Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 16
Fyrir helgi varð nokkuð fjaðra- fok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahags- málaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðar- mikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheimin- um og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginland- inu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármála- óróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undir- málslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka. 91 10 14,8milljarður króna, eða 899 milljónir evra, er upphæð sektar sem Microsoft fékk frá Evrópusambandinu fyrir að verða ekki að tilmælum vegna brota á samkeppnis- lögum. Sektin bætist við fyrri sektir frá 2004 og 2006 upp á samtals 777 milljónir evra. billjónir króna, eða 10 þúsund milljarðar króna, er sú upphæð, reyndar rúmlega, sem heildareignir íslensku bankanna, að Seðlabanka Íslands með- töldum, eru metnar á í lok janúar. Eignirnar höfðu aukist um 71 milljarð frá fyrra mánuði. milljarðar króna er arðurinn sem stjórn Kaupþings leggur til við aðalfund bankans að hluthöfum verði greiddur. Greiðslan nemur 20 krónum á hlut. Aðalfundur bankans er næsta föstudag. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Bankaumræður í sjónvarpi iPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að sím- inn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í við- skipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar“ um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki. iPhone crack Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætis- ráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs er- lendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mán- uði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ron- alds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I’m from the govern- ment and I’m here to help.“ I’m from the government Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 533 1127 • www.innx.is XE IN N IX 0 8 02 0 14 Láttu þig dreyma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.