Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 16
16 9. mars 2008 SUNNUDAGUR G amla hugmyndin er sú að þögn og fjar- lægð skapi traust og virðingu. Ég held að þetta sé misskilningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. Hann segir dómara mega gera meira af því að fjalla almennt um lögfræði á opinberum vettvangi. „Ég hef þá sýn að dómarar á Íslandi megi tjá sig meira en þeir gera um dómsýsluna. Auðvitað gengur það ekki að dómarar séu eftir á að fjalla um einstök dómsmál. En það sjá allir að dómsvaldið er þýðingar- mikið þjóðfélagslegt vald sem dómarar fara með. Það varðar fólkið í landinu miklu að vel takist til við meðferð á þessu valdi. Það á að vera sjálfsagður hlutur að fólk þekki til þeirra sem með dóms- valdið fara og viti eitthvað um grundvallarhugmyndir þeirra um starfið sem þeir eru að sinna.“ Jón Steinar var skipaður hæsta- réttardómari 15. október 2004. Mikið fjaðrafok var í kringum skipunina þar sem áratuga langur vinskapur hans við Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, var að mörgum talinn skipta sköpum um það að hann fékk starfið. „Þetta hefur ekki haft mikil áhrif á mig. Kannski er ég svona einfaldur maður. Það sem skiptir mig meira máli er vissa um að ég geti sinnt mínu starfi vel og tilfinningin fyrir því að það sé ég að gera eftir bestu getu. Athugasemdir pólitískra and- stæðinga Davíðs vinar míns um að skipun mín í dómarastarf sé óverð- skulduð eiga að mínum dómi aðeins rót að rekja til löngunar þeirra til að koma á hann höggi. Slíkt hreyfir ekki mikið við mér,“ segir Jón Steinar. Hann segist þó viðurkenna að stundum geti umræða um hann verið særandi. „Ég geri mér fyrir- fram hugmynd um hvernig ég vil vinna þau störf sem mér er trúað fyrir og síðan er það markmið mitt að uppfylla þá kröfu sem í þeirri hugmynd felst. Ég reyni að leiða orðagjálfur hjá mér, þó að því sé stundum beint að persónu minni. En auðvitað er maður aldrei ósnort- inn af slíku. Til dæmis fannst mér sumt af því sem var talað um þegar ég varð dómari ósanngjarnt og ósmekklegt. Það var allt í einu orðið eins og það væri eitthvert aðalatriði í mínu lífi að ég hefði verið í áratugi góður vinur Davíðs Oddssonar, sem þá var forsætis- ráðherra. Það kom lífsstarfi mínu sem lögfræðingur og síðan skipun í embætti dómara ekkert við. Menn geta haft þá skoðun að það hafi verið rangt að skipa mig sem dóm- ara en ég hlýt þá fyrst og fremst að verða dæmdur af verkum mínum en ekki öðru. Það er hægt að skoða þau og ég vona að ég þoli þá skoðun ágætlega.“ Hvað er það fyrsta sem dómari þarf að hafa í huga í starfi sínu? „Það fyrsta sem dómarinn þarf að hafa í huga er að vald hans er takmarkað. Verkefni dómarans er að dæma eftir lögunum og því þarf hann að gæta sín á því að falla ekki í þá freistni að búa til nýjar reglur með dómum sínum, eins og oft getur verið tækifæri til. Dóm- arar standa oft frammi fyrir því að dæma í málum þar sem settar lagareglur eru ekki fyrir hendi. Þá er svonefndum réttlægri réttar- heimildum beitt þar sem kannski þarf að lesa meginreglur út úr lögunum í heild eða beita því sem lögfræðingar kalla eðli máls. Í þeim tilfellum tel ég sérstaklega brýnt að dómarar séu sér þess meðvitaðir að þeirra hlutverk er ekki að búa til reglur heldur að leita þeirra. Þetta finnst mér vera grundvallaratriði dómarastarfs- ins sem mönnum tekst kannski ekki alltaf nógu vel upp með. Við höfum dæmi um það bæði hér á landi og erlendis. Það eru átök um þetta, hvert raunverulegt hlut- verk dómstólanna á að vera. Ég er mjög andvígur því sjónarmiði að það sé hlutverk dómstólanna að setja reglur.“ Er réttlætanlegt að refsingar í fíkniefnamálum séu þyngri en refs- ingar í grófum líkamsárásarmál- um? „Oft eru dómar í sakamálum í kastljósi fjölmiðla. Það er eðlilegt í sjálfu sér enda geta miklar til- finningar fylgt dómsniðurstöðum í slíkum málum. Fólk áttar sig oft ekki á því hvaða þættir það eru sem dómarar þurfa að gæta að þegar þeir eru að ákvarða mönn- um refsingar. Það fyrsta sem dóm- arar þurfa að hafa í huga í saka- málum er að greina skýrt á milli þess hvort sekt telst sönnuð, og síðan hver eigi að verða refsingin ef sektin telst sönnuð. Dómari má ekki leyfa sér að sakfella sakborn- ing þar sem sönnun er veik eða ekki fyrir hendi, og ætla síðan að ná því með einhverjum hætti til baka með því að milda refsinguna. Þetta eru tvö aðskilin viðfangsefni dómarastarfsins. Þetta þarf fólk að skilja. Dómarar geta ekki leyft sér að breyta refsiákvörðunum í skyndingu eftir því hvernig vind- ar blása í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þeir sem vilja að dómarar taki ákvarðanir eftir slíkum við- horfum eru í raun að segja að tveir menn sem drýgja sama afbrotið eigi að sæta mismunandi refsingu, bara af því að annar þeirra er svo óheppinn að það er einhver fjöl- miðlabylgja í gangi sem hefur áhrif á almenningsálitið á þeim tíma sem dæmt er í hans máli. Margir skynja það að refsingar í fíkniefnamálum hafi verið mjög þungar. Eitt það vandasamasta við refsiákvarðanir er samhengið á milli mismunandi brotaflokka. Mér finnst það til að mynda ekkert álitamál að líkamsárás þar sem einn maður tekur sér vald yfir lík- ama annars manns með árás, hvort sem það er nauðgun eða annað líkamlegt ofbeldi, verðskuldar fyllilega þunga refsingu. Kannski er alls ekki einfalt að átta sig á því hvers vegna refsingar eru þyngri í fíkniefnamálum en í líkams- árásamálum. Ég tek alveg undir sjónarmið um að þar megi huga betur að málum. En það er erfið- leikum bundið fyrir dómstóla að gera hraðar breytingar á þessu. Við erum með ákveðna dómasögu að baki refsiákvörðunum í ein- stökum málaflokkum sem verður að taka tillit til, því samræmi verð- ur að vera í þessum ákvörðunum. Stundum finnst manni gagnrýni, sem oft er áberandi í fjölmiðlum og ekki síst á netinu, vera illa ígrunduð. Stundum er því hrein- lega haldið fram að dómararnir séu hálfgerð illmenni. Því fer Erfiðara að hlusta en að tala Starfandi dómarar við dómstóla landsins hafa um árabil forðast viðtöl við fjölmiðla. Störf þeirra eru oft umdeild og umræða um þau tilfinningaþrungin. Traust á dómstólum hefur lengi mælst lágt en um 39 prósent landsmanna segjast treysta dómskerfinu. Magnús Halldórsson tók Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara tali og spurði hann út í dómarastarfið, sýn hans á lögin og hvernig auka má trausta á dómskerfinu. Í HÆSTARÉTTI Starf hæstaréttardómara krefst einbeitni og aga. Jón Steinar segir að það erfiðasta við starfið sé að hlusta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég hef alltaf reynt að hafa það sem lífsmottó að hugsa um það á akademískum forsendum hvernig ég vil leysa af hendi störf þau sem mér hafa verið falin,“ segir Jón Steinar. „Síðan reyni ég að uppfylla þá kröfu.“ Mikið álag getur fylgt starfi dómara í Hæstarétti eins og gefur að skilja. Jón Steinar telur mjög mikilvægt að dóm- urum sé búið starfsumhverfi sem tryggi góð vinnubrögð við meðferð mála. „Það eru tvær deildir hér innanhúss, dagslega kallaðar A- og B-deild. Yngri dómararnir eru í B- deildinni. Málunum er svo skipt upp á milli deilda. Þetta gengur allt saman nokkuð vel,“ segir Jón Steinar. Hann telur fjölda mála sem fara í gegnum Hæstarétt benda til þess að hugsanlega sé álagið of mikið. „Á árinu 2007 voru dæmd 590 mál í Hæstarétti. Þetta er of mikið miðað við fjölda dómara og aðstoðarmanna þeirra. Nærri lætur að hver dómari dæmi í 250 málum yfir árið. Það sér hver maður að hættan á því að mönnum verði eitt- hvað á er meiri heldur en ef menn hefðu rýmri tíma. Þótt hér sitji hæft fólk sem hefur vanist vinnu undir álagi held ég að æskilegt sé að bæta hér úr.“ Uppi eru hugmyndir innan dómskerfisins að koma upp millidómstigi þar sem leyst verði úr ýmsum málum í flokki sakamála. Unnið er að þessu á vettvangi dóms- málaráðuneytisins. Jón Steinar segir þetta geta hjálpað mikið. „Þetta dómstig gæti eflt dómstólana nokkuð og tryggt styttri málsmeðferð,“ segir Jón Steinar. ➜ GÓÐUR ÁRANGUR NÁÐST EN MIKIÐ ÁLAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.