Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 90
30 9. mars 2008 SUNNUDAGUR BÓNUS NÚNA! Síðustu sleðarnir á páskatilboði Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is Páskatilboð Mótormax á síðustu 2008 vélsleðunum er ávísun upp á 75.000 kr. í fatnaði og fylgihlutum. Þú lætur drauminn rætast núna og færð þér t.d. þennan magnaða Ski-doo Summit 146 og við hjá Mótormax gefum kaupauka með eftir þínum óskum upp á 75.000 kr. 75.000kr. N1-deild karla í handbolta HK-ÍBV 35-27 (16-11) Mörk HK: Ragnar Hjaltested 6, Ólafur Bjarki Ragnarsson 5, Tomas Etutis 5, Gunnar Steinn Jónsson 5/4, Augustas Strazdaz 4, Sigurgeir Árni Ægisson 4, Brynjar Valsteinsson 3, Bjarki Gunnarsson 1, Árni Björn Þórarinsson 1, Brynjar Hreggviðsson 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 11, Björn Ingi Friðþjófsson 7. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 8/2, Sergiv Trot senko 6, Brynjar Óskarsson 3, Zilvinas Grieze 3, Leifur Jóhannesson 3, Nikolav Kulikov 2, Grétar Þór Eyþórsson 2. Varin: Kolbeinn Arnarson 15. Haukar – Stjarnan 32-28 (13-11) Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 11/1 (19/1), Freyr Brynjarsson 6 (9), Kári Kristján Kristjánsson 5 (6), Elías Már Halldórsson 3 (5), Andri Stefan 3 (6), Gísli Jón Þórisson 1 (1), Gunnar Berg Viktors son 1 (1), Jón Karl Björnsson 1/1 (1/1), Halldór Ingólfsson 1/1 (3/2), Arnar Jón Agnarsson (2) Varin skot: Magnús Sigmundsson 15/1 (36/6 41,7%), Gísli Guðmundsson 5 (12/2 41,7%) Hraðaupphlaup: 11 (Sigurbergur 5, Freyr 2, Elías, Andri, Kári, Gunnar). Fiskuð víti: 4 (Kári 3, Freyr) Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 9/1 (14/2), Kristján Svan Kristjánsson 4 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 4/4 (8/4), Björgvin Hólmgeirsson 4 (14), Heimir Örn Árnason 3/2 (4/2), Volodymyr Kysil 2 (3), Guðmundur Guðmundsson 1 (1), Patrekur Jóhannesson 1 (3), Björn Friðriksson (1), Ragnar Helgason (3) Varin skot: Hlynur Morthens 9 (27/1 33.3%), Roland Valur Eradze 7/1 (21/3 33,3%) Hraðaupphlaup: 5 (Björgvin 2, Kristján, Vilhjálm ur, Guðmundur) Fiskuð víti: 8 (Kristján 2, Björgvin 2, Ólafur, Kysil, Patrekur, Björn). Valur-Akrueyri 37-29 (20-13) Mörk Vals (skot): Baldvin Þorsteinsson 11/4 (13/4) Hjalti Pálmason 6 (8) Ingvar Árnason 5 (5) Elvar Friðriksson 4 (8) Arnór Gunnarsson 4(7) Ernir Arnarsson 4(7) Sigfús Sigfússon 2(4) Fannar Friðgeirsson 1(4) Varin Skot: Ólafur H. Gíslason 11(25, 44%), Pálmar Pétursson 8 (23, 34%) Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 4, Arnór 2) Fiskuð víti 4 (Ernir 2, Ingvar, Fannar). Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 6/3 (7/3) Goran Gusic 6(10) Magnús Stefánsson 6(9) Ásbjörn Friðriksson 4(5) Þorvaldur Þorvalds son 2 (2) Oddur Grétarsson 2(3) Andri Snær Stefánsson 1(3) Arnar Bjarnason 1(1) Hörður Fannar 1(3) Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 8 (28, 22%), Arnar Sveinsbjörnsson 4 (9, 36%). Hraðarupphlaup 5 (Goran 2, Andri, Magnús, Oddur). Fiskuð víti: 3 (Hörður 2 Ásbjörn). N1-deild kvenna í handbolta Haukar – Stjarnan 23-29 (13-11) Mörk Hauka: Erna Þráinsdóttir 5 (6), Ramune Pekarskyte 5/1 (13/2), Harpa Melsted 3 (6), Inga Fríða Tryggvadóttir 3 (6), Nína Kristín Björnsdótt ir 3/1 (8/2), Hekla Hannesdóttir 2 (2), Ausra Gecenic 1 (3), Hind Hannesdóttir 1 (6) Varin skot: Laima Miliauskaite 19/1 (46/2 41,3%), Bryndís Jónsdóttir 1 (3 33,3%) Hraðaupphlaup: 5 (Erna 2, Hekla, Gecenic, Pekarskyte). Fiskuð víti: 4 (Inga 3, Hind) Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 8/1 (15/1), Hildur Harðardóttir 6 (7/1), Birgit Engl 4 (6), Sólveig Lára Kjærnested 3 (7), Kristín Clausen 2 (3), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (6), Soffía Gísladóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (5), Ásta Agnarsdóttir (1) Varin skot: Florentina Stauciu 11/1 (23/2 47,8%), Helga Vala Jónsdóttir 10/1 (21/2 47,6%) Hraðaupphlaup: 8 (Sólveig 3, Hildur 2, Kristín, Engl, Harpa) Fiskuð víti: 2 (Rakel, Engl) FH-HK 29-35 Fram-Akureyri 37-27 ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Stjarnan þurfti aðeins að leika vel í 30 mínútur til að sigra Hauka í gær en liðið komst í annað sæti N1-deildar kvenna í gær þegar það vann leik liðanna, 23-29, á Ásvöllum. Haukastelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Alla ákveðni vantaði í Stjörnuna í byrjun en um miðbik fyrri hálfleiks kom smá líf í leik liðsins og það komst yfir í fyrsta sinn, 8-9. Þá tóku Haukar leikhlé, náðu áttum og komust yfir á ný fyrir leikhlé, 13-11, þar sem mark vörður Hauka, Laima Miliauskaite, fór á kostum og varði alls 13 skot í hálfleiknum. Lið Stjörnunnar mætti mun ákveðnara til leiks í síðari hálfleik og náði hægt og rólega öllum tökum á leiknum og vann að lokum með sex mörkum. „Við byrjuðum illa en komumst inn í leikinn þegar við náðum upp einbeitingu í síðari hálfleik. Það var gott að vinna eftir bikar- úrslitaleikinn. Við sýndum nógu mikla baráttu til að klára þetta en Haukar spiluðu vel á löngum köflum. Þetta var leikur hinna miklu mistaka að mörgu leyti,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum sofandi til að byrja með en komumst inn í þetta hægt og rólega. Við náðum upp fínum varnarleik í síðari hálfleik og Hildur Vala kom sterk inn í markið. Hildur Harðardóttir spilaði frábærlega í vinstra horninu, fyrsti sterki leikurinn hennar í meistaraflokki. Þetta var frábær dagur fyrir hana,“ sagði Aðalsteinn í lok leiks. - gmi Stjörnukonur í annað sætið: Þurftu bara 30 góðar mínútur HARKA Ramune Pekarskyte brýst hér milli Stjörnukvennanna Hörpu Sifjar Eyjólfsdóttur og Birgit Engl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Haukar styrktu stöðu sína á toppi N1 deildar karla þegar liðið lagði Stjörnuna örugglega, 32-28. Stjarnan komst í 2-0 og hélt frumkvæðinu þar til fyrri hálf- leikur var tæplega hálfnaður. Þá komust Haukar yfir en þeir náðu mest fjögurra marka forystu fyrir leikhlé, 13-9. Það munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13- 11. Magnús Sigmundsson fór á kostum í marki Hauka og varði 11 skot í hálfleiknum. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en þá skoruðu Haukar sex mörk í röð og náðu sjö marka forystu, 19-12. Þegar ellefu mínútur voru til leiksloka munaði enn sjö mörkum á liðunum, 26-19, en þá tóku Stjörnumenn að saxa á forskotið og sýndu hvað í liðinu býr. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka munaði aðeins þremur mörkum á liðunum, 28-25, en nær komst Stjarnan ekki. Vilhjálmur Halldórsson var lang- besti leikmaður Stjörnunnar í leiknum og virðist vera að nálgast sitt besta form. „Við byrjuðum seinni hálfleik skelfilega. Þeir rúll- uðu yfir okkur. Það sem ég hef séð af mótinu þá eru Haukar verðugir kandídatar að vinna mótið. Við hjálpuðum okkur ekki við að tapa í dag,“ sagði Vilhjálmur en nú munar 8 stigum á Haukum og Stjörnunni þegar níu umferðir eru eftir. Sigurbergur Sveinsson skoraði 11 mörk og fór fyrir Haukum í sókninni. Sigurbergur hefur nú skoraði 23 mörk í tveimur síðustu leikjum og fáir ef nokkur leikmaður er í betra formi en hann í dag. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Mér líður klárlega betur inni á vell- inum í dag en í upphafi tímabils. Hef bætt mig mikið,“ sagði Sigur- bergur sem segir Hauka verða að halda sig á jörðinni því mikið sé eftir af mótinu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigur sinna manna. „Við vissum að þetta yrði mjög erfitt. Við sýndum góða liðsheild og samstöðu eins og við ætluðum okkur. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar eins og markvarslan hjá Magnúsi. Sókn- arleikurinn var beittur að miklu leyti þannig að ég er mjög ánægð- ur með leikinn. Samt sem áður virðast menn ætla að slaka á þegar við erum með sjö marka forskot og það gengur ekki. Við þurfum að læra að klára leikina almennilega.“ Haukar hafa leikið frábærlega í síðustu tveimur leikjum sínum en Aron er ekki tilbúinn að spá of mikið í stöðuna. „Það er nóg eftir af þessu móti. Við tökum einn leik fyrir í einu. Tveir síðustu leikir hafa verið tveir af okkar bestu leikjum. Ég er mjög ánægð- ur með það form sem liðið er í. Liðið hefur tekið miklum fram- förum í vetur. Varnarlega, sókn- arlega og einstakir leikmenn hafa tekið miklum framförum,“ sagði Aron brosmildur í leikslok. - gmi Stjarnan engin fyrirstaða Sigurbergur Sveinsson heldur áfram að hrella andstæðinga sína og fór fyrir toppliði Hauka sem unnu öruggan fjögurra marka sigur á Garðbæingum. ERFIÐUR VIÐ AÐ EIGA Sigurbergur Sveinsson átti stórleik með Haukum gegn Stjörnunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Bikarmeistarar Vals eru enn í þriðja sæti og fjórum stigum á eftir Haukum eftir öruggan átta marka sigur á Akur- eyri, 37-29, í N1-deildinni í gær. Fyrir leikinn mátti því búast við nokkuð öruggum heimasigri hjá Val. Sú varð raunin. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 3-0. Akureyri vaknaði þá og lagði stöðuna í 3-2. Sóknarleikur Akureyrar var slakur og skyttur liðsins með vitundalausar til að byrja með. Valur þakkaði kærlega fyrir og tók öll völd á vell- inum án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því og staðan var 11-6 Val í vil eftir 15 mínútna leik og liðið var 20-13 yfir í leikhléi. Seinni hálfleikur var í raun alveg eins og sá fyrri að því undanskildu að Akureyri tók upp á því að taka markmann sinn út af í sókn og bæta við öðrum línumanni. Ef það átti að snúa leiknum þá var það allt of seint því að Valsmenn voru ekki lengi að átta sig á breytingunni hjá norðanmönnum. Ólafur Gíslason fyrirliði Vals var kátur með sigurinn sem hann taldi aldrei í hættu. „Þetta var ákveðinn skyldusigur miðað við töfluna en það má aldrei gefa Akur- eyri sénsinn því þeir berjast alltaf til síðustu mínútu. Við hefðum samt átt að gera betur og skora fleiri mörk og að fá á sig 29 mörk er of mikið að mínu mati sagði Ólafur.” -KB Bikarmeistarar Vals eru enn fjórum stigum á eftir Haukum eftir sigur á Akureyri: Var öruggt frá fyrstu mínútu LAUMA Ernir Hrafn Arnarson skorar eitt af mörkum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.