Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 76
N A N N A R Ö G N V A L D A R D Ó T T I R S K R I F A R M A T A R H U G L E I Ð I N G A R „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is 14 matur Ýmsar matarhefðir tengjast páskahátíðinni víða um heim og þótt íslenskar hefðir í páskamat séu kannski ekki sérlega miklar – að páskaeggjunum undanskildum – þá kannast flestir við páskalambið. Þó er ekki eins rík hefð hér fyrir því að lambakjöt sé haft í páskamatinn og víða annars staðar en það helgast meðal annars af því að víða erlendis var talið hæfilegt að slátra fyrstu vorlömbunum um páska- leytið en hérlendis eru ærnar yfirleitt ekki einu sinni farnar að bera, hvað þá að komið sé að sláturtíð. Sú páskamatarhefð sem e.t.v. er þó algeng- ust er páskabrauð af ýmsu tagi. Líklega eiga flest lönd Evr- ópu sitt sérstaka páskabrauð, nema helst Norðurlöndin, þó að Finnlandi und- anskildu. Þessi páska- brauð, þótt ólík séu, eru yfirleitt full þrungin merkingu og táknum sem oft eru vísun í kristna trú. Krossar og kransar (þyrni kórónur) eru algengir og stundum eru brauðin löguð eins og fiskar eða lömb. Stund- um má þó rekja táknmál brauðanna aftur í heiðni (egg, hérar o.fl.). Þessi brauð eru gjarna sæt og innihalda yfirleitt tölu- vert af smjöri og eggjum og oft einnig þurrkaða ávexti, hnetur, sykraðan ávaxtabörk og fleira sem var kær- komið eftir aðhaldssemi og strangleika lönguföstunnar. Yfirleitt eru brauðin tengd páskadegi en enskar kross- bollur (cross buns) voru yfirleitt bakaðar á föstudaginn langa úr krydduðu gerdeigi með kúrennum og skorinn í þær kross (eða sprautaður á þær með glassúr) sem átti að minna á krossfestingu Krists. Þjóðverjar eru miklir brauðgerðarmeistarar og þar þekkjast alls konar páska- brauð, sum mótuð í alls konar form, svo sem héra, fiska eða hreiður fullt af páskaeggjum. Þekktasta rússneska páskabrauðið er kulich, hátt og uppmjótt og toppurinn skreyttur með letri sem táknar „Kristur er upprisinn“. Þetta brauð tók fólk oft með í miðnæturmessu aðfaranótt páskadags og lét blessa það. Choerek er páskabrauð Georgíumanna, stundum mótað í kransa eða eins og sniglar. Gríska páskabrauðið lambrópsomo er aftur á móti oft mótað eins og blóm eða laufblöð og skreytt með rauðmáluðum eggjum sem eiga að tákna blóð Krists. Tsoureki er annað grískt páskabrauð, mótað í fléttur og einnig skreytt með rauðmáluðum eggjum. Þekktasta eggja-páskabrauðið er þó líklega ítalska brauðið pane di con uovo, fléttaður eða snúinn krans með mislitum eggjum. Brauðið sem hér kemur uppskrift að er tilvalið t.d. í páska„brunch“ eða með morgunkaffinu á páskadag. Það er best nýbakað en vegna þess að það inniheldur smjör og egg geymist það vel a.m.k. til næsta dags og þá er tilvalið að borða það með smjöri og e.t.v. sultu eða hunangi – nú, eða bara með eggjunum. Oft er brauðið reyndar sætara en þetta hér og einnig inniheldur það gjarna sultaðan börk (súkkat), saxaðar möndlur og rúsínur. Það er ýmist bragðbætt með sítrónu eða anís. Ég notaði egg sem ég sauð fyrst í nokkrar mínútur í litlum potti í vatni blönduðu 1-2 tsk af matarlit og lét þau svo kólna í soðinu en það má líka mála hrá egg með matarlit og baka þau með brauðinu án þess að sjóða þau fyrst. Þó þarf að gæta að því að liturinn sé hæfur til neyslu því að eitthvað af honum smitar oftast út í deigið. Einnig má sleppa því að lita eggin en brauðið er óneitanlega skrautlegra sé það gert. ÍTALSKT PÁSKABRAUÐ 200 ml mjólk, ylvolg 3 msk. sykur 1½ msk. þurrger 450 g hveiti, eða eftir þörfum 1 tsk. salt 50 g smjör, brætt og látið kólna ögn 2 egg fínrifinn börkur af 1-2 sítrónum 5 lituð egg, hrá eða soðin smjör til penslunar Settu volga mjólk í skál ásamt 1-2 tsk. af sykri og gerinu og láttu standa í nokkrar mínútur, eða þar til gerið fer að freyða. Blandaðu þá helmingnum af hveitinu saman við, ásamt afganginum af sykrinum, salti, smjöri, eggjum og sítrónuberki. Hrærðu svo meira hveiti saman við smátt og smátt, þar til hægt er að hnoða deigið án þess að það klessist mikið við hendur en það er þó fremur lint. Hnoðaðu það vel, settu það svo í skál, breiddu viskastykki eða plastfilmu yfir og láttu það lyfta sér á hlýjum stað í a.m.k. 1 klst., eða þar til það hefur tvöfaldast. Sláðu þá deigið niður, hnoðaðu það lauslega, skiptu því í tvennt og rúllaðu hvorn helming um sig út í sívalning, 60-70 cm á lengd. Snúðu lengjurnar saman í vafning, ekki mjög þéttan. Settu vafninginn á papp- írsklædda bökunarplötu, mótaðu hann í hring og þrýstu endunum vel saman; reyndu að hafa þá sem sléttasta. Stingdu eggjunum inn á milli vafninganna. Breiddu viskastykki yfir brauðið og láttu það lyfta sér í a.m.k. hálftíma. Hitaðu ofninn í 175°C (160°C sé notaður blástur). Bræddu dálítið smjör og penslaðu deigið vel með því (ekki pensla eggin). Bakaðu brauðið á næst- neðstu rim í 35-40 mínútur, eða þar til það er fallega gullinbrúnt. Taktu það þá út og settu á grind. Penslaðu brauðið með bráðnu smjöri á meðan það er heitt og e.t.v. aftur áður en það kólnar alveg, við það verður skorpan sérlega mjúk og bragðgóð. Einnig má gera bollur úr deiginu og þrýsta einu eggi ofan í miðjuna á hverri bollu áður en hún er bökuð. Páskaeggjabrauð margt smátt PÁSKATERTUR eru skemmtilegar um hátíð- irnar. Þá er gaman að gera fallegar hnallþór- ur eða rúllutertur. Nota gult krem, rjóma eða gult marsípan. Skreyta með litlum eggjum, súkkulaði- eða marsípaneggjum. Eða jafnvel gulum sætum ungum. Krökkunum finnst fátt skemmtilegra en að baka með mömmu og pabba. Ekki er verra að láta sköpun- argleðina ráða ferðinni í eldhúsinu. Bjóða síðan í kaffi með páska- liljur á borði. EGGJAKAKA með grænmeti, beikon og góðum osti er frábær kvöldmatur rétt fyrir páska. Þá er tilvalið að nota tækifær- ið og gera lítil göt á eggin. Blása út inni- haldið. Gott er að gæða sér á léttum rétti fyrir kjötveislu páskahátíðarinnar. Mála síðan eggin í öllum regnbogans litum og nota sem fallegt páskaskraut heima. Með því að líma spotta í eggin má hengja þau á blómstrandi greinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.