Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. mars 2008 11 SIGLINGAR Innan fárra ára mun ísinn á Norður-Íshafi hafa hopað nógu mikið til þess að þar opnist siglingaleið fyrir stór flutninga- skip. „Slík siglingaleið, sem að öllum líkindum myndi liggja milli Íslands og Dutch Harbour í Alaska, myndi tengja stórhafnir Norður- Atlantshafs við slíkar hafnir við norðanvert Kyrrahaf og þaðan áfram til annarra hafna,“ segir í nýrri grein í bandaríska alþjóða- málatímaritinu Foreign Affairs. Með þessum orðum staðfestir höfundurinn, Scott G. Borgerson, að Ísland yrði í lykilaðstöðu til að byggja upp umskipunarhafnir fyrir flutninga yfir Norður-Íshaf. Borgerson er sérfræðingur við utanríkismálaráð Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmaður í banda- rísku strandgæslunni. Í greininni er athygli vakin á því hvernig ísinn á Norður-Íshafi er hröðum skrefum að hopa, mun hraðar en áður hafði verið spáð. Þessi þróun opni bæði aðgang að náttúruauðlindum − einkum jarð- gasi og olíu − sem áður voru utan seilingar og að siglingaleiðum sem gætu stytt flutningstímann milli til dæmis Japan og Vestur-Evrópu um marga daga og sparað flutninga- fyrirtækjum milljarða. Rakið er hvaða afleiðingar þessi þróun hefur fyrir öryggismál á þessum slóðum. Borgerson hvet- ur Bandaríkjaþing til að reka af sér slyðruorðið og drífa í að stað- festa Hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna (UNCLOS) svo að Bandaríkjamenn geti tekið for- ystuna um að finna lausnir á þeim ágreiningi sem ríkir milli þeirra landa sem eiga strandir að Norð- ur-Íshafi um yfirráð yfir því og því sem undir því er. Brýnt sé að leysa þann ágreining því annars gæti hann haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. - aa Fjallað um afleiðingar ísbráðnunar á Norður-Íshafi í tímaritinu Foreign Affairs: Ísland sagt í lykilaðstöðu í norðursiglingu ÍSINN HOPAR Siglingaleið yfir N-Íshaf er sögð geta opnast eftir 5-10 ár. MYND/AP/NASA BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi í gær frá sér endurskoðað frumvarp að Evrópulöggjöf, sem kveður á um að hægt sé að sækja útgerðarmenn og skipstjórnendur til saka sem uppvísir verða að því að menga sjóinn. Evrópudómstóllinn hafði árið 2005 lýst fyrra frumvarp að sömu lögum formgallað. Friso Roscam Abbing, talsmaður framkvæmda- stjórnarinnar, sagði að hann ætti von á að allar ríkisstjórnir ESB- landanna 27 myndu samþykkja lögin í sinni endurskoðuðu mynd og koma þeim í framkvæmd innan hálfs árs frá afgreiðslu ESB. - aa Ný ESB-löggjöf: Hert viðurlög við mengun sjávar BANDARÍKIN, AP Geimferjunni Endeavour var í gær skotið á loft frá geimferðamiðstöð NASA á Kanaveralhöfða með sjö manna áhöfn innanborðs. Áformað er að geimferjan verði í alls 16 daga á sporbaug um jörðu en enginn geimferjuleiðangur hefur staðið í svo langan tíma hingað til. Aðalverkefni áhafnarinnar verður að bæta nýjum róbót- örmum á alþjóðlegu geimstöðina og smíða þar einnig hólf sem seinna er ætlað að hýsa nýja rannsóknastofu. Hana leggja Japanir til, en þeir hafa fjárfest sem svarar 440 milljörðum króna í smíði geimstöðvarinnar. - aa Endeavour til geimstöðvar: Lengsti leiðang- ur geimferju NÆTURSTART Endeavour hefur sig á loft fyrir birtingu í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Byggingarfélagið Mótás lánar fé til íbúðakaupa. Kaupend- um íbúða við Skipalón, á Hvaleyr- arholtinu í Hafnarfirði, býðst að taka að láni hjá fyrirtækinu það sem upp á vantar þegar búið er að taka lán hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðirnar eru þannig veðsettar að fullu. Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði Bergþór Jónsson, framkvæmdastjóri Mótáss, að gripið hefði verið til þessa ráðs til að koma til móts við ungt fólk sem sé að kaupa íbúð. Bankar og sparisjóðir hafi ekki lánað svo hátt hlutfall upp á síðkastið. - sþs Koma til móts við ungt fólk: Verktaki brúar bilið með láni Vilja efla fræðasetur Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill að uppsjávarsvið Hafrannsóknastofn- unar verði í Neskaupstað. Einnig að rannsóknir Matís í samvinnu við sjávarútvegsfyrirtæki í sveitarfélaginu verði efldar og starfsemi Fiskistofu á svæðinu verði styrkt. FJARÐABYGGÐ Nýjar 1 lítra umbúðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.