Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T D A G U R Í L Í F I . . . Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands 6.00 Kaffi, tölvupóstur og blöðin. 7.00 Morgunmatur með eiginmanni og dóttur. Gerðum áætlun um fermingarundirbúning um helgina og ræddum að skreppa á skíði. 8.15 Fundur með sameiginlegri stefnunefnd Háskóla Íslands og Landspítala. Ýmis samstarfsverkefni á dagskrá, mikil ánægja með áætlun sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt um byggingu háskóla- sjúkrahúss í Vatnsmýri. Þetta mun styrkja verulega heilbrigðisþjón- ustu, menntun og vísindi innan heilbrigðisgreina. 10.00 Fundur með samstarfsfólki vegna mikilla skipulagsbreytinga sem við erum að gera á HÍ. Það er ekki einfalt að breyta skipulagi í tíu þúsund manna skóla, en verkið er á góðum skriði. 11.30 Fundur um sameiningu Háskólans og Kennaraháskólans. Eftir sameininguna verða um þrettán þúsund nemendur og kennarar í Háskóla Íslands. 12.15 Hádegismatur á Háskólatorgi með stúdentum og starfsfólki. 13.00 Undirbúningur undir fund háskólaráðs. 13.30 Fundur með Úlfari Steindórssyni, forstjóra Toyota, og Ingi- mundi Sigfússyni, fulltrúa japanska sendiráðsins, auk deildar- forseta hugvísindadeildar vegna stuðnings Toyota við kennslu í japönsku. Mikilvægur þáttur í að byggja upp kennslu í asískum fræðum við skólann. 14.00 Röð af fundum með kennurum og deildarforsetum um málefni einstakra deilda. 16.00 Danska sendiráðið. Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku og forstöðumaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, var sæmd Dannebrogsorðunni. Glæsileg athöfn og verðskuldaður heiður. 19.30 Kvöldverður á Háskólatorgi með starfsfólki Happdrættis Háskóla Íslands. HHÍ er helsti bakhjarl við uppbyggingu húsnæðis HÍ. 24.00 Höfuðið á koddann. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR Dagur háskólarektors er annasamur, meðal annars vegna sameiningar við Kennaraháskólann og annarra skipulagsbreytinga. MARKAÐURINN/GVA „Ef ég kemst ekki í ræktina eða út að hlaupa verð ég slæm í skap- inu. Ég verð ferlega leiðin leg og það bitnar á fólkinu í kring- um mig,“ segir Sólveig Guð- mundsdóttir, stofnandi og fram- kvæmdastjóri veitinga staðarins Culiacan. Sólveigu telst til að hún hafi æft lyftingar í tólf til fimmtán ár, eða frá tvítugu. Þar á undan æfði hún handbolta og eróbikk. Hún fann sig ekki í eróbikkinu enda markmiðið þar brennsla. „Mér var bent á að leggja meiri áherslu á lyftingar. Um leið og ég byrjaði á því reglulega fór líkaminn að gjörbreytast. Hann stæltist og mótaðist,“ segir hún og vísar því á bug að lyftinga- fólk verði massaðir kögglar líkt og margir haldi. Þvert á móti megi stýra líkamsmótuninni sé hver og einn líkamshluti æfður reglulega. Sólveig bendir á að mataræðið skipti miklu máli. Sjálf fór hún í nám í iðnhönnun í Bandaríkj- unum árið 2001 og komst þar í kynni við mexíkóska matargerð. Samkvæmt þeirri hefð er allur matur grillaður en olía og djúp- steikingar koma þar ekkert við sögu. „Ég varð „húkt“,“ segir Sólveig. Þegar hún sneri aftur heim að námi loknu hófst hún handa við uppbyggingu fyrsta veitinga- staðarins, Culiacan, sem var opn- aður árið 2003. Sólveig tók þekk- ingu sína á iðnhönnun alla leið, en hún hannaði og smíðaði allar innréttingar staðarins. Fyrsti staðurinn var opnaður í Faxa- feni árið 2003 en annar í Hlíðar- smára í jólamánuðinum í hitteð- fyrra. Þar er í boði mexíkóskur grillmatur, fitusnautt kjöt og heilbrigt meðlæti í samræmi við þann heilbrigða lífsstíl sem hún hefur tileinkað sér. En tíminn skiptir máli og hann er af skornum skammti hjá Sól- veigu, sem á fjögurra ára dóttur og rekur tvo veitingastaði. „Ég er skipulögð, æfi á milli klukk- an þrjú og fimm í klukkutíma til einn og hálfan tíma í senn, fjór- um sinnum í viku,“ segir hún. „Þá er rólegasti tíminn.“ - jab Lyftir lóðum og léttir lund í ræktinni Líkamsrækt og rétt mataræði skiptir máli, segir framkvæmdastjóri veitingastaðanna Culiacan. TEKIÐ Á ÞVÍ Í TÆKJUNUM Sólveig Guðmundsdóttir segist verða að komast fjórum sinnum í viku í ræktina, annars verði hún slæm í skapinu. MARKAÐURINN/ANTON F R Í S T U N D I N Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árna- dóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfs- mönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir há- degisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu held- ur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vin- sælasta veitingastaðnum í hádeg- inu, að mati stjórnenda hjá ís- lenskum fyrirtækjum. Þátttakend- um var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegis snarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 stað- ir komust á blað, allt frá hádegis- verði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsu vagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitinga- staður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávar kjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitinga- staðirnir Hótel Holt, La Prima- vera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, fram- andi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, mat- reiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjú- leytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsæld- irnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gest- um, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverj- um degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“ Vinsælast að snæða á Vox Flestir fara á Vox í hádeginu, samkvæmt könnun Markaðarins. Sushi-ið vinnur á, segir matreiðslumeistarinn. BJÖRN HARÐARSON LEGGUR LOKAHÖND Á HLAÐBORÐIÐ Um hundrað manns snæða hádegismat á Vox á hverjum degi. Fimmtíu fleiri koma á föstudögum en þá sitja gestir lengur. MARKAÐURINN/ANTON V I N S Æ L U S T U S TA Ð I R N I R * 1. Vox 2. Sjávarkjallarinn 3. Hótel Holt, La Primavera, Sjávarkjallarinn 4. Domo, Jómfrúin 5. Fiskmarkaðurinn 6. 101 Hotel, Ostabúðin, Pylsuvagninn í Laugardal, Silfur, Vegamót 7. Austurlanda hraðlestin, Á næstu grösum, Fylgifiskar, Geysir, Hamborgarabúllan, Hlaðborð í World Class, Humarhúsið, Kaffi París, Kringlukráin, Laugarás, Maður lifandi, Múlakaffi, Sjávarkjallarinn, Sushi-smiðjan 8. Asía, Askur, Café Bleu, Fjalakötturinn, Grænn kostur, Hornið, Kínahúsið, Sólon, Subway, Súfistinn í Hafnarfirði, Thorvaldsen, Uppsalir (Aðalstræti). * Í stafrófsröð innan sæta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.