Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 8
 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið ORKUMÁL Fullyrðingar þingmanns Vinstri grænna um að milljarða vanti í skýrslu iðnaðarráðherra um kostnað við gerð Kárahnjúkavirkj- unar standast engan veginn, segir Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar. Þingmenn Vinstri grænna ósk- uðu eftir skýrslunni síðastliðið haust, og var hún lögð fram á Alþingi í síðustu viku. Álfheiður Ingadóttir sagði í sam- tali við Frétta- blaðið á laugar- dag að í skýrsluna vant- aði upplýsingar um kostnað við flutningsmann- virki, skatt- greiðslur ríkis- ins og auka greiðslur vegna launa- hækkunar starfsmanna. Friðrik segir enga þessara full- yrðinga standast. Í fyrsta lagi hafi þingmenn Vinstri grænna ekki óskað eftir upplýsingum um kostn- að við flutningsmannvirki. Þrátt fyrir það séu upplýsingar um það í meginmáli skýrslunnar. Þar komi fram að kostnaður við þau hafi numið rétt rúmlega tólf milljörðum króna. Auðvelt sé að leggja það saman við annan kostnað. Í öðru lagi segir Friðrik að skatt- greiðslur séu aldrei reiknaðar með í verkum sem þessum, og því frá- leitt að reikna hefði átt með skuld ríkisins gagnvart Impregilo í skýrslu um kostnað vegna Kára- hnjúka. Skattgreiðslur verktaka og starfsmanna hafi ekkert með fram- kvæmdirnar að gera. Þá segir Friðrik að leiðrétting á ýmsum liðum tilboðs Impregilo, þar á meðal launalið, hafi verið sett inn í upphaflega kostnaðaráætlun. Því sé rangt að þær séu ekki með í skýrslu iðnaðarráðherra. Friðrik gerir einnig athugasemd við þau orð Álfheiðar að stuðnings- menn virkjunarinnar hafi verið með glýju í augum þegar ákveðið var að fara út í framkvæmdina. Komið hafi fram að vænt arðsemi eiginfjár sé nú talin verða 13,4 pró- sent en upphaflegar áætlanir hafi gert ráð fyrir 11,9 prósent arðsemi eiginfjár. Í skýrslu iðnaðarráðherra, sem unnin var í samráði við Landsvirkjun, segir að upphafleg áætlun, á verðlagi desember 2002, hafi hljóðað upp á 85,5 milljarða. Verksamningar hafi hljóðað upp á 74,5 milljarða. Friðrik segir að misskilnings virðist gæta um þessar upphæðir. Við verksamningana bætist 9,8 milljarðar króna − liðurinn ófyrir- séður kostnaður. Því sé ekki rétt að segja að samningar hafi verið hag- stæðari en þessi kostnaðaráætlun þar sem þá eigi eftir að bæta ófyrirséðum kostnaði við verk- samningana. Framkvæmdin fór sjö prósent- um fram úr upphaflegri áætlun, segir Friðrik. Uppreiknuð áætlun hljóði upp á 115,6 milljarða, en heildarkostnaður 123,9 milljarða, eins og fram komi í skýrslunni. brjann@frettabladid.is Fráleitt að milljarða króna vanti í skýrslu Forstjóri Landsvirkjunar segir rangt hjá þingmanni VG að milljarða króna vanti í skýrslu um kostnað við Kárahnjúkavirkjun. Hann segir upplýsingar um flutningskostnað koma fram í skýrslunni en annað eigi ekki heima þar. FRIÐRIK SOPHUSSON VIRKJAÐ Arðsemi eiginfjár vegna Kárahnjúkavirkjunar er nú talin verða 13,4 pró- sent, ekki 11,9 prósent eins og upphaflega var reiknað með, segir Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H Ö R Ð U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.