Fréttablaðið - 12.03.2008, Side 1

Fréttablaðið - 12.03.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 12. mars 2008 — 71. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðbjörg Bragadóttir leiðsögumaður og eigandi KGB ferða fór ásamt stórfjölskyldu sinni í ferð til Ástralíu sem var ævintýri líkust. Guðbjörgu og eiginmanni hennar þótti upplagt að bjóða upp á ferðir fyrir aðra Íslendinga á þessar slóðir og stefna nú á ferð í október. „Okkur hjónin langaði til þess að starfa saman og keyptum því rútu fyrir nokkrum árum. Við höfum verið með hópa hérna á Íslandi en nú erum að f með hóp út fyrir landsteis i nætur. Fegurðin var stórkostleg, sjórinn tær og hreinn og hvítar strendur, þetta var ævintýri líkast. Við köfuðum við kóralrifin með litríkum fiskum og litlum kóralhákörlum,“ útskýrir Guðbjörg. Fraser Island er stærsti sandskafl í heimi en eyjan er þó vaxin gróðri frá fjöru til fjalls. „Þegar maður keyrir þarna um er það eins og að keyra í snjó, maður þarf að vera á fjórhjóladrifnum jeppum til að komast um eyna. Við heimsóttum síðan dýragarð sem hinn heimsþekkti Steve Irvin heitinn áttifjölskyldu h Í Kafað við kóralrifin „Þó að staðurinn sé hinum megin á hnettinum er ferðalagið vel þess virði til að geta upplifað hann,“ segir Guðbjörg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Á EIGIN VEGUMAð ýmsu þarf að huga ef taka á fjölskyldubílinn með í sumarfríið. BÍLAR 2 FERÐALJÓSMYNDUNMichael J. Kissane kennir ferðaljósmyndun hjá Náms-flokkum Hafnarfjarðar en hann hefur tekið myndir víða um heim. FERÐIR 3 VEÐRIÐ Í DAG GUÐBJÖRG BRAGADÓTTIR Hjónin langaði til að vinna saman ferðir bílar heimili Í MIÐJU BLAÐSINS LANDBÚNAÐUR Fæðuöryggi Íslendinga Sérblað um landbúnað FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Aðrar leiðir „Við þurfum í mörgu að fara aðrar leiðir en hinar fjölmennari þjóðir,“ skrifar Bjarni Harðarson sem telur upptöku svissnesks franka álitleg- an kost fyrir Ísland. UMRÆÐAN 19 Fyrsta keiluhöllin opnuð á Akureyri Markmiðið er að vera með fjöl- skylduvænan stað þar sem fólki líður vel. TÍMAMÓT 20 Píanóverk Hafliða Ungur Englendingur flytur öll píanóverk tónskáldsins Hafliða Hallgrímssonar í Salnum í kvöld. MENNING 24 landbúnaðurMIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2008 Snorri Örn Hilmarsson er með holdanauta-rækt í Kjósinni. BLS. 2 da gar til paska i 1111 PERSÓNUVERND „Þetta er áhyggju- efni, sjúklingar átta sig oft ekki á því að oft er um að ræða allar skráðar upplýsingar um heilsu- far þeirra,“ segir Emil L. Sigurðs- son, yfirlæknir Heilsugæslunnar á Sólvangi. Hann segir trygginga- félög og lögfræðinga í auknum mæli farin að kalla eftir sjúkra- skrám fólks í heild þegar unnið er í málum þess. Þengill Oddsson, yfirlæknir Heilsugæslu Mosfellsumdæmis, tekur undir orð hans. „Sjúklingar veita umboð um að það megi leita upplýsinga um þá í tengslum við slys og annað þess háttar. Lög- fræðingar eru þó í meira og meira mæli farnir að biðja um afrit af öllum skrám og því gerir fólk sér ekki grein fyrir þegar það veitir samþykki sitt,“ segir Þengill. Hann segir einnig að sjúkra- skráningarkerfið Saga, sem nú er notað, sé meingallað að því leyti að það geri meðal annars ekki ráð fyrir tímabundnum greiningum, eða svokölluðum vinnugreining- um, sem læknar styðjist mikið við í störfum sínum. Þannig sé til dæmis unglingur sem leitar til læknis vegna vanlíðunar sem fyrst og fremst stafar af ástar- sorg greindur með depurð eða þunglyndi því kerfið geri ekki ráð fyrir öðru. Sú greining fylgi sjúklingnum svo um aldur og ævi. Þá segir Emil að oft geri fólk sér ekki grein fyrir því hversu miklar upplýsingar sjúkraskrár kunna að geyma um fortíðina þegar þeir skrifa undir umboð. Þannig geti smávægileg hass- neysla, sem læknir hafi skráð niður eftir viðtal við sjúkling fyrir fjölda ára, komist á borð tryggingafélaga eða lögfræð- inga. Nú er til skoðunar hjá heil- brigðisráðuneyti uppbygging á rafrænum sjúkraskrám sem allar heilsugæslustöðvar landsins hafi aðgang að. Emil segir að þótt margt geti breyst til batnaðar eftir að kerfið komist á sé ljóst að varlega þurfi að stíga til jarðar. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að nú sé unnið að athugun á öryggisráð- stöfunum til að tryggja hag sjúklinga sem best. „Frekari dreifing þessarar skráningar hlýtur að vekja upp spurningar, bæði hjá sjúklingum og starfs- fólki, um hvort trúnaður og öryggi verði áfram jafn gott og verið hefur.“ Það sé meðal annars hlut- verk Persónuverndar að leggja mat á hvernig komið verði í veg fyrir að upplýsingar berist óvið- komandi aðilum enda þótt sam- eining heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins hafi átt sér stað. - kdk Sjúkraskrár sendar trygg- ingafélögum Læknar segja áhyggjuefni að tryggingafélög og lögfræðingar séu í auknum mæli farin að óska eftir allri sjúkrasögu þess fólk sem til þeirra leitar. HELGA MÖLLER Óvænt endurkoma hjá Þú og ég Tróðu upp á glæsilegri árshátið Landsbankans FÓLK 34 NÁTTÚRA Ekkert andavarp var við Reykjavíkurtjörn eða í friðlandi fugla í Vatnsmýri síðasta sumar. Ástand fuglalífs á tjörninni er óvið- unandi og sinnuleysi borgaryfir- valda í engu samræmi við mikil- vægi fuglanna fyrir borgarbúa, að mati höfunda nýrrar skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar. Síðustu þrjú ár eru meðal fjög- urra lökustu hjá öndum á tjörninni frá upphafi mælinga. Á síðasta ári komu aðeins grágæsir upp ungum sínum áfallalítið í friðlandi fugla í Vatnsmýrinni. Viðkomubrestur annarra teg- unda kemur til vegna fæðuskorts og því að gengið hefur verið á varp- lönd með húsbyggingum. Þá hafa rándýr sótt í varplandið. Höfundar skýrslunnar leggja til að borgin ráði þegar í stað umsjónar- mann með fuglalífinu á tjörninni, nokkurs konar „andapabba“. Bregðast verði við ástandinu með því að tryggja öryggi andanna í friðlandinu yfir varptímann, fóðra unga yfir sumarið og koma í veg fyrir ungadráp. - bj Fuglalíf við Reykjavíkurtjörn flýtur að feigðarósi að mati höfunda ástandsskýrslu: Vilja ráða andapabba til starfa GÆSAELDI Aðeins grágæsunum gengur vel að koma ungum á legg í friðlandi fugla í Vatnsmýri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VÍÐA SKÚRIR EÐA ÉL Í dag verða norðaustan 3-10 m/s. Víða skúrir eða él, síst þó vestan til á Suðurlandi. Hiti 0-6 stig, mildast suðaustanlands. VEÐUR 4 1 2 3 42 SKÁK Skákmeistarinn Boris Spasskí lagði blómsveig á gröf vinar síns, Bobbys Fischer, í kirkjugarðinum í Laugardælum í gær. Með í för voru aðrir stórmeist- arar sem taka þátt í Reykjavíkur- skákmótinu sem nú stendur yfir, þeir Friðrik Ólafsson, Lajos Port- isch, Vlastimil Hort, Pal Benko og séra William Lombardy. Lombardy var aðstoðarmaður Fischers í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík árið 1972. Hann leiddi minningarstund um Fischer, en að henni lokinni fluttu skákmeistar- arnir minningarorð. - bj Boris Spasskí heimsótti gröf Bobby Fischer: Kvaddi gamlan vin MINNINGARATHÖFN Boris Spasskí (til hægri) og nokkrir skákmeistarar minntust fallins félaga í kirkjugarðinum í Laugardælum við Selfoss í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frekari dreifing þessarar skráningar hlýtur að vekja upp spurningar, bæði hjá sjúklingum og starfsfólki, um hvort trúnaður og öryggi verði áfram jafn gott og verið hefur. SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR FORSTJÓRI PERSÓNUVERNDAR Liverpool komst áfram Liverpool varð í gær fjórða enska liðið sem kemst í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í ár. ÍÞRÓTTIR 30

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.