Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 94
34 9. mars 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Bara rosa gott, það er mikið að gera hjá mér í vinnunni núna sem er skemmtilegt. Ég er fréttamaður á N4, bæjar- sjónvarpinu á Akureyri og við erum að fara að senda út á landsvísu á Digital Ísland næsta miðvikudag. Augnlitur: Grænn. Starf: Fréttamaður á N4. Fjölskylduhagir: Í sambúð. Hvaðan ertu? Ég er sveitastelpa að austan, kem frá bænum Merki á Jökuldal. Ertu hjátrúarfull? Ég get ekki sagt það, en maður hugsar nú oft um hjátrú, eins og þegar föstudag ber upp á þrettánda. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég er sjúk í sjónvarpsþætti svo það er ógjörningur að velja einn. Nokkrir sem eru í uppáhaldi eru Grey‘s Anatomy, Sex and the City, Friends, Ally McBeal og svo dönsku grínþættirnir Klovn á RÚV. Þeir eru rosalegir! Uppáhaldsmatur: Ég er mjög hrifin af hakki og spagettí. Saltkjöt og baunir hefur líka alltaf verið í uppáhaldi, en það er fátt sem toppar jólarjúpuna. Fallegasti staðurinn: Heima í Merki er á í stóru gili sem heitir Tregagilsá, í henni er foss sem er afar fallegur. Þar er líka lítil laut sem ég hef alltaf haldið upp á. iPod eða geislaspilari: iPod, ég er svo ótrúlega tæknivædd! Mig dauðlangar einmitt í iPhone! Hvað er skemmtilegast? Að dúllast með kærastanum mínum og ferðast. Hvað er leiðinlegast? Klárlega að taka til. Helsti veikleiki: Er mjög óþolinmóð og gleymi oft að ganga frá eftir mig. Helsti kostur: Ég er ákveðin og ófeimin sem eru góðir kostir í mínu starfi. Helsta afrek: Ætli stærstu afrekin hingað til séu ekki þau að ná mér í frábæran mann og ljúka BA-prófi. Mestu vonbrigðin: Ég hef verið svo ótrú- lega heppin í lífinu hingað til að það eru engin stór vonbrigði sem ég man eftir. Hver er draumurinn? Að halda áfram að eiga hamingjusamt líf. Hver er fyndnastur/fyndnust? Leikararnir í Klovn! Síðan finnst mér og Þóreyju vinkonu minni við alltaf ótrúlega fyndnar saman, en ég veit ekki hvort að fleiri deili þeirri skoðun. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar fólk er óheiðarlegt. Hvað er mikilvægast? Að vera trúr sjálfum sér. Ótrúleg klisja, ég veit, en samt svo satt. HIN HLIÐIN DAGMAR ÝR STEFÁNSDÓTTIR FRÉTTAMAÐUR Ákveðin og ófeimin sveitastelpa 12.09.82 „Hún er læst ofan í skúffu. Kærkomið að hvíla sig rækilega á henni,“ segir Gaukur Úlfarsson kvik- myndagerðarmaður. „Það eru takmörk fyrir því hversu mikið af skandöl- um hægt er að fremja í hennar nafni.“ Gaukur var (og er), ásamt leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur, pottur- inn og pannan á bak við hina merkilegu týpu Silvíu Nótt sem tröllreið öllu fyrir um tveimur árum. Hún átti svo sitt ris með þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem fulltrúi Íslands. Það tók þjóðina tíma að átta sig á Silvíu en vegsemdin kemur að utan. Þannig var þjóðin fljót að svíkja Silvíu Nótt þegar ekki gekk sem skyldi í Eurovision sem þá fór fram í Aþenu 2006. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlend- ir aðilar sýnt því áhuga að gera eitthvað með Sil- víu en svo virðist sem hennar helstu aðstand- endur séu orðnir lúnir. Gaukur starfar nú við Kastljósið og segir það afskaplega þakklátt og dreifir huganum. Ekki er á dagskrá að draga Silvíu Nótt úr súrefnistjaldinu í bráð. Enda kostar það mikið átak. Fyrir ári var kynntur með látum 30 milljóna króna samningur Sil- víu við Reykjavík Records. Einn sá stærsti sem íslenskur tónlistar- maður hefur gert við íslenskt plötufyrirtæki. Hljóðaði upp á þrjár plötur og var kynntur í hvalaskoðunarbátnum Eldingu. Jakob Frímann segir að sá samn- ingur sé háður því að hlutir séu í gangi eins og allir plötusamning- ar. Og staðfestir að áhugi sé fyrir Silvíu úti hvað varðar sjónvarps- þáttagerð og hljómplötu. En ekk- ert nýtt er í því nú. „Silvía í súr- efnistjaldi? Já, er hún ekki bara að anda að sér nýju súrefni til frekari afreka. Þetta er talenteruð stelpa sem getur glatt hal og sprund með sínum uppátækjum og skemmtilegheitum,“ segir Jakob Frímann. - jbg Silvía Nótt í súrefnistjaldi SILVÍA NÓTT Læst ofan í skúffu, búin á því þrátt fyrir áhuga erlendra aðila. Afkvæmi Stuðmanna stíga nú fram í sviðsljósið hvert á fætur öðru. Fyrst voru það synir Egils Ólafs- sonar, leikarinn Ólafur og dansar- inn Gunnlaugur, svo var það söng- konan Elísabet, dóttir Eyþórs Gunnarssonar, og á eftir henni fylgdi önnur söngkona, Bryndís, dóttir Jakobs Frímanns Magnús- sonar og Ragnhildar Gísladóttur. Nú er röðin komin að Margréti Guðrúnardóttur, dóttur trommar- ans Ásgeirs Óskarssonar, sem syngur á opnunarkvöldi Blús- hátíðar Reykjavíkur 18. mars á Hilton-hótelinu. Margrét stígur þar á svið ásamt föður sínum, Björgvini Gíslasyni og Stuðmann- inum Tómasi Tómassyni. Hljóm- sveitin nefnist „Margrét Guðrún- ardóttir og bandið hans pabba“ og kemur þarna fram í fyrsta sinn opinberlega. „Þetta er frábært tækifæri og þeir voru allir til í að vera með mér,“ segir Margrét og hefur lítið yfir karli föður sínum að kvarta. „Það er mjög fínt að vinna með pabba. Okkur kemur vel saman og hann leyfir mér að gera þetta á minn hátt. Ég hef líka sung- ið fyrir hann í sólóverkefni hans áður.“ Margrét segir það ekkert trufla sinn feril þótt hún sé dóttir Stuð- manns. „Annars væri ég varla að spila með honum. Mér fannst þetta bara frekar fyndið og þess vegna kölluðum við okkur þessu nafni. Fólk veit alveg að ég er dóttir hans og fínt að hafa það opinbert enda hefur það bara hjálpað mér frekar en hitt.“ Margrét segist vera góð vinkona Bryndísar Jakobs- dóttur og þær séu meira að segja saman í tónlistar- námi í FÍH. „Það er ótrú- lega gaman hvað henni gengur vel,“ segir hún og neitar að þær eigi í samkeppni hvor við aðra. „Við erum frekar bara duglegar að biðja hvor aðra um hreinskilið álit og svona.“ Gaman verður að sjá hvernig Margrét á eftir að spjara sig í framtíðinni en ef hæfileikar hennar eru eitthvað í líkingu við þá sem hin Stuðmannabörnin búa yfir á hún varla eftir að valda neinum vonbrigðum. freyr@frettabladid.is MARGRÉT GUÐRÚNARDÓTTIR: DÓTTIR ÁSGEIRS ÓSKARSONAR Á SVIÐ Stuðmannabörnin taka flugið MARGRÉT GUÐRÚNARDÓTTIR Margrét syngur á opnunartónleikum Blúshátíðar Reykjavíkur 18. mars næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRYNDÍS JAKOBSDÓTTIR Bryndís og Margét Guðrúnardóttir eru góðar vinkonur. ÓLAFUR EGILL EGILSSON Ólafur hefur getið sér gott orð á leiklist- arsviðinu. „Þetta er nátengt einu af ástsælustu áhugamálum mínum frá barnæsku sem er að fylgjast með tónlist,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sem hefur starfað sem fararstjóri í tónlistar- ferðum Icelandair í tvö ár. Fram undan eru tónleikar með Bruce Springsteen og Santana í sumar þar sem Ólafur Helgi sér um stjórnartaumana og hlakkar hann mikið til. „Það er uppselt á Bruce en hins vegar ættu allir sem hafa ein- hvern tímann hlustað á Santana að nota tækifærið því hann er fanta- góður og verður bara betri með árunum,“ segir Ólafur Helgi, sem er að sjá þá félaga í fyrsta sinn á tónleikum. Spurður segist hann muna það glöggt hvernig fararstjórastarfið kom upp. „Ég var að fara á tónleika í Oxford með hljómsveit sem er til- tölulega lítið þekkt og var á lestar- stöðinni að kynna mér hvernig ég kæmist til baka þegar Björgvin Halldórsson hringdi. Á sama tíma kom upp í kall- kerfinu að lestin væri að fara og þá sagði hann á sinn einstaka hátt: „Segðu kerlingunni að þegja“. Hann mæltist til þess við mig að ég tæki þetta að mér og það var auðsótt.“ Síðan þá hefur Ólafur farið á sex tónleika, þar af þrenna með goðunum sínum í The Rolling Stones, og eina með Genesis, Rod Stewart og The Police. Hann vonast til að halda áfram sem fararstjóri um ókomin ár. „Það hefur allt- af verið svo skemmtilegt fólk með í ferðunum og þetta hefur alltaf gengið vel og fólk verið ánægt. Þetta er svo sem ekki mjög tímafrekt heldur,“ segir sýslumaðurinn knái. - fb Sýsli gerist fararstjóri ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Ólafur Helgi ætlar að skemmta sér vel á tónleikum Bruce Springsteen og Santana. BRUCE SPRINGSTEEN Uppselt er á tónleika Bruce Springsteen í London í sumar. „Ég er náttúrulega rosalega stolt af þeim öllum. Ég vissi alltaf að þau færu langt og kannski alla leið. Ég hef trú á því. Svala fæddist með áhugann í sér, hún fór að fylgjast með spurninga- keppnum um leið og hún fór að hafa sjónvarp. Það hefur alltaf verið í henni, eins og mikill metnaður.“ Birna Jóhannesdóttir, móðir Svölu Lindar Birnudóttur, liðsmanns Gettu betur liðs Menntaskólans á Akureyri sem lagði Menntaskólann í Hamrahlíð í undan- úrslitum í vikunni. Svala Lind situr lengst til vinstri. Sp. Kirkevej 103, DK-6700 Esbjerg. Tel.: +45 7613 3200, internationalofce@eavest.dk Nánari uppl. www.bawest.dk Hear about the AP Degree programmes in: Marketing Management Marketing Coordinator, Advertising consultant, Account manager, Purchasing assistant Computer Science System designer, Programmer, IT consultant, Project manager Systems administrator Multimedia Design & Communication Web designer, Web developer, Multimedia consultant, Media planner, Event manager Also hear about our Technical programmes: Technical Manager - offshore, Production Technology and other Mikilvægt skref í átt að þínum alþjóðlega frama Information meeting Hilton Reykjavik Nordica hotel 11th March at 18.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.