Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 80
20 9. mars 2008 SUNNUDAGUR B aldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og prófessor, var í fyrirlestrarferð í Róm- önsku-Ameríku. Hann hélt fyrirlestur bæði í Costa Ríka og síðan Trínidad og Tóbagó en í millitíðinni fór hann til Venesúela. „Ég fór þangað einkum til að kynna mér ástandið þar,“ segir Baldur þegar hann rifjar upp veru sína þar fyrir blaðamanni. „Það berast fjölmargar fregnir í alþjóðlegum miðlum af því hvað Hugo Chavez er að gera en það fylgir ekki þeirri umfjöllun hvernig fólkið í landinu hefur það og þessu langaði mig að kynnast.“ Þessari rúmlega tveggja vikna Ameríkudvöl lauk svo í New York þar sem hann hélt lokafyrirlesturinn í Colombia háskóla. Felix Bergsson, leikari og eiginmaður Baldurs, var með honum í för. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast áður en ég fór til Venesúela. Ég hafði reyndar farið í þriggja vikna ferð síðastliðið haust um Argentínu, Bólivíu og Perú. Þar sá ég náttúrlega þessa gríðarlegu misskiptingu sem því miður er víða að finna í álfunni. Þar áttaði ég mig líka á þeirri aðskilnaðarstefnu milli hinna ríku og fátæku. Og eins má segja að þetta sé aðskilnaðarstefna milli hvítra og þeirra sem eru litaðri. Ég bjóst við að sjá eitthvað í líkingu við það í Venesúela en ég hafði kannski ekki miklar hugmyndir um Chavez nema það að honum hefur verið hrósað nokkuð í heimspressunni fyrir það sem hann er að gera í innanlandsmálefnum en fengið skammir í hattinn fyrir það sem hann gerir á alþjóðavettvangi. Þetta var til dæmis eitt af því sem mig langaði að kynna mér; hvað er hann að gera heima fyrir og hvernig kemur þessi alþjóðastefna hans til þar sem hann er að reyna að mynda vinstri bandalag með Kúbu og Íran fremsta í bræðraflokki en ber svo í víurnar við aðrar vinstri stjórnir í sínum nágranna ríkjum? En satt best að segja kom ástandið mér mjög á óvart og það er mun verra en ég gat ímyndað mér.“ Ekki tala við ókunnuga „Það sem ég varð fyrst var við í höfuðborginni Caracas er þetta mikla umferðaröngþveiti, sem reynist svo kannski myndbirting þeirrar óreiðu sem ríkir í landinu. En svo þegar ég gaf mig á tal við fólkið varð ég fljótlega var við þann ótta sem ríkir. Eitt af því sem Chavez hefur gert er að ala á tortryggni gagnvart hinum efnuðu svo í sumum tilfellum þykir ekkert tiltökumál að ræna þá, fara með þá jafnvel í hraðbanka og láta þá létta á innistæðunum eða einfaldlega halda þeim föstum og krefjast lausnargjalds. Í hugum margra er það ekkert annað en leiðrétting á misréttinu sem hinir efnaminni hafa þurft að búa við. Sú réttlæting kemur líka heim og saman við málflutning Chavez. Við vorum því varaðir við því að tala við ókunnuga en reyndar skellti ég skollaeyrum við því,“ segir hann og brosir við. „Enda hljómar það svolítið undarlega að fólk skuli segja við mann „ekki gera það sem við erum í raun að gera núna“. Til dæmis var athyglisvert þegar við tókum eina konu upp í bílinn sem var að falast eftir fari og alla leiðina minnti hún okkur á mikilvægi þess að taka ekki fólk upp í bílinn. En eins gat ég skynj- að það að fólk er einfaldlega óttasleg- ið við það hvað morgun dagurinn ber í skauti sér enda ríkir mikil óvissa eins og Chavez hefur komið málum fyrir. Allir sem við töluðum við, að einum þjóni undanskildum, voru afar óánægðir með karlinn í brúnni þótt hvarvetna megi líta áróðursspjöld sem tíunda ágæti hans.“ Hvað fór úrskeiðis? Venesúela er annar stærsti olíu- útflytjandi í heimi á eftir Sádi-Arab- íu. Þar búa um 23 milljónir og því segir Baldur að stjórnvöld ættu að hafa alla burði til að gera vel við þegna sína. Þar býr þó stór hluti þjóð- arinnar undir fátæktarmörkum á meðan aðrir vita vart aura sinna tal. Þessi misskipting er eins og greipt inn í borgarmyndina. „Það er mjög athyglisvert að í einu hverfi þeirra efnuðu snýst tilveran um fegurðar- samkeppni og lýtalækningar. Það er ansi langt frá þeim viðfangsefnum sem bíður íbúanna í hreysunum,“ segir Baldur. En hvað er það sem fer úrskeiðis? „Chavez er einfaldlega að rústa efna- hag landsins,“ segir Baldur. „Hann eyðir fjármagninu meðal annars í það að borga fjölskyldum fyrir að senda börnin sín í skóla. Það lýsir reyndar góðum vilja en það verður hins vegar til þess að margir þeirra sem fá þessa peninga hætta að vinna og það leiðir til vinnuaflsskorts bæði á ökrum í sveitum og í verksmiðjum borganna sem síðan hefur leitt til vöruskorts. Það vantar mjólk, egg, kjöt og klósett- pappír svo eitthvað sé nefnt og fólk segir okkur að það sé í fyrsta skipti sem það búi við slíkt ástand. Síðan niðurgreiðir hann bensínverðið svo það kostar lítið sem ekkert að fylla bílana og þetta verður til að fleiri geti leyft sér þann munað að vera á bíl sem þykir nokkurt stöðutákn. Með þessum aðgerðum hefur hann náð að höfða til þeirra efnaminni en á sama tíma gufar fjármagnið upp og það er nokkuð súrt í broti að sjá á eftir því án þess að það hafi verið notað til að byggja upp menntakerfið og heilbrigðiskerfið eða til þess að styrkja efnahagskerfið. Auk þess er olíuauðurinn notaður til að niður- greiða olíu til vinveittra viðskipta- vina erlendis eins og Íran og ríkja Róm önsku-Ameríku sem eru honum vinveitt og svo má náttúrlega ekki gleyma borgarstjóranum í London, Rauða-Ken Livingston, sem Chavez telur meðal sinna mestu bandamanna í Vesturlöndum og verðið sem hann kaupir olíuna á tekur mið af því.“ Chavez velur nýjan óvin Hugo Chavez sór embættiseið sem forseti landsins árið 1999 og naut mik- illar hylli fyrst um sinn, sérstaklega meðal þeirra sem minna höfðu hand- anna á milli. Baldur segir að verulega sé farið að draga úr fylginu nú þegar fólk upplifir áhrifin af efnahagsstefn- unni. „Áður gat hann alið á tortryggni gagnvart þeim efnameiri en nú er Fann þjón sem hataði ekki Chavez Fleira felst í lífi stjórnmálafræðinga en langdvalir yfir skræðum og skólafólki. Baldur Þórhallsson er nýkominn frá Venesúela þar sem hann kynnti sér ástandið. Hann sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni ekki aðeins af axarsköftum Hugo Chavez heldur einnig frá sjónvarpsstjörnu á Íslandsgötu og vinnulagi óprúttins leiðsögumanns. BALDUR ÞÓRHALLSSON Mikið hefur verið fjallað um aðgerðir Hugo Chavez forseta en minna um það hvernig þær koma niður á landsmönnum í Venesúela. Baldur er nú fróðari um það eftir dvöl sína þar í landi. RÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það sem ég varð fyrst var við í höfuð - borginni Caracas, er þetta mikla umferðar- öngþveiti, sem reynist svo kannski myndbirting þeirrar óreiðu sem ríkir í landinu fólk orðið verulega pirrað svo hann þarf að finna ný ráð til að fylkja fólk- inu á bak við sig,“ segir Baldur. „Og svo virðist sem að þessu sinni ætli hann að höfða til þjóðernis kenndar fólks. Það kemur honum því afar vel að eiga í útistöðum við nágrannana í Kólumbíu svo hann geti sameinað landsmenn undir sinni forystu gegn þessari ógn sem hann túlkar sem svo.“ Mikillar spennu hefur gætt und- anfarið milli ríkjanna og hafa Sam- einuðu þjóðirnar meðal annarra beitt sér fyrir því að koma á jafnvægi á svæðinu. Sjónvarpsstjarnan á Íslandsgötu Baldur og Felix heimsóttu kjör- ræðismann Íslands í Caracas, Karel Bentata sem jafnframt er lög- fræðingur. Leysti hann margar þraut- ir fyrir ferðalangana sem ekki kunnu að fóta sig í óreiðunni. Býr hann ásamt konu sinni Noralys Rodriguez á Íslandsgötu en föður hans og forvera í starfi þótti ekki annað við hæfi en að nefna götuna með hliðsjón af vinnu- heiti hans. Noralys þessi er reyndar ein frægasta sjónvarpsstjarna í Róm- önsku-Ameríku en hún er með ferða- þáttinn Wild on sem milli 40 og 60 milljónir manna horfa á í hverri viku. Hún er einnig þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta. Baldur segir ekki loku fyrir það skotið að hún komi til Íslands þótt síðar verði. En ekki var alltaf jafn mikill fengur í föruneyti þeirra Baldurs og Felix. „Til dæmis þegar við fórum að skoða hús Símons Bólivar borguðum við fyrir leiðsögumann sem virtist ekki hafa komið þarna áður,“ segir Baldur og brosir við. „Enskukunnátta hennar var af skornum skammti. Til dæmis leiddi hún okkur inn í eldhúsið og sagði „this is the chicken“. Það bar hins vegar ekki að líta nokkurn kjúkl- ing svo þetta átti sennilega að vera „kitchen“. Reyndar hvarf hún svo sjálf í sögugöngu um húsið undir stjórn spænskumælandi leiðsögu- manns og skildi okkur eftir eins og strandaglópa. Hún kom þó til okkar endrum og eins og sagði „very inter- esting“. Baldur segir ómögulegt að segja til um hvað framtíðin hefur að færa landsmönnum í Venesúela. Hitt segir hann þó víst að hann hafi nemendum sínum enn meira fram að færa en fyrir veruna í Venesúela. Í FRÍÐU FÖRUNEYTI Frá vinstri Baldur, Noralys Rodriguez sjónvarpskona, maður hennar Karel Bentata, kjörræðismaður Íslands, og loks Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs. ÍSLANDSGATA Fyrrverandi kjörræðismanni Íslands þótti ekki annað við hæfi en að gatan bæri nafn með rentu. ÁRÓÐUR FORSETANS Hvarvetna mátti sjá áróður frá Hugo Chavez en Baldur lét þó ekki sannfærast. Frá ferðalaginu um Venesúela
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.