- sköpun. Ekki voru þó allir sammála þessari nálgun en árlegur kostn- aður við græna pakkann svo- nefnda hefur verið metinn á allt frá 0,6 prósentum til 1-2 pró- senta þjóðarframleiðslu ESB. Gústaf Adolf telur ljóst að í þessu felist tækifæri fyrir ís- lenskt hugvit og reynslu á þessu sviði. Tækifæri fyrir Ísland ENDURNÝJANLEG ORKA Á þessu ári verða um áttatíu prósent orkugjafa end- urnýjanleg. Út er komin bókin Þjónusta: Fjöregg viðskiptalífsins eftir Margréti Reynisdóttur. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í henni er að finna víð- tæka umfjöllun um mikilvægi góðar þjónustu fyrirtækja. Á ráðstefnu sem Samtök versl- unar og þjónustu ásamt fleirum blés nýverið til í tilefni af útgáf- unni greindi Lars Bech Christen- sen, lektor við Viðskiptaháskól- ann í Kaupmannahöfn (CBS), frá rannsókn meðal viðskiptavina fyrirtækja í Danmörku og Sví- þjóð. Fram kom að áhugaleysi fyrirtækja gagnvart óánægðum viðskiptavinum veldur skertri markaðshlutdeild og skaðar orð- spor þeirra. Margrét segir fyrst reyna á þjónustu fyrirtækis þegar mis- tök verða og því sé í bókinni kennt skref fyrir skref hvernig bregðast á við ábendingum og kvörtunum og nýta þær til að bæta vörur og þjónustu með það fyrir marki að verða sér úti um forskot í samkeppni. Í umsögn Úlfars Steindórs- sonar, forstjóra Toyota á Íslandi, er bókin sögð mikill fengur og „alhliða upplýsinganáma um flesta þá þætti sem máli skipta þegar að því kemur að veita góða þjónustu“. - óká Ráð gegn skertri markaðs- hlutdeild og slæmu orðspori H É Ð A N O G Þ A Ð A N 13MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.