Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 12
 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR SPÁNN, AP Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, boðar nýtt tímabil í spænskum stjórnmálum og hvet- ur landsmenn til að forðast har- kaleg átök. „Þegar maður fær fleiri atkvæði og fleiri þingsæti verður maður að styrkja möguleika sína á því að ræða við aðra,“ sagði Zapatero í gær, á fyrsta blaða- mannafundi sínum eftir kosn- ingasigurinn. Hann segir að nýja stjórnin muni sýna ábyrgð og einbeita sér að því að blása nýju lífi í efna- hagsmál, atvinnumál og velferðar- mál, og það muni hann gera í sam- ráði við aðra. Zapatero hyggst þó ekki mynda samsteypustjórn með smærri flokkum þrátt fyrir að hafa ekki tryggt sér meirihluta á þingi í kosningum á sunnudag. Sósíalistaflokkur hans bætti við sig fimm þingsætum í kosn- ingunum, er nú með 169 þing- menn en vantar enn sjö til að hafa hreinan meirihluta á þingi. Zapat- ero ætlar að nýta sér stuðning smærri flokkanna í einstaka málum, rétt eins og hann gerði á síðasta kjörtímabili. Þjóðernisflokkur Baska, sem fékk sex þingmenn, bauðst þegar til að ganga til samstarfs við stjórnina svo finna megi lausn á vandamálum Baskahéraðanna. Zapatero fagnaði þessu boði, en sagði of snemmt að ræða um sam- starf. Kosningarnar voru haldnar í skugga morðsins á Isais Carras- co, fyrrverandi bæjarstjórnar- fulltrúa Sósíalistaflokksins, sem var jarðsunginn á laugardaginn. Basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA hafa lýst yfir ábyrgð sinni á morðinu. Í sigurræðu sinni vottaði Zap- atero Carrasco virðingu sína, og sagði að með réttu hefði hann nú átt að vera að fagna sigri með fjölskyldu sinni. Tímasetning árásarinnar, svona rétt fyrir kosningar, vakti upp minningar um hryðjuverkin í Madríd 11. mars árið 2004, aðeins fáeinum dögum fyrir síðustu kosningar þegar Zapatero vann óvæntan sigur, sem rekja má beint til þess að Spánverjar sættu sig ekki við viðbrögð þáverandi hægristjórnar við voðaverkun- um. gudsteinn@frettabladid.is Tónlist beint í símann Gríptu augnablikið og lifðu núna Sony Ericsson V640i Lipur og nettur Walkman tónlistarsími. 3G, EDGE, 256 Mb minniskort. Fer á Netið með Vodafone live! Fæst í „Havana Gold“ og svörtu. Eingöngu hjá Vodafone. 19.900 kr. Milljón lög til eignar í Vodafone tónlistarsímann þinn Komdu við í næstu Vodafone verslun og fáðu þér tónlist í símann. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum frá síðustu kosningum en vantar þó sjö til að hafa hreinan meirihluta. Zapatero boðar nýtt tímabil stjórnmála Sósíalistaflokkurinn á Spáni fagnar kosningasigri og hvetur landsmenn til að standa saman að lausn erfiðra deilumála. Stjórn Zapateros bætti við sig fimm þingmönnum en vantar þó sjö til að hafa hreinan meirihluta. FÖGNUÐUR Í HERBÚÐUM SÓSÍALISTA- FLOKKSINS Zapatero forsætisráðherra og eiginkona hans, óperusöngkonan Sonsoles Espinosa, fögnuðu kosninga- sigrinum í hópi félaga sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.