Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 6
6 9. mars 2008 SUNNUDAGUR 1958 – 200850 ÁRA 1958 – 200850 ÁRA Dagskrá Nútímaleg samkeppni um stefnumótun og hönnun skóla Morgunverðarfundur um hugmyndafræði, hönnun og byggingu nýs barnaskóla Í tilefni 50 ára afmælis VSÓ ráðgjafar býður fyrirtækið til morgunverðar- fundar miðvikudaginn 12. mars kl. 8:30 til 10:00 í Gullteig A á Grand Hótel. Á fundinum verður fjallað um hvernig sveitarfélög geta sótt ferskar hugmyndir til skólafólks og hönnuða úti í samfélaginu um byggingu nýrra skóla. Í Mosfellsbæ ríkir metnaðarfull og framsækin stefna í skólamálum og skólastarfi. Bæjarstjórnin ákvað að sækja nýjustu hugmyndir um uppbyggingu nýs skóla fyrir 1 til 9 ára börn með athyglisverðri samkeppni. Með þessari nútímaaðferð verður nýjum leik- og grunnskóla blandað saman. Efnt var til samkeppni meðal hönnuða og skólaráðgjafa um nýja skólann. Tvær athyglisverðar nýjungar í samkeppninni verða kynntar: Sagt verður frá samkeppni þar sem verkkaupi og keppendur áttu gagnkvæm samskipti á keppnistímanum. Greint verður frá samstarfi skólaráðgjafa í hugmyndafræði, kennslu og uppeldismálum, arkitekta og verkfræðinga sem unnu saman í einum hópi þar sem hugmyndafræðin hafði sama vægi og arkitektúrinn. Um þessa nýju aðferðarfræði, sem skilaði mjög jákvæðum árangri, verður fjallað á afmælisfundi VSÓ ráðgjafar. Dagskrá: Aðferðarfræði samkeppninnar, Þorbergur Karlsson, verkfræðingur hjá VSÓ Athyglisverð uppbygging skóla í Mosfellsbæ, Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur Að bræða saman hugmyndafræðina, arkitektúr og verkfræði Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla og Steffan Iwersen arkitekt Umræður, spurningar og svör Fundurinn er ætlaður: Skólastjórnendum, fræðslustjórum og fræðslunefndarfólki, arkitektum, verk- og tæknifræðingum og öðru áhugafólki um skólamál. Aðgangur er í boði VSÓ. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 11. mars nk. til: bergny@vso.is Fótbrotnaði á mótorhjóli Ökumaður torfærumótorhjóls fót- brotnaði þegar hann missti hjólið yfir sig í fjörunni við Húsavík um fimm- leytið á föstudaginn. Var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. LÖGREGLUFRÉTTIR Mótmæla leikskólastjóra Félag leikskólakennara og leikskóla- kennarar í Garðaseli á Akranesi hafa mótmælt þeirri ákvörðun bæjaryfir- valda að ráða leikskólastjóra við nýjan leikskóla „án auglýsingar og eðlilegs ráðningarferils“. Meirihluti bæjarráðs segir eðlilega staðið að ráðningunni. AKRANES FÉLAGSMÁL Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi lauk í gær. Átakinu var ætlað að vekja landsmenn til vitundar um stöðu kvenna í þróunarlöndunum og í stríðshrjáðum ríkjum. Á föstudagskvöld var haldið uppboð á hekluðum brjóstum og er talið að tæplega 300 manns hafi mætt og keypt brjóst fyrir um eina milljón króna. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmda- stýra UNIFEM á Íslandi, segir átakið hafa gert mikið til að vekja athygli á starfsemi samtakanna hér á landi. „Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð og síminn hefur vart stoppað hér á skrifstofunni hjá okkur nú í vikunni. Fólk hefur hringt til að þakka okkur fyrir og því er ljóst að kynbundið ofbeldi snertir líf margra.“ Enn er ekki búið að reikna saman þá upphæð sem safnaðist á fjáröflunarviðburðum átaksins, en peningarnir munu renna óskiptir í styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldi gegn konum. „Við verðum komin með endanlega upphæð nú eftir helgi,“ segir Steinunn. „Almenningur hefur verið mjög duglegur að taka þátt í fjáröfluninni og jafnframt hafa mörg fyrirtæki lagt okkur lið.“ - vþ Framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi segir fiðrildavikuna vel heppnað átak: Síminn hefur vart stoppað BLAÐAMANNAFUNDUR Í LOK FIÐRILDAVIKU Joanna Sandler, aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, og Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, sátu fyrir svörum á blaðamanna- fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAGSMÁL „Við erum með þau tæki og tól sem þarf til að takast á við framtíðina. Okkur vantar ekki peningana, heldur fólkið,“ segir Eyjólfur Guðmundsson skóla- stjóri framhaldsskólans í Austur- Skaftafellsýslu. Eyjólfur ávarpaði Austurþing, ráðstefnu Framtíðarlandsins og þekkingarsetursins Nýheima, á Höfn í Hornafirði í gær. Bjartsýni einkenndi þingið og hafði framtíðarfólkið að sunnan orð á krafti heimamanna. Eyjólfur vísaði til þess að á Höfn eru í boði mörg sérhæfð störf, mörg þeirra sem hafa orðið til vegna Nýheima. Hjalti Þór Vignisson, bæjar- stjóri Hafnar, stillti upp skamm- tíma- og langtímamarkmiðum næstum sem andstæðum. „Við þurfum að taka okkur út úr myndinni og hugsa um börnin. Hvernig sköpum við samfélag, sem þau vilja búa í að loknu námi? Það gerum við ekki með stóriðju,“ sagði hann og uppskar lófatak úr sal. Við Nýheima starfa um fjörutíu manns, flestir þeirra háskóla- gengnir. Bæjarstjóri bendir á setr- ið sem dæmi um langtímafjárfest- ingu sem fór hægt af stað en skilar hægt og bítandi jákvæðum sam- félagslegum áhrifum. „Á sínum tíma þurftu Hornfirð- ingar að velja hvort þeir byggðu Nýheima eða sundlaug,“ segir bæjarstjórinn. Hann sér ekki eftir valinu. - kóþ Austurþing Framtíðarlandsins og Nýheima fór fram á Höfn í gær: Vantar ekki peninga heldur fólk Trúir þú að hægt sé að leiðrétta launamun kynjanna? Já 62,5% Nei 37,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú trú á framtíð þorsk- eldis við Ísland? Segðu skoðun þína á vísir.is EVRÓPUMÁL EFTA-ríkin í EES, það er Ísland, Noregur og Liechten- stein, eiga mikla hagsmuni undir því komna að koma á virkum tengslum milli þjóðþinga sinna og Evrópuþingsins. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík á föstudag um nýjustu uppfærslu stofnsáttmála Evrópu- sambandsins, sem kenndur er við Lissabon og gengur væntanlega í gildi á næsta ári, og væntanleg áhrif hans á starf evrópskra þjóð- þinga og Evrópuþingsins. „Mikilvægasta breytingin eru þau auknu áhrif sem Evrópu þingið fær. Og við það höfum við engin formleg tengsl í gegnum EES- samstarfið. Okkur er því nauðsyn að stofna til tengsla við Evrópu- þingið ef við eigum að geta haldið í áhrifamöguleika okkar á nýja Evrópulöggjöf sem við síðan erum skuldbundnir til að taka upp í gegnum EES-samninginn,“ segir Svein Roald Hansen, þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn á norska Stórþinginu, í samtali við Fréttablaðið, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnunni sem haldin var í samstarfi Alþingis og fastanefndar framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi. Hansen segir að sinn þing- flokkur á Stórþinginu hafi þegar stofnað til nýrra tengsla við Evr- ópuþingið með því að semja við systurflokkinn þar, PES, um að mega sitja þing- og nefndafundi. Hann tekur hins vegar fram að hversu vel sem nýjar leiðir til að leita áhrifa á löggjafarferli ESB utan frá reynast þá muni þær aldrei jafnast á við þá áhrifa- möguleika sem full aðild myndi gefa. Hansen er jafnframt forystu- maður í Evrópusamtökunum í Noregi, Já-hreyfingarinnar svo- nefndu. Hann var því einnig spurður hvort hann teldi að sú þróun sem er að verða í Evrópu- málunum á Íslandi kynni að hafa áhrif á þróunina í Noregi. „Skyldu Íslendingar taka stefn- una á ESB-aðild yrðu Norðmenn að taka nýja umræðu um Evrópumál- in, því það myndi vekja vafa um að það yrði yfirleitt mögulegt að reka EES-samninginn áfram,“ svarar Hansen og bætir við: „Ég ætti líka von á því að útgerðarmenn í Noregi myndu þrýsta á um að það væri skoðað vandlega hvort ekki væri skynsamlegt fyrir Norðmenn að stefna líka á ESB-aðild í félagi við Íslendinga, með það þá að mark- miði að freista þess að tryggja hags- muni Norðmanna í sjávarútvegs- málunum.“ audunn@frettabladid.is Þurfum að efla tengsl við Evrópuþingið Íslendingar verða að efla tengsl við Evrópuþingið ef þeir vilja viðhalda áhrifa- möguleikum sínum á nýjar EES-gerðir. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík. EVRÓPUÞINGIÐ Svein Roald Hansen segir leiðir til áhrifa á ESB-löggjöf aldrei jafnast á við áhrifamöguleika aðildar. NORDICPHOTOS/AFP Skyldu Íslendingar taka stefnuna á ESB-aðild yrðu Norðmenn að taka nýja umræðu um Evrópumálin... SVEIN ROALD HANSEN ÞINGMAÐUR NORSKA VERKAMANNAFLOKKSINS HÖFN Bjartsýni einkenndi þing Framtíð- arlandsins og Nýheima sem fram fór á Hornafirði í gær. HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarsson veitti á föstudag fjórtán gæðastyrki sem ætlað er að hvetja heilbrigðisstarfsmenn til dáða á sviði gæðamála. Styrkirnir voru veittir við athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og nam styrksupp- hæðin þremur milljónum króna. Heilbrigðisráðuneytinu bárust að þessu sinni 55 styrkbeiðnir alls staðar af að landinu til þess að sinna fjölbreyttum gæða- verkefnum á flestum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Styrk- irnir eru þannig beinn stuðningur við tiltekin gæðaverkefni heilbrigðisstarfsmanna. - vþ Heilbrigðisráðherra veitir styrki: Hvatning á sviði gæðamála KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.