Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 18
18 9. mars 2008 SUNNUDAGUR É g er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Og leggur á það áherslu að hann hafi jafnan skrif- að fyrir íslenska lesendur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt megi keppa í listum, og má flokka könnunina sem hér er til grundvallar sem léttan samkvæmisleik öðrum þræði, lýsir hún ákveðnum tíðaranda. Óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi. Er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur en nýjasta bók Arnaldar, Harðskafi, var prentuð í hátt í 30 þúsund eintökum. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt á eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Yfirburðir Arnaldar skiljanlegir Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rit- höfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Kristján Bjarki Jónasson er for- maður Félags íslenskra bókaútgef- enda. Honum kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. „Ef ég yrði spurður þess- arar spurningar óundirbúinn myndi mér vefjast tunga um tönn. Auðvitað kemur upp í hugann höfundur sem maður hefur lesið nýlega og líkað vel. Þetta er eðlileg niðurstaða ef hún er sett í samhengi við upplagstölur,“ segir Kristján og bendir á að bækur Arnaldar séu um þessar mundir meira í umferð en bækur annarra höfunda. Einararnir traustir Númer tvö á topp tíu lista er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða Hvort bók- mennta- stofnunin sé að missa átorítet? Getur vel verið. Veit ekki. En könnunin er óneitan- lega athygl- isverð. EGILL HELGASON SJÓNVARPSMAÐUR Bestu rithöfundar þjóðarinnar Að mati almennings er Arnaldur Indriðason langbesti rithöfundur þjóðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun. Jakob Bjarnar Grétarsson rýndi í könnunina og ræddi niðurstöður hennar við fólk sem veit sínu viti þegar bækur og bókamarkaður er annars vegar. ARNALDUR INDRIÐASON ÞRÁINN BERTELSSONVIGDÍS GRÍMSDÓTTIR BESTU HÖFUNDARNIR Sæti Höfundur Karlar Konur Samtals 1. Arnaldur Indriðason 35,4 41,7 38,7 2. Einar Már Guðmundsson 9,3 6,2 7,7 3. Einar Kárason 10,5 2,3 6,3 4. Hallgrímur Helgason 7,2 2,3 4,6 5.-6. Kristín Marja Baldursdóttir 1,3 6,6 4 5.-6. Þráinn Bertelsson 3 5 4 7.-9. Jón Kalmann Stefánsson 0,8 4,6 2,8 7.-9. Vigdís Grímsdóttir 1,3 4,2 2,8 7.-9. Yrsa Sigurðardóttir 3 2,7 2,8 10.-11. Andri Snær Magnason 2,1 2,3 2,2 1 0.-11. Guðrún Helgadóttir 0,4 3,9 2,2 ➜ BESTU HÖFUNDARNIR Segir könnunin vissulega athyglisverða og ef greina megi einhverja strauma þá séu þeir helstir að fólk sé að snobba niður á við með svörum sínum. EGILL HELGASON Fólk svarar greinilega eftir hjartanu. Ef Katrín hefði verið spurð hefði hún nefnt Guðberg. Sem er á pari við Þorgrím Þráinsson. Sem Katrín segir fyndið. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Krimmahöfundar eru dæmdir af ritdómurum sem fjalla um þá af fullkominni virðingu þó leggja megi það gildismat á krimma að þeir uppfylli ekki lágmarks skilyrði um stíl og persónusköpun. KRISTJÁN B. JÓNASSON 10 prósent aðspurða en aðeins tvö pró- sent kvenna. Bæði Einar Már og Kára- son voru með bækur í síðustu jóla- bókavertíð. Sem gerir árangur Hallgríms Helgasonar eftirtektar- verðan. Hann var ekki með bók á síð- asta ári en nær fjórða sætinu nokkuð örugglega. Hann er vinsælli meðal karla en kvenna en það er Kristín Marja ekki. Hún nær vart tali meðal karla en skorar hátt meðal kvenna sem og Jón Kalmann. Guðrún Helgadóttir er, líkt og Kristín Marja, miklum mun vinsælli meðal karla en kvenna sem og Vigdís Grímsdóttir. Aðrir þeir ellefu sem ná á topplistann, Andri Snær, Yrsa Sigurðardóttir og Þráinn Bertelsson, sækja nokkuð jöfnum höndum fylgi meðal karla sem kvenna. Karlar áberandi Löngum er vitnað til orða útgefandans Jóhanns Páls Valdimarssonar þess efnis að konur stýri menningarneysl- unni og þar með bóksölu. En í þessari könnun er ekki spurt um það. Af þeim 56 rithöfundum sem nefndir eru á nafn eru aðeins 13 konur. Og í flestum til- vikum er það svo að þær eru nefndar til sögunnar af konum. Katrín Jakobs- dóttir alþingismaður og bókmennta- fræðingur, segir þetta ekki þurfa að koma svo mjög á óvart og líklega sé þetta að einhverju leyti í samræmi við útgefna titla. Og þá ekki síður að þeir höfundar sem ná inn á topp tíu lista könnunarinnar séu augljóslega epískir höfundar. Eins og þeir fimm efstu eru án nokkurs vafa. Sögumenn. Ljóðskáld og barnabækur hafi greinilega ekki komið svo mjög upp í huga aðspurðra. „Þetta er svo ríkt í Íslendingum. Fólk er að velja góða sögumenn. Og þegar rithöfundur er nefndur sjá menn fyrir sér sagnamenn fremur en ljóðskáld sem eru flokkuð öðruvísi. Hvað þá barnabókahöfundar en þar eru konur í miklum meirihluta,“ segir Katrín. Umdeilanlegt vægi bókmenntaverð- launa Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bók- menntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Páls- son, sem sæmdur var Íslensku bók- menntaverðlaununum í síðasta mánuði neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höf- undum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Gríms- dóttir og svo reyndar Einar Már. Kristján Bjarki segir algerlega frá- leitt að draga þá ályktun út frá þessari könnun að almenningur gefi lítið fyrir hin Íslensku bókmenntaverðlaun. „Flestir þeir sem eru á topp tíu hafa verið margtilnefndir til þeirra í gegn- um tíðina og/eða eru handhafar. Síð- ustu verðlaun segja ekkert til um það. Þar eru bara einhverjir þrír lesendur valdir af handahófi og þeir hafa sínar hugmyndir um hvernig landslagið er,“ segir Kristján og varar við því að líta einungis til síðustu tilnefninga og verð- launaafhendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.