Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 38
22 11. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Hvítklæddar konur streymdu að Frímúrarahúsinu á Skúlagötu á laugardags- kvöldið til að leggja góðu málefni lið á góðgerðakvöldverði Fiðrildaviku Uni- fem. Áslaug Snorradóttir, oft kennd við Pikknikk, sá um veitingarnar, en þar að auki fór fram þögult uppboð á hinum ákjósanlegustu hlutum og viðburðum. LEGGJA GÓÐU MÁLEFNI LIÐ Góðgerðakvöldverður Fiðrildaviku Unifem var haldinn í Frímúr- arahúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Þangað lagði leið sína hver hvítklædd gyðjan á fætur annarri, enda liturinn þema kvölds- ins. Á Fiðrildahátíð- inni fór fram þögult uppboð sem Herdís Þorvaldsdóttir, barna- barn og nafna leik- konunnar góðkunnu, stýrði styrkri hendi. Á meðal þess sem boðið var upp var síðkjóll frá fatahönnuðinum Steinunni Sigurðar- dóttur, vinkonuferð til Marbella og tískuhelgi í París með stílistanum Agnieszku. Gyðjur á góð- gerðakvöldi Hafdís Jónsdóttir í World Class og Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dóms- málaráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra Heiðursgesturinn frú Vigdís Finnbogadóttir Hljómsveitin Bloodgroup á í viðræð- um við hljómplöturisana EMI og Uni- versal um að skrifa undir útgáfusamn- ing hjá öðrum hvorum þeirra. Sveitin spilaði fyrir útsendara fyrirtækjanna á tvennum tónleikum í Englandi í síð- asta mánuði og virðist hafa heillað þá upp úr skónum. „Þetta er á þannig stigi að það borgar sig að segja sem minnst. Þetta getur tekið langan eða stuttan tíma, við vitum ekkert um það. Það eru lögfræð- ingar úti í heimi sem eru að sjá um þetta,“ segir Hallur Kr. Jónsson úr Bloodgroup. „Við erum mjög spennt. Við viljum náttúrlega fá að vinna við þetta ef það er möguleiki og þetta er eiginlega besta leiðin til þess.“ Bloodgroup er sjóðheit um þessar mundir því hún hefur einnig þekkst boð um að spila á Hróarskelduhátíð- inni í Danmörku í sumar. Að auki er hún að velja úr tilboðum um að koma fram á stórum tónlistarhátíðum í Eng- landi og á tónleikum í Austur-Evrópu. Hljómsveitin fór í síðasta mánuði í tónleikaferð um Evrópu þar sem hún spilaði á sjö tónleikum á aðeins níu dögum í Danmörku, Portúgal, Noregi og á fyrrnefndum tónleikum í Eng- landi. „Það gekk alveg frábærlega. Við tókum sex flugvélar á átta eða níu dögum og vorum með öll tækin með okkur. Aðaláhyggjuefnið var að kom- ast í gegnum þetta án þess að týna neinu,“ segir Hallur. Í Noregi spilaði sveitin á By:Larm- hátíðinni og fékk mjög góða dóma í ensku dagblöðunum Daily Mail og The Sun. Töldu þau bæði að tónleikar Bloodgroup hefðu verið á meðal þeirra fimm bestu á hátíðinni. Næstu tónleik- ar Bloodgroup verða á Organ 18. mars með færeysku sveitinni Boys in a Band. - fb Í viðræðum EMI og Universal BLOODGROUP Hljómsveitin Bloodgroup á í viðræðum við útgáfurisana EMI og Universal. 74 DAGAR TIL STEFNU Nú eiga aðeins Svíþjóð, Serbía og nýgræðingarnir í San Marínó eftir að ákveða lögin sem þjóðirnar senda í Eurovision. Það val fer fram á næstu dögum. Síðastir eru Svíar sem ákveða sig á laugar- daginn. Um helgina bættust sjö lög við. Þjóðverjar senda vinsælasta kvennasönghópinn í sögu landsins, No Angels, sem syngur á ensku og fulltrúi Hollendinga, söngkonan Hind, syngur líka á ensku. Nágrannarnir í Belgíu senda söng- konuna Ishtar sem syngur þjóð- lagaskotið popplag á uppdiktuðu bullmáli. Portúgalar, sem hafa aldrei unnið eftir 42 tilraunir, gera það varla heldur í ár því þeir senda söngkonuna Vânia Fernandes og enn eina þjóðlagaballöðuna. Í Armerníu, þar sem ríkja neyðar- lög, var lagið „Qele qele“ valið ofan í söngkonuna Sirusho og Spán- verjar völdu að senda flipparann Rodolfo Chikilicuatre. Þá kusu Rússar að senda hjarta- knúsarann Dima Bilan með hug- næma ballöðu, Believe. Dima er stórstjarna heima fyrir og vinnur nú að þremur plötum, á rússnesku, spænsku og ensku. Söngkonan Nelly Furtado tekur dúett með honum á spænsku plötunni og Timbaland vinnur nokkur lög á þeirri ensku. Dima keppti fyrir Rússa í Eurovision árið 2006 og lenti þá í öðru sæti á eftir Lordi. Nú hafa Rússar fulla trú á að hann fari alla leið. Fjörutíu lög klár RÚSSNESK STÓRSTJARNA Dima Bilan keppir aftur í ár. Miðasala á tónleika Dúndur- frétta með þeim Eiríki Hauks- syni og Ken Hensley hófst í gær í Austurbæ en Hensley er hvað þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Uriah Heep. Miðinn kostar litlar 3.500 krónur og er selt í númeruð sæti. Að sögn Páls Eyjólfssonar tónleikahaldara er mikill áhugi á tónleikunum og hann hvatti aðdáendur til að mæta tíman- lega. Miðasala á Hensley hafin EIKI HAUKS Kemur fram með Dúndur- fréttum og Ken Hensley. Fornaldarmyndin 10.000 BC fór beint á toppinn yfir vinsælustu kvikmyndirnar vestanhafs sínar eftir frumsýningarhelgi sína. Myndin fjallar um ungan mammútaveiðimann sem fer í mikla svaðilför fyrir ættbálk sinn en leikstjóri hennar er Roland Emmerich. Sá er ekki óvanur stórmyndum enda á hann heiðurinn af Independence Day og The Day after Tomorrow. Í öðru sæti yfir vinsælustu myndirnar var College Road Trip með Martin Lawrence en Will Ferrell-myndin Semi-pro féll í fjórða sætið eftir vikudvöl á toppnum. 10.000 BC vinsælust 10.000 BC Nýjasta mynd Roland Emmer- ich fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Þóra Hallgrímsson Sp. Kirkevej 103, DK-6700 Esbjerg. Tel.: +45 7613 3200, internationaloffice@eavest.dk Nánari uppl. www.bawest.dk Hear about the AP Degree programmes in: Marketing Management Marketing Coordinator, Advertising consultant, Account manager, Purchasing assistant Computer Science System designer, Programmer, IT consultant, Project manager Systems administrator Multimedia Design & Communication Web designer, Web developer, Multimedia consultant, Media planner, Event manager Also hear about our Technical programmes: Technical Manager - offshore, Production Technology and other Mikilvægt skref í átt að þínum alþjóðlega frama Information meeting Hilton Reykjavik Nordica hotel 11th March at 18.00 > VANESSA VANN Vanessa Paradis er kannski hvað þekktust hér á landi fyrir að vera eiginkona leikarans Johnnys Depp, en hún nýtur mikilla vinsælda sem tónlistarkona í föður- landi sínu, Frakklandi, og þó víðar væri leitað. Paradis hlaut tvenn Victorie-verðlaun á laugardaginn, en þau eru virt tónlistarverðlaun í Frakklandi. Hún var bæði verð- launuð fyrir bestu poppplöt- una og sem besta franska tónlistarkonan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.