Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 26
 11. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● páskar Fjölmargir elda lambakjöt yfir páskahátíðina. Margar hug- myndir eru uppi um hvernig sé best að matreiða lambakjöt og hvað eigi að bera fram með því. Jóni K. B. Sigfússyni, veitinga- manni í Þjóðmenningarhúsinu, finnst tilvalið að hjúpa það með kryddjurtum. Lambakjöt hefur notið vinsælda meðal Íslendinga um aldir og má segja það sé þjóðarréttur lands- manna. Hróður lambakjötsins hefur borist út fyrir landsteinana og kjötið verið lofað hvarvetna. Jón K. B. Sigfússon, veitinga- maður í Þjóðmenningarhúsinu, er einn fjölmargra aðdáenda ís- lenska lambakjötsins. Þótt Jón haldi upp á þá aðferð að krydda lambið með salti og pipar þykir honum betra að nota ímyndunar- aflið og hjúpar lambalærið með kryddjurtum. Að sögn Jóns er lambalærið snyrt og hjúpað með söxuðum kryddjurtum, til dæmis rósmar- íni, steinselju og smá fáfnisgrasi og hvítlauk. Kryddið má setja allt í matvinnsluvél ásamt smá ólívu- olíu. Maukinu er síðan smurt á lambalærið og kryddað með grófu salti og svörtum pipar. Það er steikt við 150°C í um það bil 40 mínútur á hvert kíló. Á meðan steikin er í ofninum er hugað að meðlætið. Rjómasveppasósa er borin fram með kjötinu. Hún er gerð úr ½ lítra af kjötsoðinu (eða krafti/ teningum), ½ lítra af rjóma og 250 grömmum af söxuðum svepp- um. Notið salt og pipar eftir smekk. Þykkið sósuna með ljósum sósu- jafnara. Setjið lambasoðið í pott og látið suðuna koma upp. Setjið sveppina út í og látið suðuna koma upp aftur. Bætið svo rjómanum við og þykkið með sósujafnara. Tilvalið er að bera léttsoðioð blómkál og spergilkál fram með kjötinu. Einnig kartöflur og gul- rætur, hvort tveggja skorið í ten- inga og steikt á pönnu í smá ólívu- olíu. - mmr Lambalæri að hætti veitingamannsins Jóns K. B. Sigfússonar er hjúpað kryddjurtum; rósmaríni, steinselju, fáfnisgrasi og hvítlauk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kryddhjúpað páskalæri Þótt velflestum núlifandi Ís- lendingum finnist páskaegg órjúfanlegur hluti af páska- haldi nær saga þeirra á Íslandi aðeins aftur til annars áratugar 20. aldar. Saga páskeggja er lengri í Evrópu og nær aftur til mið- alda þegar leiguliðar borguðu landeigendum skattinn fyrir páska með eggjum. Landeig- endur fóru síðan að gefa fimmt- ung eggjanna til bágstaddra. Þannig varð til sá siður að gefa börnum páskaegg. Yfirstéttin byrjaði svo að gefa skreytt egg sín á milli á barokktímanum. Sælgætisframleiðendur hófu páskaeggjagerð í Mið-Evrópu á 19. öld en þau urðu algeng á Íslandi í kringum 1920, því hér var engin hefð í kringum páska- egg og lítið um hænur þar til um 1930. Um sögu páskaeggja má lesa í þessu svari eftir Hjalta Huga- son, prófess- or í guðfræði. Heimildir Árni Björns- son Saga dag- anna Mál og menning; Reykjavík, 1994. Sjá www. visindavefur.is. Sagan á bak við páskaegg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.