Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 88
28 9. mars 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabla- Sara Björk Gunnarsdóttir er að stíga sín fyrstu skref með kvennalandsliðinu í knattspyrnu en hún skoraði eitt marka Íslands í 4-1 sigri á Írum, en þar fékk hún að byrja inn á fyrsta skipti með A-landsliðinu. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og vorum miklu betra lið. Ég var mjög ánægð með að fá tækifæri til þess að sýna mig. Ég veit ekki hvort ég fæ að vera í byrjunarliðinu á móti Portúgal en ég vona það. Mér finnst ég hafa staðið mig nógu vel til þess að vera í liðinu,“ segir Sara Björk sem spilaði framarlega á miðjunni í sínum fyrsta leik. „Siggi Raggi þjálfari sagði mér að halda mér þarna frammi og reyna að vinna boltann,“ segir Sara og það gekk upp þegar hún skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútur og kom Íslandi í 3-0. „Ég setti pressu á aftasta mann og náði af honum boltanum og setti hann síðan í hornið hjá markverðinum. Það var fínt að skora,“ segir Sara. Sara er aðeins 17 ára gömul og spilar með Haukum í 1. deildinni. Hún er eini leikmaður liðsins sem er ekki í efstu deild. „Það er mikill munur á því að spila með A-landsliðinu eða í 1. deildinni en það er bara gaman að því. Það er ekkert smá flott að fá að spila með þessum stelpum. Þær eru búnar að hjálpa mér og styðja við bakið á mér,“ segir Sara sem er ekkert á leiðinni í Landsbankadeildina í sumar. „Ég verð áfram með Haukum í sumar. Ég vil meina að ég fái alveg jafn mörg tækifæri þótt að ég sé að spila í 1. deildinni. Ég er búin að ná þessum árangri með liðinu mínu og markmiðið er bara að koma Haukunum upp í efstu deild,“ segir Sara en íslenska kvennalandsliðið skellti sér í bæinn í gær. „Við vorum á æfingu, erum nýbúnar að borða og nú erum við bara að fara í bæjarferð. Ætlum að reyna að versla eitthvað,“ segir Sara í léttum tón. „Það er mjög gaman hérna úti og frábært að fá að vera með þessum stelpum. Við erum líka með rosa sterkt lið og ætlum að taka næsta leik á móti Portúgal,“ sagði Sara Björk að lokum. SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR: SKORAÐI Í FYRSTA BYRJUNARLIÐSLEIKNUM MEÐ A-LANDSLIÐINU Verð vonandi í byrjunarliðinu í næsta leik líka Berlín og Varsjá 20.–28. maí Fararstjóri: Óttar Guðmundsson 98.700 kr. Verð á mann í tvíbýli 65.900 kr. Verð á mann í tvíbýli Innifalið: Flug til Berlínar og frá Varsjá með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hótelum með morgunverði, akstur á milli Berlínar og Varsjár og íslensk fararstjórn. Hin óviðjafnanlega París 5.–8. júní Fararstjóri: Halldór Laxness Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með morgunverði og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 KÖRFUBOLTI Tólf stiga sigur dugði ekki bikarmeisturum Grinda- víkur til þess að taka annað sætið af KR i lokaumferð Iceland Express-deildar kvenna í gær. Grindavík þurfti að vinna með sextán stigum til þess að fá heimavallarrétt gegn KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og var komið mest fimmtán stigum yfir, 80-65, í dramatískum lokakafla leiksins. KR-konur skoruðu hins vegar þrjú síðustu stig leiksins á vítalínunni og sluppu naumlega með aðeins tólf stiga tap, 80-68. Igor Beljanski tók tvö leikhlé á síðustu mínútunni til að setja upp sókn sem kæmi Grindavík upp í 16 stiga forystu en í bæði skiptin náði KR-vörnin að stöðva Grinda- víkurliðið. Það var síðan Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR-liðs- ins, sem stal boltanum af Grindavík í blálokin og kom í veg fyrir að Grindavík fengi síðasta skotið í leiknum. KR byrjaði vel og var 19-12 yfir eftir fyrsta leikhluta og 36- 32 yfir í hálfleik. Tiffany Roberson var með 40 stig fyrir Grindavík og 14 fráköst en hún var geysisöflug í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálf- leik. Joanna Skiba var með 24 stig og fimm stoðsendingar. Hjá KR var Candace Futrell stigahæst með 33 stig auk þrettán frákasta, Hildur Sigurðar dóttir var með 15 stig og ellefu fráköst og Sigrún Ámundadóttir skoraði 14 stig og tók 15 fráköst. Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi og þar mætast Keflavík og Haukar og KR og Grindavík þar sem fyrrnefndu liðin eru með heimavallarréttinn. - óój Tólf stiga sigur dugði ekki Grindavík í lokaumferð Iceland Express-deildar kvenna: KR-liðið hékk á öðru sætinu 40 STIG Tiffany Roberson sækir að körfu KR-liðsins í gær. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN > Meistaradeildardraumur GOG er úti Snorri Steinn Guðjónsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í danska liðinu GOG eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 24- 29 tap fyrir Barcelona á Spáni í gær. Barcelona tryggði sér sigur í riðlinum með þessum sigri. GOG, sem vann heimaleikinn 35-33, hélt í við Börsunga framan af leik og staðan var 10- 10 eftir 19 mínútur. Þá tóku Börsungar öll völd í leiknum og náðu níu marka forystu þegar sex mínútur voru til leiksloka, 27-18. Börsungar eru á toppi riðilsins með tveggja stiga forystu á GOG og betri árangur í innbyrðis viðureignum þegar aðeins ein umferð er eftir. Ásgeir Örn skoraði tvö mörk en Snorri Steinn komst ekki á blað. Enska bikarkeppnin: Man. United-Portsmouth 0-1 0-1 Sulley Ali Muntari, víti (78.) Barnsley-Chelsea 1-0 1-0 Kayode Odejayi (66.) Seinni tveir leikirnir fara fram í dag. Middles- brough og Cardiff mætast klukkan 13.00 og Bristol Rovers tekur síðan á móti West Brom klukkan 18.00. Enska úrvalsdeildin: Blackburn-Fulham 1-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (60.), 1-1 Jimmy Bullard (89.). Liverpool-Newcastle 3-0 1-0 Jermaine Pennant (43.), 2-0 Fernando Torres (45.), 3-0 Steven Gerrard (51.). Reading-Man. City 2-0 1-0 Shane Long (62.), 2-0 Dave Kitson (88.). STAÐA EFSTU LIÐA: Arsenal 28 19 8 1 57-21 65 Man. United 28 20 4 4 58-15 64 Chelsea 27 17 7 3 42-17 58 Liverpool 29 15 11 3 53-20 56 Everton 28 16 5 7 46-24 53 Aston Villa 28 13 9 6 51-36 48 Blackburn 29 12 10 7 38-35 46 Man. City 29 12 9 8 34-33 45 Portsmouth 28 12 8 8 38-29 44 West Ham 28 11 7 10 31-31 40 Tottenham 27 8 8 11 49-45 32 Middlesbrough 28 7 8 13 25-42 29 Reading 29 8 4 17 34-55 28 Newcastle 29 7 7 15 30-56 28 Iceland Express kvenna: Grindavík-KR 80-68 (32-36) Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 40 (14 frák.), Joanna Skiba 24, Petrúnella Skúladóttir 5, Ólöf Pálsdóttir 3, Jovana Stefánsdóttir 3, Lilja Sig marsd. 2, Íris Sverrisd. 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 1. Stig KR: Candace Futrell 33 (13 frák.), Hildur Sig- urðardóttir 15 (11 frák., 6 stolnir, 5 stoðs.), Sigrún Ámundadóttir 14 (15 frák.), Helga Einarsdóttir 2, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2. Valur-Fjölnir 81-59 (40-40) Stig Vals: Molly Peterman 37 (15 frák., 5 stoðs.), Signý Hermannsdóttir 15 (10 frák., 8 varin, 6 stoðs.), Tinna Björk Sigmundsdóttir 9 (7 stoðs.), Hanna Björg Kjartansdóttir 7, Guðrún Baldursdóttir 6, Hafdís Helgadóttir 4, Berglind Ingvarsdóttir 3. Stig Fjölnis: Slavica Dimovska 28 (6 frák., 6 stoðs.), Birna Eiríksdóttir 10, Gréta María Grétars dóttir 6 (12 frák.), Eva María Emilsdóttir 6, Efemia Sigurbjörnsdóttir 6, Edda Gunnarsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 1. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Liverpool, náði þriggja stiga forskot á í Everton í baráttunni um 4. sætið og sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, þegar liðið vann 3-0 sigur á Newcastle á Anfield í gær. Jermaine Pennant skoraði fyrsta markið eftir klaufaleg varnarmistök varnarmanna Newcastle og þeir Fernando Torres og Steven Gerrard lögðu síðan upp mark fyrir hvorn annan. Newcastle hefur ekki unnið síðan í desember og það hafa aðeins komið tvö stig í hús í þeim sjö leikjum sem liði hefur spilað síðan að Kevin Keegan tók við. Everton fær tækifæri til að ná Liverpool að stigum þegar liðið sækir Sunderland heim í dag. - óój Enska úrvalsdeildin í gær: Liverpool enn á sigurbraut Á SKOTSKÓNUM Fernando Torres og Steven Gerrard fagna marki í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það urðu heldur betur óvænt úrslit í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær þegar tvö stærstu liðin sem eftir voru í keppninni, Englandsmeist- arar Manchester United og bikar- meistarar Chelsea, þurftu bæði að sætta sig við 0-1 tap eftir að hafa klúðrað fjöldanum öllum af dauðafærum. 8. mars 2008 verður fyrir vikið örugglega minnst sem eins sögulegasta dagsins í 136 ára sögu ensku bikarkeppninnar. Hermann Hreiðarsson átti mjög góðan leik í 1-0 sigri Portsmouth á Manchester United og vann ekki bara United í fyrsta sinn heldur er einnig í fyrsta sinn komið í undanúrslit ensku bikar- keppninnar. Dómari leiksins var í sviðs- ljósinu, dæmdi ekki vítaspyrnu þegar brotið var á Ronaldo í fyrri hálfeik en dæmdi síðan vítaspyrnu á ensku meistarana og rak vara- markvörð Manchester United, Tomasz Kuszczak, út af tólf mínút- um fyrir leikslok. Ghana-maður- inn Sulley Muntari skoraði sigur- markið úr spyrnunni en í markinu stóð Rio Ferdinand þar sem Edwin van der Sar hafði farið út af meidd- ur í hálfleik. Það að Rio skildi klára leikinn var aðeins til þess að auk enn við dramatíkina. „Við gátum ekki verið óheppnari með drátt en þetta var frábær frammistaða og frábær úrslit. Við höfðum heppnina með okkur en United er stórkostlegt lið og við unnum fyrir heppninni,” sagði Harry Redknapp, stjóri Ports- mouth eftir leikinn. „Úrslit leiksins réðust þegar dómari leiksins dæmdi okkur ekki vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Þeir trúðu á að þeir gætu klárað þetta enda með dómarinn með sér í liði,“ sagði harðorður stjóri United, Alex Ferguson, í leikslok. Sóknarmenn United sofnuðu örugglega seint í nótt enda er löng upptalning á þeim dauðu færum sem fóru forgöðrum í þessum frábæra bikarleik. Hermann og félagar börðust fyrir lífi sínu og unnu ótrúlegan sigur, þann fyrsta á Old Trafford síðan 1957. Barnsley endurtók leikinn Kayode Odejayi tryggði Barnsley 1-0 sigur á heimavelli gegn Chelsea en markið skoraði hann með skalla á 66. mínútu leiksins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1912 að þetta litla félag úr Jórvíkuskíri er komið alla leið í undanúrslit bik- arisns. Fyrstu deildarlið Barnsley er með þessu búið að slá úr bikar- keppninni tvö af fjórum efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar, því liðið sló Liverpool út í umferðinni á undan. „Ég er í hæstu hæðum og trúi þessu varla. Þegar við fórum á Anfield og slógum Liverpool út þá trúði því enginn að við gætum þetta aftur,“ sagði Simon Davey stjóri Barnsley. „Mínir menn voru frábærir og ég, eins og margir leikmenn, er á leið- inni á Wembley í fyrsta sinn,” bætti hann við. Chelsea er þar með búið að missa af tveimur bikurum á tveimur vikum en liðið tapaði úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum. „Ég er rosalega, rosalega vonsvikinn en Barnsley á heiður skilinn. Þeir sýndu mikinn baráttuanda og eiga hrós skilið fyrir að slá bæði Liver- pool og okkur út,” sagði Avram Grant, stjóri Chelsea eftir leik. ooj@frettabladid.is Stóru liðin bæði slegin út Bæði Englandsmeistarar Manchester United og bikarmeistarar Chelsea féllu út í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Hermann Hreiðarsson er fyrir vikið kominn í undanúrslitin enska bikarsins í fyrsta sinn á ferlinum. ÚRSLITIN RÁÐAST Hermann Hreiðarsson horfir hér á þegar Milan Baros fiskar vítið og rauða spjaldið á Tomasz Kuszczak. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.