Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 20
[ ]Tjöruhreinsir kemur sér vel þegar bíllinn er þrifinn því ekki má gleyma því að hreinsa þarf tjöruna úr munstrinu í dekkjunum annað slagið. Nú eru margir farnir að íhuga ferðalög í sumar og alltaf eru einhverjir sem vilja ferðast um Evrópu á eigin bíl. Nokkr- ar leiðir eru færar til þess að koma bílnum á meginlandið en mikilvægt er að hafa alla pappíra á hreinu. Hægt er að senda bíla með Eim- skip, Samskipum og Atlantsskipum en ferðalangar verða sjálfir að koma sér á þann stað þar sem bíll- inn kemur í land og sækja hann. Sigling með Norrænu er eini kost- urinn fyrir þá sem vilja ferðast með bílnum en einnig er hægt að senda bílinn með ferjunni og sækja hann á áfangastað. Eimskip siglir með bílinn fyrir ferðalangana á marga staði í Evr- ópu, til Þórshafnar í Færeyjum, Immingham í Englandi, Árósa í Danmörku, Gautaborgar og Fre- drikstad Svíþjóð, Rot- terdam í Hollandi og Hamborg í Þýska- landi. Samskip sigla til Immingham í Eng- landi, Rotterdam í Hol- landi, Cuxhaven í Þýskalandi, Árósa í Danmörku og Valberg og Moss í Svíþjóð. Atlantsskip sigla til Immingham í Eng- landi, Vlissingen og Rotterdam í Hollandi og Esbjerg í Dan- mörku. Norræna hefur um árabil flutt bíla til meginlands Evr- ópu og hægt er að sigla til Bergen í Noregi, Scrabster í Skotlandi og Færeyja. Ekki er þó nóg að huga að því hvernig á að koma bílnum á áfanga- stað því það eru ýmsir pappírar sem þarf að hafa meðferðis þegar haldið er út til Evrópu á eigin bíl. Bíllinn þarf að hafa staðist skoðun hérna heima og fylla þarf út tryggingapappíra sem kallaðir eru Græna kortið og er hægt að nálgast hjá tryggingafé- lögum. Græna kortið er alþjóðleg staðfesting þess að bíllinn sé ábyrgð- artryggður og er það afar mikilvægt í Austur- Evrópu. Íslenskt ökuskírteini er fullgilt í flestum lönd- um Evrópu en í Austur- Evrópu og öðrum heims- hlutum er nauðsynlegt að hafa með í för alþjóðlegt öku- skírteini sem fæst hjá FÍB og lög- regluembættinu. Skráningarskírteini bílsins sem ferðast er á verður að vera með- ferðis og ekki er öruggt að skilja það eftir í hanskahólfinu þegar bíll- inn er yfirgefinn. mikael@frettabladid.is Á bílnum til Evrópu Alþjóðlegt ökuskírteini fæst hjá FÍB og lögregluembætt- inu. Norræna siglir bæði með farþega og bíla til Evrópu. KOMIS SAMOCHODOWY oferuje: • pomoc w zakupie lub sprzeda y samochodu • sprzeda gotówkow lub autokredyt • formalno ci i ubezpieczenie zalatwiamy na miejscu • w swojej ofercie posiadamy 550 aut • juz od 40 ty . Z komisem samochodowym CARMAX zaoszcz dz Pa stwo czas. A czas to pieni dz CARMAX • Hyrjarhöfði 2 Tel. 540 5800 • www.carmax.is Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 fjallabilar@fjallabilar.is Japan/U.S.A. Öxulliðir í flestar gerðir jeppa FRAMÖXLAR Í JEPPA Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.