Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 22
[ ] Undirritaðir hafa verið samningar milli stjórn- valda og hönnuða um rekstur Hönnunarmið- stöðvar. Ráðherrar menntamála og iðnaðar skrifuðu í síðustu viku undir þjónustusamning við fulltrúa níu fagfé- laga hönnuða og arkitekta um rekstur Hönnunarmið- stöðvar. Hönnunarmiðstöðin tekur við af Hönnunar- vettvangi, þróunarverkefni iðnaðarráðuneytis, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Samtaka iðnaðarins, Útflutningsráðs, Reykjavíkurborgar og Forms Íslands - samtaka hönnuða. Eitt af verkefnum Hönnunarvettvangs var að undirbúa stofnun Hönnunarmiðstöðvar sem er nú orðin að veruleika. Íslensk hönnun hefur verið í stöðugri sókn undanfarin ár en eins og fram kemur á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar er áætlað að um 1.500 hönnuðir og arkitektar séu nú starfandi á Íslandi. Sá hópur fer ört stækkandi en auk þeirra sem stunda nám erlendis útskrifar Listaháskóli Íslands á hverju ári vöruhönn- uði, fatahönnuði og grafíska hönnuði og hófst kennsla í arkitektúr árið 2003. Dennis Davíð Jóhannesson, fulltrúi Arkitektafélags Íslands í stjórn Hönnunar- miðstöðvar, segir nú kominn grundvöll fyrir samfélai hönnuða og arkitekta með tengsl við landið. „Það hefur bæði háð okkur en líka verið kostur að fólk komi úr ýmsum áttum og úr mismunandi skólum. Það verður mikil breyting núna þegar stórir hópar koma úr Listaháskólanum og með Hönnunar- miðstöðinni er verið að að tengja saman öll þessi mismunandi svið hönnunar. Hönnuðir munu geta unnið saman og ég vil meina að hönnun og arkitektúr séu sterkasta vopnið í samkeppni í dag.“ Dennis segir hlutverk Hönnunarmiðstöðvarinnar einnig vera að koma á tengslum milli almennings og hönnuða. Mikilvægt sé að vekja áhuga hjá fólki og upplýsa það um hönnun og byggingarlist. „Við þurfum að ná til unga fólksins og ég sé fyrir mér fræðslu um hönnun og byggingarlist á öllum skólastigum. Umhverfið endurspeglar það þjóðfélag sem við búum í. Við notum hönnun og arkitektúr til að skapa verðmæti, gera umhverfið fallegra og auka samkeppnishæfni borgarinnar og atvinnulífsins í landinu. Með Hönnunarmiðstöð skapast grundvöllur til þess.“ Dennis nefnir líka þá sögu sem við búum yfir á Íslandi í byggingarlist og hönnun og að virða beri gamlar byggingar og muni. „Ég vona að Hönnunarmiðstöðin verði til þess að hér verði ekki eitthvert alþjóðlegt umhverfi líkt öllu öðru. Hér verði til eitthvað sérstakt sem tengist okkar rótum, menningu og veðráttu. Íslensk hönnun.“ heida@frettabladid.is Verðmætin eru í hönnun Valdís Vífilsdóttir innanhúss- arkitekt breytti um lit í eldhús- inu hjá sér. „Ég breytti síðast í eldhúsinu og sprautaði innréttinguna svarta, bætti við nokkrum skápum og setti svarta borðplötu úr steini,“ segir Valdís. „Ég er mjög ánægð með breytinguna. Ég var með viðarplötu áður á borðunum en nú er allt orðið svart því á gólfinu voru svartar steinflísar. Eldhúsið varð allt miklu aðgengilegra og auðveldara í þrif- um.“ Valdís tók alla íbúðina sína í gegn fyrir nokkru og ætlar sér ekki í frekari framkvæmdir í bráð. „Ég held að ég sé búin að gera allt sem hægt er að gera í þessari íbúð en ég tók hana alveg í gegn á sínum tíma. Skipti um gólf og tók niður veggi, setti nýja lýsingu og endurnýjaði glugga og hurðir. Það er mjög mikið svart hjá mér án þess að vera kulda- legt. Ég hef mjög gaman af að blanda gömlu og nýju saman og vil hafa smá grófleika líka, ekki of stíl- hreint heldur líka heimilislegt.“ Sem innanhússarkitekt hefur Val- dís áhuga á hönnun og leggur metn- að í vandaða muni. „Ég leitast við að kaupa hönnun, bæði í húsgögnum og nytjamunum, og bíð þá frekar bara eftir því að geta keypt hlutinn. Ég er alltaf veik fyrir skandin- avískri húsgagnahönnun en svo er gaman að eiga eitthvað eftir Starck og Eames. Ítölsk hönnun er líka mjög spennandi.“ - rat Eldhúsið allt svart Valdís Vífilsdóttir inanhússarkitekt breytti nýlega eldhúsinu. RÉTTABLAÐIÐ/GVA Pottablóm er kjörið að umpotta á vorin og þá er líka góður tími til að sá kryddjurtum í potta. Basilíka er einföldust í ræktun fyrir byrjendur. Dennis Davíð Jóhannesson arki- tekt segir íslenska hönnun skapa verðmæti og fegra umhverfið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.