Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 10
 12. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu Kynningar á n‡ju vorvörunum frá Oroblu í Lyfjum og heilsu Mi›vikudag, kl. 14-18 í Fir›i Fimmtudag, kl. 13-17 í Austurveri Föstudag, kl. 13-17 í Kringlunni DÓMSMÁL Landsvirkjun greiddi um mánaðamótin eigendum jarða í Jök- uldal og Fljótsdal liðlega 250 millj- ónir króna vegna vatnsréttinda. Það er helmingur þeirrar upphæð- ar sem matsnefnd eignarnámsbóta ætlaði þessum tilteknu landeigend- um. Um er að ræða þá landeigendur sem sætta sig ekki við niðurstöðu matsnefndarinnar og hafa skotið málinu til Héraðsdóms Austur- lands. Aðalkrafa þeirra er að öll vatnsréttindin vegna Kárahnjúka- virkjunar verði metin á um 70 millj- arða króna en ekki 1.634 milljónir eins og matsnefndin úrskurðaði. Landeigendurnir sem stefna eiga um þriðjung vatnsréttindanna og áttu samkvæmt matsnefndinni að fá samtals um 550 milljónir í sinn hlut. Eins og áður segir hafa þeir nú fengið um 250 milljónir króna. Það er sú upphæð sem Landsvirkj- un segir í aðalkröfu sinni fyrir hér- aðsdómi að sé rétt verð. Aðrir landeigendur, þar á meðal ríkið sem á stóran hluta þess sem eftir stendur, féllust á niðurstöðu matsnefndarinnar og hafa fengið samtals yfir milljarð króna í greiðslur frá Landsvirkjun í sam- ræmi við það. Er þáttur þessara landeiganda þar með úr sögunni, jafnvel þótt dómstólar telji vatns- réttindin meira virði en matsnefnd- in úrskurðaði. Jón Jónsson hjá lögmannsstof- unni Regular segir landeigendurna sem standa að málsókninni gera það á mismun- andi forsendum. „En þeir eiga það sammerkt að þeir vilja að það verði dæmt að niðurstaða matsnefndar- innar hafi ekki falið í sér rétt verð fyrir vatns- réttindin. Það er alltaf að koma betur í ljós að arðsemi Kárahjnúkavirkjunar er mikil og notagildi vatnsréttindanna þar með. Landeigendurnir telja að með því að bera málið undir dóm- stóla fái þeir fullt verð fyrir rétt- indin í skilningi stjórnarskrárinn- ar,“ segir Jón. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að úr því að hluti landeigandanna vildi bera málið undir dómstóla hafi fyrirtækið stefnt þeim á móti með kröfu um lægri greiðslu en matsnefndin ákvað. Hins vegar sé Landsvirkjun farin að nýta vatns- réttindin og þótt skynsamlegt að hefja greiðslur fyrir þau. Borguð hafi verið sú upphæð sem fyrirtæk- ið sjálft telji eðlilega og gerir ekki ágreining um. „Þeir eiga rétt á þessum greiðsl- um að minnsta kosti og við viljum ekki halda þeim frá þeim,“ segir Þorsteinn. gar@frettabladid.is Greiða 250 milljónir inn á vatnsréttindin Landsvirkjun hefur greitt 250 milljónir króna til þeirra eigenda vatnsréttinda í kringum Kárahnjúkavirkjun sem skotið hafa til dómstóla úrskurði matsnefnd- ar um verðmæti réttindanna. Ríkið og fleiri una matinu varðandi sínar jarðir. FRÁ GERÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUNAR Landeigendur á Jökuldal og Fljótsdal eiga vatnsréttindin sem rekstur Kárahnjúkavirkjunar byggir á. Enn er deilt um verð fyrir réttindin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞORSTEINN HILMARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.