Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 6
6 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA SERBÍA, AP Ráðamenn Evrópusam- bandsins hvöttu í gær stjórnmála- leiðtoga í Belgrad til að falla ekki í gryfju einangrunarhyggju heldur halda landinu á braut aðlögunar og síðar inngöngu í ESB. Fyrir liggur að boðað verði til snemmbúinna þingkosninga í Serbíu í kjölfar þess að samsteypustjórnin þar í landi sprakk. Javier Solana, utanríkismála- stjóri ESB, sagði er hann mætti á mánaðarlegan utanríkisráðherra- fund sambandsins í Brussel að hann vonaðist til að Serbar „héldu áfram að byggja upp tengsl, djúp og traust, við Evrópusambandið“. Búist er við að Boris Tadic Serbíu- forseti muni jafnvel í dag boða til kosninga, líklega í maí. Kosning- arnar eru taldar munu skera úr um hvort Serbar haldi áfram á þeirri braut að nálgast ESB eða snúi aftur til þjóðerniseinangrunarstefnu í stíl við þá sem ríkti á síðasta áratug undir forystu Slobodans Milosevic heitins. Stuðningur við slíka stefnu hefur aukist í landinu vegna reiði yfir sjálstæðisyfirlýsingu Kosovo. Dmitri Rupel, utanríkisráðherra Slóveníu sem stýrir ráðherrafund- inum þar sem Slóvenar fara þetta misserið með formennskuna í ESB, sagði að Serbar hefðu ekkert annað raunhæft val en ESB. Breski utan- ríkisráðherrann, David Miliband, sagði að ESB yrði að tryggja að „vináttuhönd“ þess yrði áfram útrétt til Serba. - aa Utanríkisráðherrar ESB vara Serba við að falla í gryfju einangrunarhyggju: Vináttuhönd haldið útréttri SKORAÐ Á SERBA Breski ráðherrann David Miliband á fundinum í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISMÁL Høgni Hoydal, sem fer með utanríkismál í færeysku landsstjórninni, átti fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í Ráðherra- bústaðnum í Reykjavík á sunnu- dag. Ræddu þau meðal annars samstarf frændþjóðanna á sviði menntamála og viðskipta. „Okkur er það mikill heiður að Hoydal skuli heimsækja Ísland fyrst landa í nýju embætti,“ sagði Ingibjörg Sólrún, að því er segir í fréttatilkynningu. Þetta er fyrsta heimsókn Høgna út fyrir Færeyjar frá því að hann tók við ráðherra- embætti í kjölfar lögþingskosninga sem fram fóru í janúar. Hann hélt héðan áleiðis til Nuuk í gær, með millilendingu í Kaupmannahöfn þar sem ekkert beint flug var í boði milli Íslands og Grænlands. Starfsystkinin ræddu uppbygg- ingu utanríkisþjónustu Færeyja, um Hoyvíkur-samninginn svo- nefnda sem gerir Ísland og Fær- eyjar að einu markaðssvæði, um áframhaldandi stuðning Íslands við þá ósk Færeyinga að verða aðilar að EFTA, nemenda- og kenn- araskipti á öllum skólastigum og loðnuveiðar, ásamt fleiru. Høgni tjáði blaðamönnum að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Færeyja, sem fyrir- hugað er að halda árið 2010, yrði mikill áfangi í átt að sjálfstæði eyj- anna. Hann er leiðtogi Þjóðveldis- flokksins, sem stefnir að sam- bandsslitum við Danmörku. - aa Høgni Hoydal sótti íslenska starfssystur sína heim um helgina: Færeyjar stefna inn í EFTA HØGNI HOYDAL Fyrsti utanríkisráðherr- ann í færeysku landstjórninni. VINNUMARKAÐUR Starfsfólk á almennum vinnumarkaði sam- þykkti nýgerða kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í gær. Kjörsókn þótti víðast léleg og sýna áhugaleysi. Þetta var þó ekki algilt. Hæst fór kjörsóknin í tæp 33 prósent hjá Félagi bókagerðarmanna. Félagsmenn Samiðnar sam- þykktu samninginn með 73 pró- sentum atkvæða en 27 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Finnbjörn Hermannsson, for- maður Samiðnar, segir að kosn- ingaþátttakan hafi verið dræm, innan við tuttugu prósent. Finn- björn segir að samningurinn snerti sína félagsmenn lítið, þeir hafi ákveðið að sleppa því að kjósa frekar en að fella samning- inn eða skila auðu. „Ég reiknaði svo sem með þessu því ég heyrði tóninn á vinnustöðunum. Menn voru ósáttir en töldu ekkert skárra að hafa.“ Kjarasamningur- inn var samþykktur með afger- andi hætti hjá Starfsgreinasam- bandsinu, SGS, og Flóa bandalaginu. Rétt til að greiða atkvæði höfðu 32 þúsund félagsmenn. Þátttaka var 20,5 prósent hjá SGS og þykir viðun- andi, að sögn Skúla Thoroddsen framkvæmdastjóra, en tæp átján prósent hjá Flóafélögunum. 84 prósent félagsmanna SGS sam- þykktu samninginn og 85 prósent Flóans. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir þátttökuna ívið minni en hann hafi átt von á. „Þegar svona hrein niðurstaða verður er ákveðin hætta á þátt- tökuleysi. Það er góð sátt um þessa lendingu. Þegar menn eru tiltölulega sáttir er hættara við að þeir taki ekki þátt,“ segir hann. Rúmlega 150 manns greiddu atkvæði hjá Matvís; 80,3 prósent samþykktu samninginn en 13,8 prósent höfnuðu honum. „Áhuga- leysið sýnir að samningurinn skilar ekki neinu en við erum til- búnir að hækka þá lægst launuðu og sporna við verðbólgunni,“ segir Níels S. Olgeirsson, for- maður Matvís. Hjá VM greiddu 12,56 prósent félagsmanna atkvæði og sam- þykktu 72 prósent samninginn. Bókagerðarmenn samþykktu samninginn með 76 prósentum atkvæða. Þriðjungur félags- manna greiddi atkvæði. Samtök atvinnulífsins, SA, samþykktu kjarasamningana með 88 prósentum greiddra atkvæða. Kosningaþátttakan var 38,2 prósent. „Við erum þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem samningarnir fá,“ segir Vil- hjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri. ghs@frettabladid.is Kjarasamningarnir samþykktir í gær Bæði atvinnurekendur og starfsfólk á almennum vinnumarkaði samþykktu nýgerða kjarasamninga í atkvæðagreiðslu sem lauk víðast hvar í gær. Þátttaka var léleg. Eftir er að telja hjá rafiðnaðarmönnum og verslunarmönnum. TALIÐ HJÁ SAMIÐN Kjarasamningar starfsmanna á almennum vinnumarkaði hlutu samþykki í gær í þeim félögum þar sem atkvæðagreiðslu er lokið. Kosningaþátttaka þótti víða dræm, þar á meðal hjá iðnaðarmönnum, en þessi mynd er einmitt tekin þegar talið var upp úr kjörkössunum hjá Samiðn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DALVÍK Öll börn 16 ára og yngri fá ókeypis í sund á Dalvík samkvæmt samþykkt stjórnar sveitarfélags- ins. Kemur ákvörðunin í framhaldi af heilsuátaki sem staðið hefur yfir í sundlaug Dalvíkur. Í tilkynningu frá Dalvíkurbyggð segir að hreyfingu og mataræði barna og unglinga sé verulega ábótavant og hraki með hverju ári. Aðgangur barna að sundlauginni sé ókeypis til að sporna við þessari þróun. Um tilraun er að ræða sem stendur frá 15. mars til 31. maí næstkomandi. Samkvæmt tilkynningunni má búast við að framhald verði á ef vel tekst til. - ovd Heilsuátak í Dalvíkurbyggð: Ókeypis í sund fyrir öll börn Áhugaleysið sýnir að samningurinn skilar ekki neinu en við erum tilbúnir að hækka þá lægst launuðu og sporna við verðbólgunni. NÍELS S. OLGEIRSSON FORMAÐUR MATVÍS Vilt þú að dómarar við íslenska dómstóla tjái sig meira opin- berlega? Já 73% Nei 27% SPURNING DAGSINS Í DAG Átt þú geisladisk með Sálinni hans Jóns míns? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.