Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðbjörg Bragadóttir leiðsögumaður og eigandi KGB ferða fór ásamt stórfjölskyldu sinni í ferð til Ástralíu sem var ævintýri líkust. Guðbjörgu og eiginmanni hennar þótti upplagt að bjóða upp á ferðir fyrir aðra Íslendinga á þessar slóðir og stefna nú á ferð í október. „Okkur hjónin langaði til þess að starfa saman og keyptum því rútu fyrir nokkrum árum. Við höfum verið með hópa hérna á Íslandi en nú erum að fara með hóp út fyrir landsteinana og alla leið til Ástralíu,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg og eiginmaður hennar hafa oft ferðast til Ástralíu en bróðir Guðbjargar er búsettur þar. Móðir Guðbjargar vildi fagna áttræðisafmæli sínu með öllum fjölskyldumeðlimum og því var ákveðið að allir færu til Ástralíu og út í eyjar sem liggja á hinum frægu kóralrifum sem eru á heimsminjaskrá. „Bróðir minn skipulagði ferð sem fól í sér för út í eyjar sem eru á hinum heimsþekktu kóralrifjum. Fraser Island og Heron Island voru eyjarnar sem við heimsóttum og þar vorum við í litlum húsum í þrjár nætur. Fegurðin var stórkostleg, sjórinn tær og hreinn og hvítar strendur, þetta var ævintýri líkast. Við köfuðum við kóralrifin með litríkum fiskum og litlum kóralhákörlum,“ útskýrir Guðbjörg. Fraser Island er stærsti sandskafl í heimi en eyjan er þó vaxin gróðri frá fjöru til fjalls. „Þegar maður keyrir þarna um er það eins og að keyra í snjó, maður þarf að vera á fjórhjóladrifnum jeppum til að komast um eyna. Við heimsóttum síðan dýragarð sem hinn heimsþekkti Steve Irvin heitinn átti og er nú rekinn af fjölskyldu hans. Í þjóðgarðinum sem við heimsóttum sáum við tré sem var holt að innan og annað tré sem gengur. Tréð hreyfist úr stað og hefur gengið yfir leikgrind barna og bekk. Auðvitað tekur það mörg ár en tréð gengur áfram hægt og rólega. Þessir staðir sem við heimsóttum skilja alveg ótrúlega mikið eftir sig,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg segist aftur ætla að heimsækja þessa paradís en fyrirtæki hennar KGB ferðir mun í október fara með íslenska ferðalanga á þennan stað í Ástralíu. Forvitnir ferðalangar geta heimsótt heimasíðuna www.kgbtours.is og skoðað hvað er í boði. mikael@frettabladid.is Kafað við kóralrifin „Þó að staðurinn sé hinum megin á hnettinum er ferðalagið vel þess virði til að geta upplifað hann,“ segir Guðbjörg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Á EIGIN VEGUM Að ýmsu þarf að huga ef taka á fjölskyldubílinn með í sumarfríið. BÍLAR 2 FERÐALJÓSMYNDUN Michael J. Kissane kennir ferðaljósmyndun hjá Náms- flokkum Hafnarfjarðar en hann hefur tekið myndir víða um heim. FERÐIR 3 Breiðhöfða VW Passat TDI Dísel 170hö, 3/07, 18þ.km. top- plúga, álfelgur, leður, auka dekk. Verð 3.650.000.- Dodge Ram 2500, 8/07, 14þ.km. 6,7 tdi, ssk, álfelgur, krókur. Verð 5.190.000.- Ford F350 lariet, 6,4, 27þ.km. 2008, krókur, magasín. Verð 4.750.000.- Nissan Navara LE D/C, 4/04, 101þ.km. 35“ álfelgur, krókur, lok á palli. Verð 2.190.000.- áhv 1.550.000.- Toyota Landcruiser 100VX 38“, 9/06, 24þ.km. 7 manna, ssk, drifl æsingar framan og aftan. Verð 10.800.000.- Ford F350, 6,0 dísel, 2005, 56þ.km. ssk, 37“ breyting, er á 35“ dekkjum. Verð nú 3.790.000.- Subaru Legacy Sedan, 6/06, 18þ.km. ssk, 19“ álfelgur, þjónustubók. Verð 2.290.000.- áhv. 1.800.000.- 517 0000 www.planid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.