Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 8
 12. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL „Það er auðvitað áhyggjuefni hvers vegna dómstól- ar mælast lágir í trausti í könnun- um og það er vísbending um að starfsemi og hlutverk dómstóla sé ekki nægilega kynnt,“ segir Egg- ert Óskarsson formaður Dómara- félags Íslands. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari greindi frá því í viðtali við Fréttablaðið að dómar- ar mættu tjá sig meira á opinber- um vettvangi og kynna viðhorf sín til laganna. Þetta sendi almenn- ingi þau skilaboð að dómarar væru ekki bara „nafnlausir menn inni í lokuðu dómhúsinu sem enginn þekkir.“ Eggert segir vandasamt fyrir dómara að taka þátt í þjóðfélags- legri umræðu. „Dómarar eru fyrst og fremst að hugsa um að gæta hlutleysis og þess vegna eru þeir varkárir þegar þeir tjá sig. Þeir tjá sig ekki um dóma sína eða ein- stök dómsmál. En það er alveg rétt að stundum þarf að svara af hálfu dómstólanna vegna þess að það er ekki allt réttmætt sem kemur fram í fjölmiðlum,“ segir Eggert. Jafnframt segir hann til greina koma að dómstólar komi á fram- færi leiðréttingum í fjölmiðla þegar það á við. „Gagnrýnin [á dómstóla] er oft óvægin og ekki alltaf farið rétt með staðreyndir, það vantar að koma leiðréttingum á framfæri þegar það á við. Síðan er spurning hvernig á að standa að því. Til greina kemur að dómstól- ar hafi fjölmiðlafulltrúa á sínum snærum til að sinna þessu hlut- verki.“ Samkvæmt könnun Capacent treysta aðeins 39 prósent almenn- ings dómstólunum í landinu. Frá því árið 2002 hefur traust til dómstólanna ekki mælst meira en 50 pró- sent. Lægst mældist það 29 prósent í febrú- ar í fyrra. Sveinn Andri Sveinsson lög- maður, sem mikla reynslu hefur að lög- mannsstörfum í sakamálum, segir of algengt að fjölmiðlaumræða um dóma í sakamálum afvegaleið- ist. „Umræðan er oft allsvakalega afvegaleidd. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að dómarar tjái sig um dóma sína. Þörfina fyrir það að dómstólar skýri betur sína hlið má að mínu mati rekja til þess að oft eru dómstólar sparir á forsendur niðurstaðna í dómum. Það er vita- skuld ekki algilt. Lögmenn og fræðimenn eiga oft í vandræðum með að skilja niðurstöðurnar og þegar það á við væri gott að geta fengið nánari skýringar frá dóm- stólunum.“ Ekki náðist í Árna Kolbeinsson, forseta Hæstaréttar, við vinnslu fréttarinnar. magnush@frettabladid.is Lítið traust á dóm- stólum áhyggjuefni Formaður Dómarafélags Íslands segir til greina koma að ráða fjölmiðlafulltrúa fyrir dómstólana. Eðlilegt að dómarar tjái sig um dómarastörfin og skýri betur dómana þegar það á við, segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. SVEINN ANDRI SVEINSSON HÆSTIRÉTTUR Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur dómara mega tjá sig meira um dómarastörfin á opinberum vettvangi. Mælingar á trausti almennings á dómskerfinu gefi vísbendingu um að upplýsingagjöf frá dómstólunum megi bæta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL „Mér finnst eðlilegt að dómarar tjái sig meira um dómarastörfin einkum til þess að stuðla að vitrænni umræðu um dómstólana,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. „Einnig er þetta mikilvægt svo fólk þekki til dómsvaldsins. Hann tekur með þessu undir sjónarmið sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari viðraði í viðtali við Fréttablaðið á sunnudaginn. „Það er slæmt að traust almennings á dómstólunum skuli mælast jafn lágt og raun ber vitni og það þarf að skoða hvernig má bæta stöðuna.“ Í nýjustu könnun Capacent sögðust 39 prósent aðspurðra treysta dómskerfinu. - mh Sigurður Kári Kristjánsson: Fólk þekki til dómsvaldsins Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir því á mál- þingi laganema við Háskóla Íslands fyrir skemmstu að meg- insjónarmið dómara er varða lögin ættu að vera opinber. Segir Lúðvík skyn- samlegt að þau séu kynnt í ferlinu þegar menn sækjast eftir embætti dómara. „Ég hef talað fyrir því að það sé skyn- samlegt að menn þekki til meginsjón- armiða þeirra sem starfa sem dómarar. En ég held að það sé skynsamlegt að það sé til umfjöllunar áður en dómarar eru skipaðir. Annars geta menn vaknað upp við vondan draum. En að öðru leyti er ég sammála því að dómarar geti tekið þátt í umræðu um störf þeirra í meira mæli. Ég held að það sé aðeins af hinu góða, þó vitaskuld verði dómarar að gæta þess að tjá sig ekki um einstök dómsmál.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari nefndi það í viðtali við Fréttablaðið um helgina að gott væri ef sjónarmið dómara um álitaefni í lögfræði væru rædd opinberlega. Það gæti aukið tiltrú almennings á dómstólana. EÐLILEGT AÐ SÝN DÓMARA SÉ LJÓS LÚÐVÍK BERGVINSSON VINNUMARKAÐUR Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins, SA, var samþykktur af miklum meiri- hluta félagsmanna VR en atkvæða- greiðslunni lauk á hádegi í gær. Á kjörskrá voru tæplega 20 þúsund félagsmenn VR og greiddu tæp þrettán prósent þeirra atkvæði. Rúm 72 prósent samþykktu samn- inginn en rúm 25 prósent höfnuðu honum. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, forseti Landssambands íslenskra verslunarmanna, LÍV, er ánægð með niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar. „Þetta er kjarasamningur þar sem hluti félagsmanna fær ekki beinar launahækkanir. Þeir sem hafa fengið meira en 5,5 pró- senta launahækk- un frá janúar til janúar fá ekki hækkun nú og það kann að vera að fólk kunni ekki að meta það,“ segir hún. Kjarasamn- ingurinn hlaut samþykki hjá Landssambandi íslenskra verslun- armanna með miklum meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru tæplega 5.500 félagsmenn í fjórtán félögum og greiddu tæplega 27 prósent atkvæði. Já sögðu rúm 82 prósent og nei rúm fimmtán prósent. Ingibjörg bendir á að hlutfall andvígra hjá VR nú sé svipað og í síðustu kjarasamningum þegar tæp 28 prósent voru á móti samningun- um. „Það er meiri meðbyr með þessum samningum en þeim síð- ustu. Ég er mjög ánægð með þessa útkomu vegna þess að það er eðli- legt að það sé lægra hlutfall nei- atkvæða úti á landi þar sem fleiri eru á launatöxtum en í þéttbýlinu. Þeir fá meira út úr samningunum,“ segir hún. Kjarasamningurinn var undirrit- aður þann 17. febrúar og gildir til 30. nóvember 2010. - ghs Verslunarmenn hafa samþykkt kjarasamninginn með meirihluta atkvæða: Færri á móti nú en síðast INGIBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.