Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 24
Í E L D H Ú S K R Ó K N U M 6 matur FALLEGT ER AÐ BERA FRAM VÍN eða jafnvel kaffi í þessari karöflu frá Eva Zolo en hún er klædd í gula og páskalega hosu með rennilás sem heldur annað- hvort heitu eða köldu. Karaflan fæst í Kúnigúnd á 4.760 krónur. GRÆN TAUSERVÍETTA fer vel í gulum sérvíettuhring úr filti. Sérvíettan kostar 560 krónur í Kokku og servíettuhring- urinn, sem einnig er hægt að nota sem diskamottu, kostar 350 krónur. ILMANDI KAFFIÐ á páskadagsmorgun smakkast vel úr gulum bolla. Settið af bolla og undirskál frá Te og kaffi á Laugavegi kostar 1.595 krónur. PÁSKASKRAUTIÐ frá Georg Jensen er hægt að hengja í glugga eða nota sem servíettuhring utan um fallega munnþurrku í lit. Gyllti skjöldurinn með páskahéranum kostar 1.490 krónur í Kúnígúnd. Græn- röndótt viskustykki úr Kokku á 650 krónur. Súkkulaði í fóðraðan maga Margir sofa ekki nóttina fyrir páskadag vegna tilhlökkunar. Til að skara fram úr í páskaeggjaleit og hafa ósvikna lyst á fullu húsi sælgætis er skynsamlegt að byrja daginn á vel útilátnum og saðsömum dögurði. Meistarakokkarnir á Silfri gefa hugmyndir að dýrðarkrásum páskadagsmorguns. Uhmm! Hver fær ekki vatn í munninn yfir tilhugsuninni um þennan morgunmat? Frumlegur en umfram allt staðgóður og hollur dögurður, með skyrdrykk, eggjaköku, grænmeti og ávöxtum. Allar uppskriftir eru fyrir fjóra. EGGJAKAKA MEÐ SPÍN- ATI, CHILI OG KARTÖFL- UM 4 heil egg ¼ lítri fjörmjólk 1 stk. bökunarkartafla, skræld og skorin í teninga 1 chilipipar, fræhreinsaður og fíntsaxaður 200 g spínat Kartöfluteningar steiktir á pönnu þar til þeir verða mjúkir. Spínati bætt út á ásamt chilipipar. Egg og fjörmjólk pískað saman og hellt yfir pönnuna. Eldað í ofni við 180°C í átta mínútur. Salt og pipar eftir smekk, og gott er að setja ost yfir. BEIKONVAFÐAR DÖÐLUR 1 pakki beikon 1 pakki döðlur Skerið beikon í tvennt og vefjið utan um döðlurnar. Festið með tannstöngli og steikið á pönnu eða eldið í ofni við 180°C, þar til beikonið er stökkt. HVÍTLAUKSRISTAÐIR SVEPPIR OG KONFEKT- TÓMATAR 1 box sveppir 1 box konfekttómatar 2 hvítlauksgeirar 1 dl ólífuolía ½ búnt steinselja Steikið sveppina í helmingnum af ólífuolíunni þar til þeir eru gullinbrúnir á lit. Setjið í eldfast mót ásamt tómötum og rest af ólífuolíu, fínt söxuðum hvítlauk og fínt saxaðri steinselju. Bakið við 180°C í 6 til 8 mínútur. Salt og pipar eftir smekk. BLÁBERJA OG MANGÓ SMOOTHIE 1 dós vanilluskyr 1 askja bláber ½ mangó, vel þroskað ¼ lítri fjörmjólk Allt sett í matvinnsluvél og maukað í 2 mínútur. TÓMATSÚPA 1 dós niðursoðnir tómatar, maukaðir 1 laukur 2 hvítlauksgeirar ½ búnt ferskt basil ¼ lítri vatn 1 tsk. grænmetiskraftur 1 tsk. tómatpurré Saxið lauk, hvítlauk og basil og mýkið í olíu í potti. Bætið tómötum, vatni og tómatpurré saman við og sjóðið í 10 mínútur. Þá er grænmetiskrafti bætt út í og soðið í 2 mínútur. NOKKRIR GÓÐIR RÉTTIR Á DÖGURÐARBORÐIÐ Hvítlauksristaðir sveppir og konfekttómatar, bornir fram á teini. Hafþór Sveinsson matreiðslumeistari í óðaönn að undirbúa morgunverð að hætti Silfurs. Hér hellir hann skyrdrykknum í glös. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON S S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! y g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.