Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 32
20 12. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Margrét Sigurðardóttir Hjallaseli 21 (áður Réttarholtsvegi 57), sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 23. febrúar, verður jarðsungin frá Seljakirkju fimmudaginn 13. mars kl. 13.00. Ásmundur Sigurðsson Ruth Woodward Sonja Sigurðardóttir Svanhvít Sigurðardóttir Gunnar Kr. Sigurðsson Guðríður Jónsdóttir Erla Hafdís Sigurðardóttir Sigurður V. Magnússon Jenný Sigurðardóttir Ragnar Geirdal Þorsteinn Sigurðsson Laufey V. Hjaltalín Stefnir Páll Sigurðsson Ásdís Sigurðardóttir Matthías Sigurðsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Sigurður G. Sigurðsson Sigurveig Björgvinsdóttir Kristín Ármannsdóttir Birgir Ómarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, Sigurður Sveinn Másson varð bráðkvaddur í Vilnius í Litháen mánudaginn 10. mars. Vaida og Samúel Másson Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir Jón Guðmann Jónsson Halldóra Elín, Sólveig Fanný og Valdís Magnúsdætur og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Pollyjar Sæmundsdóttur síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun og hjálpsemi. Eygló Guðjónsdóttir Kristinn Guðjónsson Valgarður Guðjónsson og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes Sólbjartur Sigurbjörnsson sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50, miðvikudaginn 27. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 14. mars kl. 15.00. Skúli Jóhannesson Anna Sigurðardóttir Ágústa Jóhannesdóttir Vilhjálmur Georgsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Guðlaugsson frá Vík í Mýrdal, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 4. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 13. mars kl. 13.00. Margrét Ögmundsdóttir Guðrún Jónsdóttir Oddur Þórðarson Jóna Jónsdóttir Pétur Eiríksson Guðlaugur G. Jónsson Sigríður Ingunn Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigtryggur Björnsson Héðinsbraut 7, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 4. mars. Jarðsett verður frá Neskirkju Aðaldal í dag, miðvikudaginn 12. mars, kl. 14.00. Ingibjörg Gísladóttir Björn Sigtryggsson Eva Hovland Eyrún D. Sigtryggsdóttir Jónas A. Sævarsson Jón Sverrir Sigtryggsson Inga Þórey Ingólfsdóttir og barnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, Unnur Þorgeirsdóttir Bogahlíð 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti laugardag- inn 8. mars. Þorgeir Sigurðsson Þórunn J. Gunnarsdóttir Sigurður Ingi Sigurðsson Guðfinna Thordarson Rósa Karlsdóttir Fenger John Fenger Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, Rannveig Baldursdóttir Einilundi 8e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 9. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Baldur Guðnason Þórarinn Guðnason Kristrún Sigurgeirsdóttir Birkir Hólm Guðnason Fríða Dóra Steindósdóttir Hólmfríður Guðnadóttir Halldór Kristjánsson Sveinbjörg H. Wíum og ömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Þ. Sívertsen Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 3. mars síð- astliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A7 Landspítala Fossvogi og starfsfólks Seljahlíðar. Þorsteinn Sívertsen Bjarni Sívertsen Ingibjörg Sívertsen Guðmundur Þórhallsson, Guðrún Þorsteinsdóttir Helgi Rúnar Þorsteinsson Ragnheiður Sívertsen Ólöf Kristín Sívertsen Guðrún Inga Sívertsen Þórhallur Guðmundsson Hafsteinn Michael Guðmundsson Sólveig Guðmundsdóttir og barnabarnabörn. Canberra, höfuð- borg Samveldisins Ástralíu, var stofn- uð þennan dag árið 1913. Hún var stofnuð sérstaklega sem höfuðborg í kjölfar deilna milli tveggja stærstu borganna, Mel- bourne og Sydney, um hvar hið nýja þing skyldi vera staðsett. Staðurinn var valinn árið 1908, nokkurn veginn mitt á milli borganna tveggja, á hentugum byggingarstað, með góðum að- gangi að vatni. Árið 1911 sigr- aði Bandaríkja- maðurinn Walter Burley Griffin al- þjóðlega keppni um skipulag borgarinnar. Í borginni miðri er stöðuvatn nefnt eftir honum. 1913 var borgin nefnd og byrjað að reisa hana. Árið 1927 flutti samveldis- þingið þangað. Nafnið er komið af heiti frum- byggja svæðisins og talið þýða staður þar sem fólk kemur saman. Íbúar borgarinnar eru um 340.000. ÞETTA GERÐIST: 12. MARS 1913 Canberra höfuðborg LIZA MINELLI LEIK- OG SÖNG- KONA ER 62 ÁRA. „Ég erfði sjúkdóminn alkó- hólisma og lærði snemma að sækja mér aðstoð vegna hans.“ Liza Minelli er dóttir hinnar frægu leikkonu Judy Garland og Vincents Minelli leikstjóra. Sjálf hefur hún átt vinsældum að fagna sem leik- og söng- kona en eins og hún segir sjálf hefur hún eytt miklum tíma í að takast á við fjölskyldusjúk- dóminn alkóhólisma. „Við vorum með kaffihús í sama húsi og Blómaval. Þegar Blómaval fór urðum við að endurskoða stöðuna. Þá fengum við ýmsar hugmyndir, meðal annars að Keilunni,“ segir Dagný Ing- ólfsdóttir, sem opnaði Keiluna á Ak- ureyri fyrir skömmu ásamt manni sínum, Þorgeiri Jónssyni. Í kjölfarið fóru þau suður í skoðun- arferð. „Við keyptum notaðar keilu- brautir úr Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Síðan komu hingað þrír Ameríkanar sem settu upp salinn ásamt restinni af útbúnaðinum,“ segir Dagný sem tekur fram að keilusalurinn sé ekki bara sá fyrsti norðan heiða, heldur líka sá fyrsti sem selur kók! „Hefðin er að selja pepsí í keilusölum af einhverj- um ástæðum. Hins vegar hef ég ekki hugmynd um hver ástæðan fyrir því er. Okkur var bara sagt að kvikmynda- húsin væru oftast með kók og keilusal- ir pepsí,“ segir Dagný hlæjandi. Í Keilunni eru átta brautir og við- brögðin hafa ekki látið á sér standa „Það hefur verið fullt út úr dyrum og á háannatíma er tveggja tíma bið. Hingað kemur fólk á öllum aldri og við getum tekið á móti 40 manns í einu.“ Dagný segir jafnt bæjarbúa sem aðra sækja staðinn. „Ég er með pant- anir úr 500 km radíus, sumar langt fram í tímann.“ Stemningin á staðn- um er fjölskylduvæn segir Dagný og tekur það skýrt fram að strangar regl- ur séu um vínveitingar. „Ég vil að unglingar geti komið hingað og spil- að án þess að foreldrar hafi áhyggjur. Við erum með vínveitingar í öðrum sal en aðeins frá klukkan 20. Það er allt í lagi að fá sér einn og einn bjór en hér á ekki að vera pöbbastemning, heldur fyrst og fremst fjölskylduvæn stemn- ing,“ segir Dagný sem hefur fengið góð viðbrögð við þessari stefnu. „Bæj- arbúar hafa bæði komið og hringt til að þakka mér fyrir ábyrga stefnu og það þykir mér mjög gott. Svona vilj- um við hafa þetta.“ Í Keilunni er einn- ig rekinn veitingastaður með veglegan ísbar, hamborgara, pítsur og crêpes. Framundan eru einnig námskeið í keiluíþróttinni og stofnun á keiluliði sem getur keppt við hið reykvíska að sögn Dagnýjar. Opnunartími Keilunnar er frá kl.11.00-23.30 alla dag. rh@frettabladid.is KEILAN Á AKUREYRI: FYRSTI KEILUSALURINN NORÐAN HEIÐA Fjölskylduvæn stemning FJÖLSKYLDUVÆN KEILUSTEMNING Hugmyndin að norðlensku keiluhöllinni fæddist fyrir ári síðan. Nú er fullt út úr dyrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.