Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 2008 ÞÝSKALAND, AP Fylgi við Jafnaðar- mannaflokk Þýskalands, sem situr að völdum í Berlín ásamt kristi- legum demókrötum, hefur tekið dýfu um leið og hart hefur verið deilt í flokksforystunni um það hvort flokkurinn ætti að álíta það koma til greina að starfa með nýja Vinstriflokknum. Þetta staðfesta niðurstöður nýrra viðhorfskannana. Tíðindin af fylgistapinu koma Jafnaðarmannaflokknum illa nú er styttast fer í kjörtímabili „stóru samsteypu“, samstjórnar stóru flokkanna tveggja. Báðir vilja þeir komast í aðstöðu til að mynda meirihluta með öðrum hætti eftir næstu kosningar. - aa Jafnaðarmenn í Þýskalandi: Fylgistap vegna vinstriviðræðna KURT BECK Formaður SPD. MALTA, AP Yfirkjörstjórn á Möltu tilkynnti í gær að Þjóðernis- flokkurinn, sem haldið hefur um stjórntaumana í eyríkinu undan- farin kjörtímabil, hefði naumlega haft betur í þingkosningum sem fram fóru um helgina. Samkvæmt opinberum úrslitum fékk flokkurinn, sem Lawrence Gonzi forsætisráðherra fer fyrir, 49,3 prósent atkvæða en Verka- mannaflokkurinn, sem hafði gert sér góðar vonir um að fella stjórnina, 48,8 prósent. Munurinn var um 1.500 atkvæði. Þetta voru fyrstu þingkosning- arnar á Möltu síðan landið gekk í Evrópusambandið vorið 2004. - aa Kosið á Möltu: Stjórnin hélt naumlega velli LANDBÚNAÐUR Bændasamtök Íslands sendu frá sér ályktun í lok búnaðarþings þar sem lögð er áhersla á að tollar á innfluttar landbúnaðarafurðir verði ekki lækkaðir. Einnig að útflutnings- skylda á kindakjöti sem til stendur að fella niður hinn 1. júní á næsta ári verði beitt áfram. Hún felur í sér að bændur skuldbindi sig til að selja hluta framleiðslunnar á erlendan markað en sé hún afnumin verði útflutningur alfarið í höndum bænda og afurðastöðva. Bændur leggja áherslu á að ríkissjóður leggi til fjármagn til að mæta þeim kostnaði sem hækkað áburðaverð hefur leitt af sér. - jse Búnaðarþingi lokið: Krefjast þess að tollar haldi Vitur er sá sem vaknar fyrr. Úrval verslana og þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur aldrei verið glæsilegra. Þess vegna skaltu gefa þér góðan tíma í Flugstöðinni og njóta þess að gera bestu kaupin í upphafi ferðarinnar. Mættu fyrr og fáðu meira. ÍS LE N SK A S IA .I S F L U 4 09 15 0 2/ 08 Á köldum og dimmum vetri er nauðsynlegt að fá bæði fallegan lit í tilveruna og yl í kroppinn og hjúfra sig inni í hlýjunni yfir heitri súpu eða pastarrétti frá Knorr. Alltaf einfalt, litríkt og gott með Knorr! Knorr bollasúpa er fullkomin máltíð hvenær sem er. F í t o n / S Í A F I 0 2 4 6 5 5 Hlýtt í vetur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.