Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 4
4 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR FRAKKLAND, AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti reynir nú að semja við andstæðinga sína til að draga úr væntanlegu fylgistapi í sveitarstjórnar- kosningum um næstu helgi. Í fyrri umferð kosninganna, sem var síðasta sunnudag, tapaði Sósíal- istaflokkur Sarkozys töluverðu fylgi, og þykir það vísbending um minnkandi vinsældir forsetans meðal landsmanna. Mikið tap víða í landinu gæti torveldað Sarkozy að ná fram málum sem hann leggur áherslu á. - gb Sarkozy Frakklandsforseti: Reynir að lág- marka tjónið NICOLAS SARKOZY SVÍÞJÓÐ, AP Talsmenn skandin- avíska flugfélagsins SAS greindu frá því í gær að félagið myndi fá rétt um einn milljarð sænskra króna, andvirði um ellefu milljarða íslenskra, í skaðabætur frá flugvélaframleiðandanum Bombardier í Kanada og framleiðanda lendingarbúnaðar Dash 8 Q400-vélanna, Goodrich. Samkomulag þetta um skaðabætur var gert í kjölfar þess að lendingarbúnaðurinn brást þrisvar í lendingu slíkra véla í eigu SAS á síðastliðnu hausti, en eftir það tók félagið allan Q400-skrúfuþotuflota sinn úr umferð, alls 27 vélar. - aa Samkomulag um skaðabætur: SAS fær ellefu milljarða króna BROTLENTI Ein Q400-véla SAS eftir brotlendingu á Vilnius-flugvelli 12. sept- ember í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 6° 5° 6° 6° 12° 9° 9° 6° 11° 21° 16° 9° 10° 21° 10° 23° 16° Á MORGUN 8-13 m/s á Vestfjörðum, annars 3-8 m/s. 3 FIMMTUDAGUR 8-13 m/s norðvestan til og allra austast. 1 1 0 1 1 3 1 3 1 1 0 6 3 5 3 5 6 3 5 5 5 1 2 3 33 0 2 3 34 ÚRKOMAN Í DAG Núna þegar líður á morguninn og daginn gengur úrkomuloft inn á austanvert landið og mjakar sér smám saman til vesturs. Úrkoman nær vestur undir Eyjafjörð fyrir norð- an og í Öræfa- sveitina sunnan Vatnajökuls. Stöku él kunna síðan að falla allra syðst fyrir hádegi. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Á forsíðu Fréttablaðsins í gær birtist röng mynd með frétt um kattasýn- ingu Kynjakatta. Rétta myndin birtist nú, en á henni er Nátthaga Galíleó, sem var valinn best snyrti stutthærði kötturinn á sýningunni. LEIÐRÉTTING Ölvaður við skipstjórn Lögreglan á Vestfjörðum handtók mann í höfninni á Ísafirði á mánu- dagsmorgun. Maðurinn er grunaður um ölvun við skipstjórn, en hann hafði verið á siglingu og var á leið í land þegar lögregla handtók hann. LÖGREGLUMÁL ÆSKULÝÐSMÁL „Hafi einhver starfsmaður ekki uppfyllt skilyrði um aldurstakmörk ber að harma það og tryggja að slíkt endurtaki sig ekki,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Hauka og Hafnarfjarðarbæjar vegna fréttar af árshátíð Hafnarfjarðarbæjar. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var haft eftir Geir Bjarnasyni forvarnarfulltrúa að sautján ára stúlka hefði afgreitt vín á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar í íþróttahúsi Hauka um þar síðustu helgi. Þá sagði Geir að á opinni þorraskemmtun í íþróttahúsi FH í Kaplakrika í byrjun febrúar hefðu verið sextán ára krakkar þótt þar væri áfengi á boðstólum. Í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og Hauka, sem Geir skrifar undir fyrir hönd bæjarins og Elín S. Óladóttir, formaður unglingaráðs, fyrir Hauka, segir að öll leyfi fyrir árshátíðina og framkvæmd hennar, þar með talin áfengissala, hafi verið á ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar. Nálægt 150 manns, að hluta til frá Haukum, hafi verið við ýmis þjónustustörf: „Við vonum að misskilningur og óheppileg umræða um mál þetta sé hér með úr sögunni,“ segir í yfirlýsingunni. Árni Björn Ómarsson, einn skipuleggjenda þorraskemmtunarinnar í Kaplakrika, segir að af um 1.500 gestum hafi verið 500 manns í mat og enginn af þeim undir átján ára aldri. „Það getur vel verið að nokkrir undir átján ára hafi komist inn á balið en það voru ekki margir og gæslan hjá okkur í ár var mjög góð því það var töluverður fjöldi af unglingum fyrir utan Kaplakrika sem komust ekki inn,“ segir Árni Björn. - gar Formaður unglingaráðs Hauka og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar með yfirlýsingu: Árshátíð bæjarins ekki á ábyrgð Hauka FRÉTTABLAÐ- IÐ Í blaðinu á fimmtudag var greint frá unglingum sem ýmist keyptu eða seldu áfengi á skemmtunum í íþróttahúsum í Hafnarfirði. mmtudegi LÖGREGLUMÁL Ungmenni undir lögaldri afgreiddu bæði og seldu áfengi á tveimur stórhátíðum í hafnfirskum íþróttahúsum á síð-ustu vikum. „Þetta viljum við ekki hafa og þessu ætlum við að breyta,“ segir Geir Bjarnason, forvarnarfull-trúi Hafnarfjarðarbæjar.Fyrra tilfellið sem um ræðir var árlegt og opið þorrablót á vegum FH í byrjun febrúar í íþróttahúsi félagsins í Kapla-krika. Þar brást dyravarsla að sögn Geirs. „Það voru meðlimir úr forvarn-arnefnd bæjarins á staðnum sem sáu krakka sem þeir þekkja sjálf-ir. Þetta voru krakkar sem fædd-ir eru 1991 og fengu afgreiðslu á barnum,“ segir Geir, sem telur algerlega ólíðandi að sextán og sautján ára ungl-ingar séu á vín-veitingaskemmt-unum í íþróttahúsum bæjarins. Á árshátíð sjálfs Hafnar-fjarðarbæjar í íþróttahúsi Hauka á Ásvöll-um á laugardag-inn hafði að minnsta kosti einn barþjónninn að sögn Geirs ekki aldur til að afgreiða áfengi. Haukar lögðu starfsfólkið til.„Það er staðfest að á Ásvöllum var sautján ára stúlka að vinna á barnum og önnur jafngömul var í fatahenginu. Við hjá Hafnar- fjarðarbæ viljum að starfsfólkið á árshátíðinni sé allt orðið átján ára og helst tuttugu ára. Það má nefna að um hundrað starfsmenn bæjarins fengu ekki aðgang að hátíðinni vegna þess að þeir voru ekki orðnir tvítugir,“ segir Geir.Bæði fjölskylduráð Hafnar-fjarðar og forvarnarnefnd bæj-arins hafa nú ítrekað fyrri bókan-ir sínar frá í nóvember vegna vínveitingaskemmtana í íþrótta-húsunum með opinn aðgang fyrir almenning. Nefndirnar vilja að vínveitingaleyfi séu aðeins veitt í þessum húsum vegna árshátíðar eða skemmtana eigenda þeirra eða vegna leigu undir lokuð einkasamkvæmi. Þrátt fyrir þessa skýru stefnu Hafnarfjarð-arbæjar gerði bæjarlögmaður að sögn Geirs engar athugasemdir þegar sýslumaður bar undir hann hvort veita ætti FH-ingum slíkt leyfi. „Þetta er ekki nógu gott hjá okkur,“ segir Geir, sem kveður viðræður hafnar við fulltrúa FH og Hauka um að stefnu bæjarins verði fylgt. „Svona mál vinnast bara í samvinnu. Þetta eru börnin okkar og íþróttafélögin okkar og við ætlum að gera betur.“ gar@frettabladid.is Börn kaupa og selja áfengi í HafnarfirðiSautján ára stúlka afgreiddi gesti á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar í Haukahúsinu og sextán ára gestir á þorrablóti FH í Kaplakrika gátu keypt áfengi á barnum þar. Forvarnarfulltrúi bæjarins segir nú rætt við íþróttafélögin um breytingar. GEIR BJARNASONForvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar. ÁRSHÁTÍÐ HAFNARFJARÐARBÆJAR Um hundrað starfsmenn sem eru undir tvítugu fengu ekki aðgang að árshátíð Hafnarfjarðarbæjar en innandyra afgreiddi sautján ára stúlka gesti á barnum. MYND/FJARÐARPÓSTURINN g rðir y u.„Þetta er frábær árangur hjá uns, sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Hann ber merki um hve fagleg vinnubrögð eru viðhöfð þar.“ - jss Árni Johnsen segir evruum ð jórnvöld nnt björg Gísladótt- kisráð- kynnti Thaci, ráðherra þetta í un. u lagði áherslu vo sýndi a yrir dum m hópa, ð nna örð- r. - bj æði Kosovo: minni- i virt A m t b a ra ke fr fa ful ref S dót arfl ráðh hann til g upp betu mann Í sv ökkla dæmi Bretla nýta v refsing með ky reynslu f r út: f- MENNTAM Háskólan þremur n vegna fíkn staðfest á seinnipart staðfestir ir, aðstoðar Ágúst Eiháskólans, úr skólanumlögreglulið þeirra fyrir Lítilræði af amfetamíni nemendunumÁgúst við vin Fíknief Þrír rekn Brotist inn í bílaleigu Brotist var inn í bílaleigu Hertz við Reykjavíkurflugvöll aðfaranótt mánu- dags og fjörutíu tommu flatskjá stolið. Þá var brotist inn í verslun Zik Zak í Kópavogi um helgina. Þjófar spenntu upp hurð og sjóðsvél og höfðu um 15 þúsund krónur á brott með sér. LÖGREGLUMÁL Hestur aflífaður eftir slys Hestur hljóp í veg fyrir jeppa á Skeiðavegi við Brautarholt aðfaranótt mánudags. Dýralæknir aflífaði hestinn á staðnum, en ökumaður og þrír farþegar í jeppanum sluppu ómeiddir. Bíllinn skemmdist þó mikið og var óökufær eftir slysið. VIÐSKIPTI Til tals hefur komið innan stjórnar Giftar fjárfestingar félags að það taki þátt í hlutafjárútboði vegna fyrirhugaðrar skráningar Skipta hf. á markað, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Skipti er meðal annars móðurfélag Sím- ans hf., Skjásins og Mílu, sem er félag utan um grunnnet Símans. Þrjátíu prósent af heildarhlutafé Skipta verða boðin út. „Menn ræða alls konar mögu- leika og almenna stöðu á hluta- bréfamarkaðn- um,“ sagði Ólafur Friðriks- son, skrifstofu- stjóri í sjávarút- vegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu og stjórnarformað- ur Giftar, í sam- tali við Frétta- blaðið í gær. Hann vildi ekki staðfesta hvort Gift hygðist taka þátt í útboðinu. Það hófst í gær og stendur fram á fimmtudag. Heimildir Fréttablaðsins innan fjármálageirans herma að Gift hafi með þessu „kastað björgunar- hring“ til Exista, eins og einn heimildarmaður orðaði það, og freistað þess að lágmarka skaða Existu af útboðinu. Árferði á markaðnum er afar óhentugt til skráningar á markað vegna mik- illa lækkana og hás verðs á lánsfé. Þá hafa fjármálaráðgjafar, meðal annars hjá Glitni, ráðlagt við- skiptavinum sínum að taka ekki þátt í útboðinu og sagt verðbil útboðsgengis, 6,64 til 8,1, vera of hátt. Gift er fjárfestingarfélag í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnu- trygginga. Það heldur utan um allar eignir, skuldir og skuldbind- ingar Samvinnutrygginga. Gift er þriðji stærsti eigandi fjárfestingarfélagsins Existu hf., sem er stærsti eigandi Skipta, og fimmti stærsti eigandi Kaupþings. Gift á um 5,4 prósent í Existu og 3,6 prósent í Kaupþingi. Exista á 47 prósent í Skiptum. Ólafur Friðriksson tók nýverið við stjórnarformennsku af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra úr Skagafirði, sem hætti fyrirvara- laust sem stjórnarformaður fyrir nokkru. Kristinn Hallgrímsson, for- maður skiptanefndar Eignarhalds- félags Samvinnutrygginga, segir vinnu við frágang á slitum félags- ins vera vel á veg komna. Að mörgu er að hyggja en um fimmtíu þúsund manns og fyrirtæki eiga hlut í félaginu. Miðað er við við- skiptavini félagsins á árunum 1987 og 1988. „Þegar búið verður að ganga frá frumvarpi að úthlutun, sem er skipting á þessu eina hluta- bréfi í Samvinnutryggingum, þá verður hún kynnt öllum hlutaðeig- andi. Ef það plagg klárast í apríl verður veittur frestur til fjögurra vikna til að gera athugasemdir við úthlutunina, þannig að í fyrsta lagi verður greitt út í maí.“ Eignir félagsins hafa rýrnað mikið undanfarið vegna lækkana á mörkuðum. magnush@frettabladid.is Útboð á Skiptum rædd innan stjórnar Giftar Stjórn Giftar ræddi þátttöku í hlutafjárútboði á þrjátíu prósentum heildar- hlutafjár Skipta á stjórnarfundi. Slit á Samvinnutryggingum koma í fyrsta lagi til í maí en unnið er að frumvarpi að úthlutun, segir Kristinn Hallgrímsson. KRISTINN HALLGRÍMSSON GIFT Gift fjárfestingarfélag var stofnað utan um eignir Samvinnutrygginga í fyrra. GENGIÐ 10.3.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 136,707 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,25 68,57 137,89 138,57 104,87 105,45 14,062 14,144 13,296 13,374 11,163 11,229 0,6678 0,6718 110,83 111,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.